Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 18

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 18
og nú er komið fannst okkur ekki taka þvi að kaupa hest í staðinn fyrir hana. Og þess vegna seldum við vagninn." Þunnu varirnar lukust i sundur. „Einmitt; og á hvað seldist hann?“ „Níutíu og níu krónur," sagði Georg aumingjalega. Munnurinn opnaðist aftur. „Og leyfist mér að spyrja, hvað þú fékkst fyrir hána?“ Georg var í þann veginn að taka til svars, þegar kona hans greip fram í, og heldur kuldalega. „Já, þér leyfist. Við fengum ekkert fyrir hána. Við vorum fegin að losna við hræið fyrir ekkert. Þú verður að muna, Elísa, að allt er breytt." Elísa sneri augum sínum að systur sinni, en nú var augnaráð hennar ekki eins fast og ákveðið. Hefði hún verið orðin ung stúlka á ný, kynnu þessi augu að hafa grátið. En með níu um sextugt koma tárin tregleg- ar frá hjarta, sem kramið er af fjörutíu ára einveru. Hún svaraði engu, horfði fram hjá systur sinni, stóð upp og gekk yfir að hinum veggnum. Þar nam hún staðar fyrir framan mynd í gylltum ramma, af fölleitum, ungum alda- mótamanni með snúið yfirskegg. Því næst sneri hún, með hægð og eins og liún væri vön að gera þetta á hverj- um degi, myndinni upp að veggnum. Georg sagði: „Jæja, ég ætla að skreppa fram og gá, hvort sýður á katlinum." Agnes saup hveljur, en hún sagði ekki neitt. Það var Elísa, sem rauf þögnina. Þegar hún var setzt aftur, sagði hún: „Agnes, ég er steinhissa á þér. Þú veizt eins vel og ég, að það var aldrei maður í honum." Systir hennar var skjálfrödduð, þegar hún svaraði. Hana langaði til að segja, að sér hefði þótt vænst um Enok af bræðrum sínum, eina leik- bróðurinn á unaðsárunum bernskunn- ar. En hún sagði: „Að visu, Elísa, en tíminn ætti að græða allt og fyrir- gefa.“ Augu gestsins urðu harðneskjuleg. „Enginn tími getur nokkru sinni grætt né fyrirgefið það, sem hann gerði móður okkar." Síðla dags gróf Georg upp blóm- laukana og bjó um þá, því að frost var i vændum. Elísa sat fyrir fram- an eldinn og blundaði. Svipurinn var nálega hinn sami, hvort sem hún vakti eða svaf. Agnes fór upp í her- bergið sitt, settist á rúmið sitt og grét í hljóði. Þegar þau sátu að tedrykkju, sagði Elísa: „Hvar er silfurkerið, og hvers vegna höfum við ekki bezta borðbúnaðinn hennar móður okkar? Þú fékkst þetta vegna þess eins, að þú varst gift. Ef mamma væri hérna, myndi hún verða fyrst til að viðurkenna, að ég ætti líka tilkall til að nota það." Agnesi var svo mikið niðri fyrir, að henni var varnað máls. Hún flýtti sér að skápnum og tók út kerið. Það var spegilgljáandi, eins og fyrr- um, en þar sem einu sinni hafði verið stútur var nú gat, skörðótt þar sem kveikingin hafði brotnað. Georg tók til orða yfir tebollan- um. „Ég skal segja þér, Elísa, það skemmdist dálitið daginn sem Agnes fékk snertinn af slagi.‘“ „Nú?“ sagði Elísa; hún hafði ekki frétt neitt um slagið. Georg leit til konu sinnar til stuðn- ings, en hún var setzt og var að smyrja brauðsneið. Hann varð að halda áfram. „Nú, það bar þannig til: Agnes stóð þarna sem þú situr og hélt á bollanum mínum í hend- inni. Hún ætlaði að fara að hella í seinna bollann, — ég fæ alltaf tvisv- ar í bollann, eins og þú veizt, —- þegar þetta kom yfir hana. Hún varð 16 HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.