Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 29

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 29
Fiskæta-sálmur eftir Hallgrím Pétursson. Afbragðs matur er ísan feit, ef hún er bæði fersk og heit eoðin í sjávar blandi; líka prísa. eg lúðu raf, lax og silungur ber þó af hverskyns fisk hér á landi; langan svangan maga seður, soltna gleður, satt ég greini, en úldin skatan er iðra reynir. Morkinn hákarl, sem matar kníf, margra gerir að krenkja líf, ríkismenn oft það reyna; um háfinn hugsa húskar meir, hann í eldinum steikja þeir, brjósk er í staðinn beina; hlýrinn rýrinn, halda menn af honum renni hræðileg feiti; rauðmaginn bezti rétturinn heiti. Karfinn feitur ber fínan smekk, fáum er spáný keilan þekk, ufsinn er alls á milli; þyrsklingur sá er í þaranum snýst þrefaldur út úr roðinu brýzt, frá ég hann margan fylli; þorskinn roskinn, rýran, magran, rétt ófagran ráð er bezta: að bleyta í sýru á borð fyrir presta. kattarins og hinnar blindu slöngu. Þegar Bowman sá sér færi, stökk hann upp á vaskinn og horfði þaðan á aðfarirnar. Átökin voru löng og hörð, en þeim lauk svo, að slangan lá dauð á gólf- inu og kötturinn kraminn til bana í hringuðum búk hennar. Klara var dauð. En nú skildi Bow- man, hversvegna hún hafði lagt til atlögu við slíkan óvin og hversvegna hún gat ekki orðið undir í átökun- um — undir vaskinum kúrðu þrir litlir kettlingar. Hann tók þá upp og hraðaði sér með þá til skips- jómfrúarinnar. A Belkningsdæiuið á bls. 19. D=7, það er gefið. 7 margfaldað með Ö er tala, sem endar á Ö (5. lína). Það er fljótséð, að Ö hlýtur að vera 5 (5x7=35). F er minna en Ö (sbr. 5. og 6. 1.), annanðhvort 3 eða 4, eftir því hvort 1 eða 2 hafa verið geymdir frá dálkinum á undan. R er lægri tala en F (en þó hvorki 0 né 1), þar sem 6 tölustafir eru í 3. 1., en ekki nema 5 í 4. 1., þar sem marg- faldað er með R. 4. lína sýnir, að R sinnum 7 endar á F, en bæði R og F eru lægri en 5, og R lægra en F, eins og fyrr segir. Ef þær tölur, sem koma til greina, eru prófaðar og margfaldaðar með 7, er fljótséð, að R er=2, F=4, aðrar tölur eiga ekki við. Margfaldarinn Ö R F er því =524 Við byrjum þá að margfalda. 4x7=28. U er því = 8 (3. 1.). Tveir síðustu tölustafirnir í 3. 1. eru R U = 28, og það getur ekki komið út, nema M sé = 0. Þá eru sex tölur fengnar. Skal þetta ekki rakið leng- ur, en með dálítilli umhugsun er auð- velt að finna hinar tölurnar. En ef einhver skyldi gefast upp, er ráðlegt að skrifa ,,lykilinn“ upp, það sem kunnugt er orðið af honum: 0123456789 M - R - F Ö - D U - Þarf þá litla getspeki að spá í eyð- urnar og prófa, hvort rétt er. Lausn á tölugátum á bls. 19. 2.985.984. Káðningar á gátum á bls. 19. 1. Tog. Heimska dýrið er sauðkind- in. Kónga boðin eru lög. Sbr. málsháttinn: Svo er lög sem hafa tog. Gátan er eftir Sveinbjörn Egilsson. 2. Dagurinn í dag. 3. Stjarna. Þessar tvær gátur eru eftir Jón sýslumann Espólin. 4. Uxarnir hétu Skuggi og Litur. HEIMILISPÓSTURINN 27

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.