Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 28
einum þjónanna tókst að koma í veg
fyrir það. Niðri i litla klefanum sín-
um sat skipsjómfrúin, ungfrú Willis,
og hressti sig á tebolla. Hún hafði
mikið að gera, því að aldrei höfðu
kvenfarþegarnir og börnin þurft
meira á hjálp hennar að halda en nú.
Skipstjórinn stóð á stjómpalli í
hellirigningu og bað: „Eftir þrjá daga
verðum við komnir í höfn — guð,
láttu ekkert koma fyrir þessa þrjá
daga!“ Loftskeyti hafði verið sent
til útgerðarfélagsins, og nú hafði svar-
skeyti borizt. Skipstjórinn var hvatt-
ur til að taka öllu með ró og halda
áfram ferðinni. Þeir gerðu sér auð-
sýnilega ekki grein fyrir því í landi,
hve ástandið var ógnþrungið um borð
í skipinu. Og það þýddi ekki heldur
að biðja önnur skip um aðstoð. Þau
gætu að vísu tekið farþegana, en þá
myndi áhöfnin líka fara af skipinu.
Hann reyndi að telja sér trú um, að
slangan hefði farið í sjóinn. Og það
sama sagði skipsjómfrúin við kven-
fólkið, sem þorði ekki að sofa í klef-
um sínum.
„Það veit enginn!“ var svar frú
Crane við hughreystigarorðum henn-
ar. „Og fari maður að sofa, getur
hún skriðið gegnum loftræstingarop-
ið. Hún getur dottið niður úr loft-
inu. Hún getur verið i baðherberginu.
Og hún getur verið á bak við mann
— maður verður sífellt að vera að
hringsn,úast!“
Sólarhringurinn skiptist ekki leng-
ur í daga og nætur. Ljósið varð að-
eins að óbærilegu myrkri. Allir þótt-
ust hafa séð glitta í augu slöngunn-
ar eða heyrt hana mjakast yfir gólf-
ið. Fullharðnaðir sjómenn voru að
missa kjarkinn gagnvart hinum ó-
sýnilega ógnvaldi, og yfirmenn skips-
ins, sem sjálfir voru gripnir sama
óttanum, áttu fullt í fangi með að
halda uppi aga.
Klukkan sjö um kvöldið leit bryt-
inn inn i eldhúsið til þess að aðgæta,
hvort allt væri þar í röð og reglu
undir nóttina. Þegar hann hafði lok-
ið athugun sinni og ætlaði að fara
út aftur, sá hann glampa á tvö köld,
starandi augu inni í skápnum, sem
var meðfram veggnum á vinstri
hönd. Það var slangan, og þegar
Bowman hikaði andartak, fór hún að
skríða út úr skápnum, milli hans og
dyranna. Hann heyrði skrjáfið í
hreistrinu, þegar hún mjakaðist yfir
gólfið. Hann gat ekki náð í neinn
hlut, pem hægt væri að hafa að
vopni. Hann var aðeins með vasa-
ljósið í hendinni. Bjölluhnappurinn
var hjá dyrunum. Hann þorði ekki
að hrópa á hjálp, því að hann hélt,
að slangan myndi þá ráðast stráx
á hann.
Þegar slangan var komin út úr
skápnum, hringaði hún sig á gólfinu
fyrir framan eldavélina. Fljótt á lit-
ið var hún eins og kringlótt eld-
húsmotta. Sér til undrunar sá Bow-
man, að hún starði ekki á hann, held-
ur fram hjá honum. Hann heyrði eitt-
hvert þrusk undir vaskinum. Hann
gat ekki á sér setið að 'líta við.
Undan vaskinum kom gamall og
skinhoraður köttur og læddist hægt
i áttina til slöngunnar. Síðan nam
hann staðar og starði í augun á
hinum hringaða óvini sínum.
Allt í einu skaut slangan hausn-
um eldsnöggt fram, en kötturinn brá
sér fimlega undan. Hvað eftir annað
reyndi slangan að höggva tönnunum
í köttinn, en tókst það ekki, og þegar
hún tók að þreytast, fór kötturinn
að beita klónum. I hvert skipti sem
slangan skaut hausnum fram, sló
kötturinn loppunni framan í hana,
og áður en Bowman hafði gert sér
ijóst, hvað fyrir kisu vakti, hafði
hún blindað slönguna á báðum aug-
um með klónum.
Nú hófst ægilegur bardagi milli
26
HEIMILISPÖSTURINN