Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 3

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 3
KARLMENN! 1 þessum hluta ritsins er lestrarefni fyrir karlmenn. - HEIMILIS fósTuRJNN 2. HEFTI REYKJAVlK MARZ —APRÍL 1951 „Árið, sem við kángurinn komum. 66 Viðtal við Egil Guttormsson, heildsala. Fóruð þér að heiman til vanda- lausra hér í Reykjavík? Nei. Föðurbróðir minn, Gunn- ar Einarsson, verzlaði þá hér í bænum, og til hans fór ég fyrst. Hann hafði m. a. búð niðri í húsinu nr. 4 við Kirkjustræti, þar sem brunarústirnar eru núna, en uppi var vindlaverk- smiðjan. Vindlaverksmiðja? Viljið þér segja mér eitthvað um það? Velkomið. Þegar ég kom hingað árið 1907, eða eins og ég segi stundum við kunningja mína: Árið, sem við kóngurinn komum til Reykjavíkur, voru þar tvær vindlaverksmiðjur. Aðra átti Gunnar Einarsson, og unnu þar um 30 stúlkur, en hina Thomsen, og þar unnu um 50 stúlkur. Norður á Akureyri var þriðja verksmiðjan, og átti Tuli- nius hana, en um stærð hennar veit ég ekki. Dœmin um, að leiðin til mennta og mannvirðinga liggi ekki alltaf upp skólaþrepin, eru bœði gömul og ný. Einar i Nesi sannaði samtíð sinni, að ís- lenzkur bóndi getur með sjálfs- námi komizt mjög langt á menntabrautinni. Sonarsonur hans, Egill Guttormsson stór- kaupmaður, fór ekki heldur í neinn skóla, en liann hefur þó aflað sér svo víðtœkrar og stað- góðrar þekkingar t atvinnugrein sinni, að hamn er nú talinn i hópi hinna fjölfróðustu íslenzkra stórkaupmanna. Hann hefur afl- að sér mikilla vinsœlda og not- ið trausts, utan stéttar sinnar og innan, jafnan staðið framar- lega í samtökum verzlunar- manna, átt sœti t skólanefnd Verzlunarskólans i rúma tvo áratugi og er nú formaður Félags íslenzkra stórkaup- manna. Egill er fæddur að Ösi i Hörg- árdal 1. október 1892. Hugur hans hneigðist snemma til verzl- unar, og 15 ára gamall kom hann hingað til bœjarins. Upp frá því vann hann hér að verzlunar- störfum hjá ýmsum fyrirtœkj- um, unz hann, árið 1928, hvarf emgöngu að sjálfstœðum at- vinnurekstri. Hcmn hefur stðan unnið við umboðs- og heild- sölufirma sitt, verzlað með ýmsar vörutegundir, en einkum þó allskonar skrifstofugögn, rit- föng og pappír. Tóbakið var flutt inn beint frá ekrunum. Hér var það þurrkað, flokkað, pressað og HEIMILISPÓSTURINN 1

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.