Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 15

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 15
Islendingar í Grænlandsleiðangri. Kvikmyndin um síðustu Grærilands- för Alfreds Wegeners var sýnd fyrir skömmu í Tjarnarbíó. Myndin rifjaði upp hinn örlagaríka leiðangur árið 1930 til 1931, en i leið- angrinum tóku þátt Þjóðverjar,, Islend- ingar og Grænlendingar. Myndin sýndi á áhrifamikinn hátt hina hörðu og misk- unnarlausu baráttu sem leiðangursmenn áttu í við harðlynd og óvægin náttúru- öfl, en foringi leiðangursins, Alfred We- gener, varð úti á Grænlandsjökli. Hér sjáið þið tvo leiðangursmenn, þá Jón heitinn frá Laug og Guðmund Gísla- son lækni með Brún, einn hinna íslenzku hesta. Auk þessara Islendinga tók Vig- fús Sigurðsson Grænlandsfari einnig þátt í leiðangrinum. lýtur," segir hann „En samt efumst við ekki um raunveruleika þess. Við getum aðeins komið fram með þá tilgátu, að undirvitund drengsins hafi verið þess megnuð að orka á efnis- lega hluti úr fjarlægð." Félagið hefur haft fregnir af reim- leikum víðsvegar um landið og hyggst rannsaka þá. Ýlfur og ægi- leg vein kvað heyrast úr hlöðu einni nálægt Baltimore. Sagt er, að grá- klæddur draugur gangi ljósum logum í Salem. 1 borginni Sterling í Massachus- setts hefur sézt höfuðlaus aftur- ganga, sem menn telja að sé svipur manns, er hvarf á ferðalagi þar um slóðir. Og síðast en ekki sxzt er það draugurinn í Vallejo í Kaliforníu. Samkvæmt frásögn íbúa hússins, þar sem þessi draugur hefur aðset- ur, eru það engir smámunir, sem á ganga. Draugurinn „ýlfrar, brýtur múrhúðína af veggjunumi, slekkur á lampanum, étur eins og hestur, gengur eins og manneskja, fer gegn- um lokaðar dyr, skríður undir rúmið mitt, lemur á vegginn, rífur ábreið- urnar ofan af rúminu og hrekur mig fram úr.“ í>að getur verið gaman að fara á draugaveiðar, en til þess að veiði- förin heppnist, er nauðsynlegt að hafa meðferðis nokkur tæki. Þau eru: kalkmoli, svo að hægt sé að dreifa kalki á gólfið og uppgötva spor; skál með kvikasilfri, til þess að geta greint titring í herberginu; hlustun- ai’pípa; ljósmyndavél með blossljósi, til þess að unnt sé að taka myndir af vofum í myrkri, og loks mjúkar skóhlífar, svo að hægt sé að læðast að draugunum. „Starfsbræður minir í Washington skopast oft að mér fyrir það, að ég er að kynna mér dulræn fyrirbrigði," segir Darnell. „En þegar þeir hafa hlustað á frásagnir minar af ýmsum reimleikum, fara þeir að fá áhuga á málinu, og endirinn verður sá, að þeir borga mér 6 dollara inntöku- gjaldið í félag mitt.“ /\ HEIMILISPÓSTURINN 13

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.