Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 2

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 2
Margt er skrítiö í Harmomu. Auga fyrir auga. I borginni Springfield í Ohio sætti vörubílstjóri ákæru fyrir að hafa ver- ið ölvaður við akstur og ekið á fót- gangandi mann. Hann var dæmdur i 150 dala sekt og til þess ,,að sitja jafnlengi í fangelsi og hinn verður að vera í sjúkrahúsi". * Falsspádómur. Kona ein í Fíladelfíu var sett í varðhald fyrir að hafa tekið gjald fyrir að spá fyrir fólki. Dómarinn spurði um spásagnir hennar, og lög- fræðingur hennar svaraði því til, að þær væru víst ekki upp á marga fiska, „annars væri hún ekki hér“. Dómarinn lét konuna lausa. * Dangt yfir skammt. Blaðið Journal í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hóf nýlega bar- áttu gegn fjárhættuspili i fylkinu, og birti meðal annars skýrslu um eigendur sjálfvirkra fjárhættuspils- véla, en þær eru bannaðar þar í fylki. Taldi blaðið ekki eftir sér að rannsaka, hvaða menn í fylkinu greiddu skatt af þesskonar vélum til sambandsstjórnarinnar í Washing- ton. Ofarlega á skránni var heldri manna klúbbur einn i Atlanta; for- maður hans: George C. Biggers. For- maður útgáfustjórnar Atlanta Journ- als: George C. Biggers. # Vö.vtur drengja og telpna. Sveinbörn fæðast að jafnaði stærri og þyngri en stúlkubörn. Þegar kom- ið er yfir 5 ára aldur, og allt að 11 ára aldri, fará telpurnar að sækja á; 11 ára eru þær ekki nema um 1 cm. lægri en drengir. En þá verður snögg breyting á hlutfallinu. Frá 11 ára til 15 ára aldurs fara stúlkurnar fram úr drengjum, verða bæði hærri og þyngri. Síðan sækja drengirnir aftur á og taka forystuna. Stúlkur vaxa venjulega ekki eftir 19 eða 20 ára HEIMILISPÓSTURINN 2. hefti 1951 MARZ—APRlL Lestrarefni karla: Mynd á kápu: Egill Guttorms- son stórkaupmaður. Bls. „Árið sem við kóngurinn komum.“ Viðtal við Egil Guttormsson stórkaupm. 1 Dómurinn mikli. Smásaga eftir H. G. Wells .... 4 Reimleikar. Frásögn eftir Frank Rasky .......... 9 Orlofsferð. Smásaga eftir Henry Treece ........ 14 Á takmörkunum ......... 20 Dauðinn um borð. Smásaga 21 Lán. Eftir Barry Pain ... 28 Kvikmynda-opnan ....... 32 Ennfremur myndir af frægum kvikmyndaleikurum, bridge- þáttur, reikningsþraut, gátur, vísur og skrýtlur. a.ldur, en piltar hætta ekki með öllu að stækka fyrr en þeir eru 23 ára. * Ofurást. Frú Brainard í Los Angeles fékk skilnað við mann sinn fyrir þá sök, að þegar hann kom heim á kvöldin, kyssti hann hundinn á undan konunní. * Bankainnstæða. Jakob Dirkes í Great Falls í Montana varð fyrir slysi og þurfti að fá blóðgjöf án tafar. Hann var í mjög sjaldgæfum blóðflokki, og það kom í ljós, að i blóðbankanum var ekki nokkur blóðdropi af þessum flokki, nema það sem Dirkes hafði géfið sjálfur fáum dögum áður. HEIMILISPÓSTURINN — FRÓÐLEIKS- OG SKEMMTIRIT Ritstjóri Pétur Sig.urðsson, magister, Aragötu 7. Afgreiðsla: Stein- dórsprent h.'f., Tjarnargötu 4, Reykjavík, sími 1174. Pósthólf 365. ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.