Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 8

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 8
„Jæja“, sagði Guð og horfði niður á hann. Okkur var veitt að heyra svarið, og satt að segja var dá- samlega hljóðbært á þessum stað. „Ég játa sekt mína,“ sagði litli maðurinn. „Segðu þeim, hvað þú hefur gert ,“ sagði Drottinn Guð. „Ég var konungur,“ sagði litli maðurinn, „mikill konungur, og ég var lostagjarn og dramb- samur og grimmur. Ég háði styrjaldir, ég eyddi lönd, ég reisti hallir, og steinlímið var mannsblóð. Heyrðu, ó, Guð, vitnin gegn mér, er hrópa á hefnd. Hundruð og þúsundir votta.“ Hann bandaði hendinni til okkar. „Og það sem verra var. Ég tók spámann, einn af spámönnum þínum —“ „Einn af spámönnum mín- um,“ sagði Drottinn Guð. „Og af því að hann vildi ekki lúta mér, kvaldi ég hann í f jóra daga og f jórar nætur, og að lokum dó hann. Ég gerði meira, ó, Guð, ég guðlastaði. Ég rændi þig vegsemd þinni —“ „Rændir mig vegsemd minni,“ sagði Drottinn Guð. „Ég lét tilbiðja sjálfan mig í stað þín. Það var ekkert illræði, að ég fremdi það ekki, ekkert grimmdarverk, að ég flekkaði ekki sál mína á því. Og að lok- um slóst þú mig, ú, Guð.“ Guð lyfti brúnum lítið eitt. „Og ég var felldur í orustu. Og því stend ég fyrir augliti þínu, hef unnið til neðsta helvít- is þíns. Fyrir almætti þitt dirf- ist ég ekki að fara með neinar lygar, dirfist ekki að biðja mér vægðar, en segi sannleikann um vonzkuverk mín í viðurvist alls mannkyns." Hann þagnaði. Ég sá glöggt andlit hans, mér virtist það fölt og ógurlegt og drembilegt og einkennilega fyrirmannlegt. Mér varð hugsað til Satans í Para- dísarmissi Miltons. „Flest af þessu er frá ein- steinungnum,“ sagði engillinn með bókina og hafði fingur á blaðinu. „Einmitt það,“ sagði harð- stjórinn, og vottaði fyrir undr- un í röddinni. Þá laut Guð snögglega áfram og tók þennan mann í hönd sér og lyfti honum upp á lófanum eins og til þess að sjá hann bet- ur. Hann var ekki nema lítið, dökkleitt strik á miðjum lófa Guðs. „GerQi hann þetta allt?“ spurði Drottinn Guð. Engillinn flatti út bók sína með hendinni. „Með nokkrum hætti,“ sagði engillinn tómlátlega. En þegar ég leit nú aftur á litla manninn, hafði andlitssvip- urinn breytzt með furðulegum hætti. Hann, horfði á engilinn með bókina með undarlegum geig í augunum, og hann bar aðra höndina upp að munnin- um. Einn vöðvakippur eða svo, og horfinn var allur virðuleiki hans og þótti. „Lestu ,“ sagði Drottinn Guð. Og engillinn las og skýrði mjög vandlega og nákvæmlega frá illsku vonda mannsins. Það var unun á að hlýða. Telft á tæpt vað á köflum, að mér þótti, en himneskar verur geta vitaskuld leyft sér-------- 6 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.