Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 17

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 17
hvaða erindi hún á um þetta leyti árs, einkanlega þar sem hún hefur ekki heimsótt okkur né skrifað í fimm ár,“ sagði Agnes, um leið og hún tók upp símatólið, „Skil það ekki,“ svaraði Wilkes og var setztur í stólinn sinn. „Ekki er ég fyrr laus við gigtina í mjöðminni en eitthvað annað vill mér til. Því á ekki úr að aka.“ Varla hafði Agnes lokið við að leggja lök á gamla gestarúmið, þeg- ar bíllinn var kominn frá stöðinni. Hann staðnæmdist fyrir framan hús- ið. Enginn steig út. Agnes og Georg horfðu út um stofugluggann. „Hún kemur ekki út fyrr en þú opnar fyr- ir henni dymar, og Sveinn hreyfir sig ekki fyrr en ég hef lítillækkað mig með því að fara út og vinna skylduverk hans,“ sagði Georg. Agnes leit hvasst á hann. Augu þeirra mættust, og hann leit hægt undan. „Jæja,“ sagði hún, „það má vel vera, að það sé systir min, sem komin er, en það er skylda þín að fara út og bjóða henni inn.“ Maðurinn tautaði eitthvað og tók upp blaðið sitt á ný. Hann lét sem hann læsi forystugreinina í nálega hálfa mínútu, fleygði blaðinu á hrosshársbekkinn og fór út að bíln- um. Agnes snurfusaði sig fyrir framan spegilinn, strauk silkikjólinn og gekk settlega til forstofudyra. Og hvað sá hún? Svein bílstjóra, hallandi sér til hálfs út úr bílnum með hæðnisglotti og hafði enga til- burði til þess að koma vélinni af stað og fara leiðar sinnar; þvi næst Georg, vandræðalegan og kafrjóðan, kikna undir tveim stórum leðurtösk-- um og fuglabúri, sem grænt klæði var breitt yfir; og loks, beint fram- undan, Elísu, systur sína, er gekk á móti henni eins og óumflýjanleg ör- lög, og vottaði ekki fyrir því í ijós- bláum augunum, að hún kannaðist við hana, há, gráhærð, svartklædd, með nisti á hálsi, hatt með svartri fjöður og sjal á beinaberum herðun- um. Systurnar mættust í gættinni, hikuðu, herptu varirnar og kysstu hvor aðra á kinnina í mesta flýti. 1 sömu svifum var Georg kominn inn í forstofuna; hann lagði byrði sina af sér við dymar og leit upp með mesta flírusvip: „Jæja, Elísa,“ sagði hann og stóð á öndinni, „það er gaman að sjá þig aftur, svo sann- arlega. Við skulum koma inn i borð- stofu og fá okkur te í snatri." Agnes sneri sér við og horfði fast á bónda sinn. Röddin var róleg og ákveðin. „Georg,“ sagði hún, „viltu ekki fara með töskurnar hennar Elísu upp í herbergið hennar og láta páfa- gaukinn í vermiskálann." Georg var kominn hálfa leið inn göngin með byrði sina, þegar Elísa tók til máls. Röddin var skræk og þurrleg. „Þakka þér fyrir, Wilkes,“ sagði hún. „Eg vil heldur hafa búrið hjá töskunum. Allt í svefnherbergið." Georg breytti stefnu í annað sinn, en systumar gengu inn i dagstofuna. Þegar hann kom aftur til þeirra, sátu þær hvor andspænis annarri við arininn og þögðu. Þær biðu þess hvor um sig, að hin bryti odd af oflæti sínu og yrði fyrri til máls. Georg beygði sig og hagræddi tígrisdýrsfeldinum. Þögnin vakti hon- um geig, og hann sagði: „Jæja, Elísa, mér þykir fyrir því, að við urðum að senda bíl eftir þér. Margt er öðruvísi en áður var, eins og þú skilur." Mágkona hans einblíndi á hann, stærilát, en forvitin; varirnar vom eins og mjótt strik, en spurning í augabrúnunum. Georg hélt áfram: „Ég skal segja þér; Skjóna drapst í fyrra, og eins HEIMILISPÖSTURINN 15

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.