Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 10
hafði gert, til þess að hann mætti öðlast vist í Paradís. Og sjá, í þessari bók var skýrslan um dýrlinginn einnig opinberun, furða. Það virtist sem ekki væru liðnar tíu sekúndur, þegar dýr- lingurinn var líka farinn að æða fram og aftur um hinn mikla lófa Guðs. Ekki tíu sekúndur! Og að lokum æpti hann líka und- an þessari vægðarlausu og háðs- legu útlistun og flýði, alveg eins og vondi maðurinn, í skuggann uppi í erminni. Og okkur veittist að líta inn í skuggann uppi í erminni. Og þar sátu þeir báðir, afklæddir öllum blekkingum, í skugganum af klæðafaldi misk- unnar Guðs, eins og bræður. Og þangað flýði ég einnig, þegar að mér kom. 9. „Og núna,“ sagði Guð, um leið og hann hristi okkur fram úr ermi sinni ofan á jarðstjörn- una, sem hann hafði fengið okk- ur til vistar, jarðstjörnuna, sem hringsnýst í kring um Síríus, — „núna, þegar þið skiljið mig og hvert annað dálítið betur, skul- uð þið reyna aftur.“ Og hann og höfuðenglar hans sneru sér við og voru þegar horfnir. Hásætið var horfið. Á alla vegu í kring um mig var fagurt land, fegurra en nokkurt annað land, sem ég hafði áður litið, — vítt, harð- neskjulegt og dásamlegt. Og allt umhverfis mig voru sálir mann- anna, vitkaðar og í nýjum, hreinum líkömum. Claire Trevor. SKRÝTLUR. Maður stóð upp fyrir konu í stræt- isvagni og bau3 henni sæti sitt. Það leið yfir hana. Þegar hún kom til sjálfrar sin, þakkaði hún honum fyrir. Þá leið yfir hann. * Jón var oft seinheppinn. Hann var í veizlu hjá kunningjum sínum. Hjón- in voru jafngömul, en frúin vildi ekki viðurkenna það. „Maðurinn minn er fertugur," sagði hún. ,,Ég veit, að þið trúið því ekki, en það er nákvæmlega tíu ára ald- ursmunur á okkur.“ „Ómögulegt,“ sagði Jón og ætlaði að skjaila frúna. „Þér eruð alveg eins unglegar og hann.“ * „Þér munu5 oft hafa komizt í hann krappan," sagði farþeginn, „á 40 ára sjómannsferli." „Ekki er orð á þvi gerandi. Eg var ekkert að rápa í land, eins og hinir strákarnir, — hélt mér alltaf við skipið." 8 HEIMILISPOSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.