Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 14

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 14
svo að ég geti athugað þessa vit- leysu,“ sagði hann. Um nóttina lét prestur konu sína sofa í öðru herbergi, en háttaði sjálf- ur ásamt drengnum í hjónaherberg- inu. Hann lét loga Ijós og hafði ekki augun af drengnum. Drengurinn las bænir sínar og var brátt fallinn í fasta svefn. Nokkrum mínútum seinna fór rúmið að rugga ákaft. Presturinn rak hann fram úr rúm- inu og fór að hrista drenginn. „John,“ kallaði hann. „Hættu þessum ólát- um!“ Rúmið ruggaði eins og skip í ósjó nokkra stund, en síðan varð allt kyrrt aftur. Presturinn varð forviða. „Heyrðu John,“ sagði hann, „seztu þarna í stólinn, á meðan ég athuga þetta.“ Ekki var John fyrr seztur í hinn þunga hægindastól en stóllinn rann af stað og skall með þungum dynk á vegginn. „Lyftu upp stólnum, John,“ sagði presturinn reiður. „Leggðu hendurnar á hnén, svo að ég geti séð þær. Ég ætla ekki að láta leika á mig oftar!“ I sama bili sá presturinn stólinn lyftast hægt upp og hallast á aðra hliðina, unz hann hvolfdist á gólfið með drenginn. Drengurinn meiddist illa á bakinu, og presturinn fór að nudda hann með vínanda. Síðan settist hann sjálfur í stólinn og reyndi að fella hann um koll, en það tókst ekki. Presturinn drakk mjólkurglas til þess að róa taugarnar. Hann skipaði drengnum að fara aftur upp í rúmið. En jafn- skjótt og drengurinn var sofnaður, hófst ruggið á ný. Loks var klerki nóg boðið. Hann lét ábreiðu og kodda á gólfið og sagði drengnum að leggj- ast þar fyrir. Síðan breiddi hann aðra ábreiðu ofan á hann. Það sem nú gerðist, var svo furðu- legt, að presturinn ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Ábreiðan með drengnum brunaði þvert yfir gólfið — og hvarf undir hitt rúm- ið, sem var í herberginu. John vakn- aði við það, að höfuð hans skall harkalega í einn rúmstólpann. Presturinn var nú orðinn bálreið- ur. Hann dró drenginn undan rúm- inu og leitaði á honum. Hann bjó aftur um fletið frammi við dyrnar og gekk úr skugga um, að engar taugar væru festar við það. Síðan skipaði hann drengnum enn að fara að sofa. En ekki tók þá betra við. Fletið með drengnum brunaði nú í hálf- hring yfir gólfið — og hvarf aftur undir rúmið! Presturinn gafst upp. Hann hringdi til hr. G. og sagði honum að sækia son sinn. Klukkan fjögur um morg- uninn gat fólk loks fengið svefn- frið. Þegar hér var komið, leitaði prest- urinn ráða hjá þeim Dr. Rhine og Darnell. Félaginu þótti málið svo merkilegt, að það leyfði, að skýrt yrði frá því í blöðunum. Brátt barst fjöldi ráðlegginga frá fóllji, sem kvaðst geta bundið endi á ófögnuð- inn, en þessi ráð reyndust gagnslaus. Um þetta leyti fóru að koma ein- kennilegir blettir á líkama drengs- ins. Blettirnir virtust mynda orð, sem menn skildu á þann veg, að John ætti að fara til St. Louis. Foreldr- arnir hlýddu þessu og komu drengn- um fyrir i Jesúítaklaustri einu þar i borg. Reimleikarnir héldu áfram, og eitt sinn varð drengurinn svo hrædd- ur, að hann fékk krampa. Að lokum, eftir þrjár vikur, hætti ófögnuður- inn. Drengurinn er nú aftur kominn til foreldra sinna í Washington, og þau eru vongóð um, að draugurinn láti ekki framar á sér bæra. Darnell getur ekki gefið neina full- nægjandi skýringu á fyrirbrigðinu. „Við skiljum ekki lögmálið, sem það 12 HEIMILISPÓSTURINK

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.