Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 25

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 25
skipstjórans, skygndist hann jafnan niður í kistuna. Slangan var alltaf samanhnipruð i kassanum. Hún var nærri ellefu fet á lengd — rauðbrún á litinn og svartflekkótt á bakinu. Hreistrið á kviðnum gljáði eins og postulín. Þessi sendiboði dauðans var svo sem ekki búin neinum tötrum. En frammjór hausinn var blátt áfram djöfullegur á að líta. „Þú ert náfölur, Warner. Hvað gengur að þér?“ spurði skip- stjórinn, þegar hann mætti honum á þilfarinu. ,Ég er ekki búinn að ná mér eftir flakkið um frumskóginn. Og auk þess líður manni ekki vel í svona veðri.“ Hann fór inn í borðsalinn og gaf sig á tal við Roseame Crane, sem var sessunautur hans við matborðið. „Það er eitthvað einkennilegt við þetta skip!“ sagði hún. „Ég veit ekki, hvað það er, en það er einhver alvara yfir öllu — jafnvel reykinga- salnum. Það var svo mikill gleðskap- ur á suðurleiðinni. Það hlýtur að vera nýju farþegunum að kenna.“ „Þetta lagast, þegar við komum* norður,“ sagði hann. „Þeir bjuggust við stormi í gær- kveldi af því að loftvogin féll, en hann hefur sennilega farið fram hjá okkur.“ Veðrið hélzt jafn gott í nokkra daga, en þá tók að hvessa. Skipið var nú komið út á opið haf og klauf fjallháar öldurnar. Einn daginn kom brotsjór á skip- ið, bakborðsmeginn. Sjórinn flæddi yfir þilfarið og skall á stjórnpallin- um með fimaþunga. Nokkrir háset- ar slösuðust lítilsháttar og þriðji stýrimaður fótbrotnaði, þegar sjór- inn kastaði honum yfir stjórnpallinn. En engan farþega sakaði, því að skipstjórinn hafði skipað þeim að vera undir þiljum. En í næstu andrá hafði skipið hrist af sér sjóinn, og farþegarnir náðui sér brátt eftir hræðsluna. Skipsdrengurinn Chico leit inn í klefa skipstjórans. Þar var allt á tjá og tundri. Rennvot rúmfötin lágu eins og hráviði á gólfinu, stóra kist- an hafði kastazt til, og skápur hafði oltið um koll. „Við verðum í alla nótt að laga þetta, sagði Chico við skipsþjóninn, sem hafði komið honum til aðstoðar. Þeir fóru að bisa við að koma hús- gögnunum á sinn stað. „Hvað skyldi karlinn hafa geymt í þessari kistu? Ef það hafa verið peningar, þá eru þeir komnir í sjó- inn, því að hún er mölbrotin.“ „Nei, sjáðu -—!“ „Hvað?“ „Það skreið eitthvað yfir þrösk- uldinn þarna. Það var líkast bruna- slöngu eða einhverju þessháttar." „Hamingjan góða! En við skulum fara með kisturæksnið út á þilfar og segja karlinum frá þessu." Skömmu seinna kom Wood skip- stjóri inn í klefann. Hann var á- hyg'gTjufullur og þreytulegur á svip- inn. Þegar hann sá verksummerkin, varð hann æfur. „Hvern fjandann hafið þið gert af kistunni, sem var hérna inni?“ æpti hann. Chico sagði sem var, að hún hefði verið mölbrotin og þeir hefðu farið með hana út á þilfarið. Wood rak piltana út og lokaði klefahurðinni. Andartak var sem hann gæti ekki hreyft sig úr stað; hann stóð á miðju klefagólfinu og horfði allt í kringum sig. Hann kveikti öll ljós og tók upp vasaljós- ið sitt, en þó var hann eins og lam- aður af hryllingi. Loks herti hann upp hugann og lýsti undir rúmið. Hann ýtti skáp- hurðinni upp með reglustiku og hélt sér í hæfilegri fjarlægð, en hvergi glampaði á augnalokslausar, starandi HEIMILISPÖSTURINN 23

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.