Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 13

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 13
Kvikmyndaleikarinn Wallace Beery, sem nú er látinn. hvert »em hann fór, jafnvel þegar hann fór í heimsókn til kunningj- anna, leizt honum ekki á blikuna. Foreldrar hans — sem eru góðar og guðhræddar manneskjur — heyrðu klórið líka. Faðirinn, sem er vél- stjóri í einni af rannsóknarstofnun- um ríkisins, var í fyrstu vantrúað- ur, en ákvað þó að gera eitthvað i málinu. Hann byrjaði á því að rann- saka háaloftið. En hávaðinn óx. Þá lét hann trésmið rifa upp þiljurnar í herbergi drengsins. En krafsið varð stöðugt háværara ■— hávaðinn var svo mikill, að hann yfirgnæfði ham- arshöggin og sagarhljóðið, þegar ver- ið var að rífa þilið. En þetta var aðeins byrjunin. Brátt fóru húsgögnin að færast úr stað á dularfullan hátt. Diskar hent- ust niður á gólf og brotnuðu. Tveir stórir stólar skullu saman á miðju eldhúsgólfinu og klemmdu John á milli sín. Rúm hans fór að rugga til og frá á næturnar. Foreldrarnir reyndu að halda rúminu kyrru, en tókst það ekki. Nágrannarnir komu til aðstoðar, en það var lika árang- urslaust. Foreldrarnir voru skelfingu lostnir. Sonur þeirra var orðinn miður sín vegna sv^fnleysis. „Hversvegna hefur guð lagt þess- ar þjáningar á son okkar?“ andvarp- aði móðirin. Að lokum fóru foreldrar Johns með hann til sálsýkisfræðings. Læknir- inn fann ekkert athugavert við drenginn. Þvi næst fóru þau með hann til sóknarprestsins. Presturinn lagði engan trúnað á frásögn þeirra. „Látið drenginn vera hjá mér í nótt. HEIMILISPÓSTURINN 11

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.