Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 34

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 34
HEiMILIS PósTliRINN Kvikniyndaopnan STJÖRNUBÍÓ : Það hlaut að verða þ ú (Xt had to be you) (Sjá mynd á bls. 31 hér á eftir). Aðalhlutverk leika: Ginger Rogers og Cornel Wilde. — Leikstjóri: Don Hartman. — Myndin er gerð af Columbia Pictures. Viktoría Stafford er af vellauðugu fólki komin og á í vændum að erfa mikinn auð. En ekki er öll lífshamingja fengin með fénu, Viktoría á í töluverðu basli með að velja sér maka. Hún hefur sem sé gengið upp að altarinu til heilagrar vígslu með þrem mönnum, en alltaf gefizt upp á að halda lengra, svo að aldrei hefur neitt orðið úr hjónavigslunni, og hin fyrr- verandi mannsefni hafa orðið að láta sér þetta lynda. _ Sem sténdur er hún hðlBUffairr Oliver Harrington, en er annars búin að fá nóg af þessu hverflyndi sinu sjálf og vill finna sér eitthvert ráð til að geta tekið örugga og óhagganlega ákvörðun fyrirfram í þetta sinn. Hún heldur því til Maine- fylkis og ætlar að dveljast þar um mán- aðartíma til að hugsa sig um og átta sig betur. Eftir þennan reynslutíma er hún sann- færð um, að hún elski Oliver, og heldur því af stað aftur heim til New York, þar sem brúðkaup þeirra á fram að fara. Á leiðinni sefur hún í svefnvagni, en hana dreymir illa. Henni þykir hún vera að giftast Oliver, en þá kemur myndarlegur Indíáni og truflar athöfnina. Við þetta vaknar hún öll í einu svitabaði. Henni verður þá heldur en ekki bilt við, því í rekkjunni fyrir ofan hana í svefnvagninum sér hún mokkasinur (Ind- íánaskó). Indíáninn segir henni, að hann hafi stokkið lifandi út úr draumi hennar eins og Pallas Aþena alvopnuð forðum úr úr höfði Seifs. Þeirn lendir þarna saman nokkuð harkalega, og þvi lyktar með þvi, að Viktoría flýr af hólmi og heidur heim. Indíáninn er þó ekki af baki dottinn, held- ur klæðist venjulegum borgarabúningi og telst vera verzlunarmaður. Hann kemur heim til Viktoríu, en hún vísar honum inn til foreldra sinna og kynnir hann sem George McCassin. Segist hún hafa kynnzt honum í Maine og vinni hann við að vera fyrirmynd fyrir myndhöggvara. Þrátt fyrir ágengni Indíánans heldur Viktoría fast við þá ákvörðun sína að gift- ast Oliver Harrington. Sama kvöld er samkvæmi heima hjá henni, og eru þar m. a. sýndar myndir frá æsku hennar. Á einni þeirra sést hún kyssa dreng í Indiánabúningi. George kemur þá með skýringu á þessu draumarugli hennar um Indíána. Auðvitað er það sprottið af þessum atburði úr æsku hennar, segir hann. Hann hefur festst í undirvitund hennar og kemur nú fram í draumum. Hún kemst að því að George heitir i raun og veru Johnny Blaine og er slökkviliðsmaður að atvinnu. Hún fellir ástarhug til hans, en hann neitar að kvæn- ast stúlku með fortíð hennar. Þar með sýnist úti um þann drauminn. Hún á ekki annars úrkosta en giftast unnusta sinum, og hún er tilbúin til að segja „já“-ið i þetta sinn, þegar McCassin tilkynnir að eldur sé laus. Johnny er meðal þeirra slökkviliðs- manna, sem svara kallinu og koma. Hann kemur þjótandi inn, þrífur brúðina til að bjarga henni úr „eldinum" og heldur með hana, alls hugar feginn, burt frá Oliver. Það þarf ekki að taka það fram, hvað síðan gerðist hjá þeim Viktoriu og Johnny . . . GAMLA BÍÓ : Mærin fá Qrleans (Joan of Arc) Amerísk stórmynd í eðlilegum litum frá RKO Radio Pictures, gerð undir stjórn Victor Flemings. — Aðalhlut- verkin leika: Ingrid Bergman, Jose Ferrer, Francis L. Sullivan, J. Carol Naish og Ward Bond. Það má hiklaust telja það einn merk- asta kvikmyndaviðburð vetrarins, þegar Gamla Bíó byrjar sýningar á kvikmynd þessari. Því „Mærin frá Orleans" er tal- in marka tímamót í þróunarsögu kvik- myndalistarinnar, og er aðeins hægt að jafna henni við myndina „Á hverfanda hveli“ hvað mikilfengleik og vandaða gerð snertir. Söguna um frönsku bóndadóttur- ina, sem varð frægasta kvenhetja ver- aldarsögunnar, þekkir hvert mannsbarn. Kvikmyndin er byggð á leikritinu „Joan of Lorraine" eftir Maxwell Anderson, hinn þekkta bandaríska rithöfund. Kvik- myndin er gerð af kvikmyndaframleið- andanum Walter Wanger, og undir stjórn Victor Flemings, en hann sá einnig uin töku myndarinnar „Á hverfanda hveli“ á sinum tíma. Hin ókrýnda drottning kvikmyndanna, Ingrid Bergman, leikur aðalhlutverkið, en áður hafði hún leikið það á Broadway leikhúsi við mikla hrifningu. Þegar hún hafði lokið leik sínum í myndinni, fór hún í hina örlagaríku Italíuferð sína, sem alkunn varð. Margir kunnir ágætisleikar- ar leika með henni í myndinni, og enn- fremur nýr leikari, Jose Ferrer, sem mik- ið orð fer af. TJARNARBlÓ: KDN-TIKI (Sjá og bls. 25—28 hér að framan). Kvikmyndin Kon-Tiki fjallar um eitt einstæðasta ferðalag, sem nokkurntíma hefur verið farið. Norðmaðurinn Thor Heyerdahl siglir, ásamt félögum sínum, yfir Kyrrahafið á fleka útbúnum úr balsatrjám, 8000 sjó- mílna leið. — Þeir félagar lögðu af stað frá Perú og tóku land á Pólynesku eyj- unum eftir 101 dags siglingu, eða nánar tiltekið frá 28. april 1947 til 7. ágúst s. á. För þessi var farin til þess að færa sönnur á, að slikar siglingar sem þessar hefðu átt sér stað fyrrum, á milli megin- lands Ameríku og eyjanna i Kyrrahafi. — Leiðangurinn var skýrður Kon-Tiki eftir sólguði Perúmanna. Þeir félagar gáfu út bók um ferð sína og hefur hún komið út á 19 tungumálum og allsstaðar orðið metsölubók. Hér á landi kom hún út s.l. haust og seldist upp á einni vik.u. Mikill vísindalegur árangur náðist með þessari för, en þar að auki var ferðalag- ið ákaflega spennandi, frá upphafi til enda. -— Lýsir kvikmyndin því ákaflega vel og hefur hún notið mikilla vinsælda allsstaðar, þar sem hún hefur verið sýnd. — Þeir félagar þurftu að yfirstíga erfið- leika, barátta þeirra við storma og sjóa, dýr hafsins, fellibylji og kóralrif, er ævin- týri líkust, en þeir gengu um síðir með sigur af hólmi — og urðu heimsfrægir menn. Tjarnarbíó mun sýna myndina á pásk- unum, og er ekki að efa, að hún muni verða vel sótt.

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.