Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 24

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 24
En ég skil þetta ekki. Þú fluttir jagúar í síðustu ferð.“ Skipstjóranum varð litið til bryggj- unnar, þar sem hinn hræðilegi far- þegi beið í litlum kassa með smá- opum, sem vírnet var neglt yfir. „Það, sem er í þessum kassa, er versti flutningur, sem hægt er að hugsa sér — og þú villt, að ég taki hann um borð í skip, sem flytur kvenfólk. Mér er ómögulegt að verða við þeirri bón þinni. Það getur allt- af komið eitthvað fyrir— þó að það sé ekki nema einn möguleiki á móti þúsund að svo verði. Þú skilur mig? — Öryggi farþeganna er fyrir öllu.“ „Það má búa tryggilega um hana. Slöngur eru oft fluttar með skipum.“ „Ekki þessi tegund. Ég hef flutt slöngur, en ekki þessar. Hversvegna heldur þú, að þær séu svona sjald- gæfar og eftirsóttar? Af því að eng- inn fæst til að flytja þær norður. Eg er ekki hjátrúarfullur en ég veit hvað mér ber að óttast.“ Warner réð sér varla fyrir reiði, þegar hann fór frá skipstjóranum. Að láta gamlan þverhaus eyðileggja þannig leiðangur heils sumars á síð- ustu stimdu! Hann sendi langt sím- skeyti til New York, og klukkustund fyrir brottfarartíma skipsins gerði- Wood skipstjóri honum boð að finna sig. Útgerðarí'élagið hafði æskt þess, að hann gerði syni Warners útgerð- armanns þennan greiða, „ef mögu- legt væri," en þetta orðalag var i raun og veru skipun. „Þú verður að búa um slönguna í sterkari kassa." „Ég veit, hvað við skulum gera, skipstjóri. Slangan verður auðvitað að fá loft, en ég ætla að setja kass- ann með loftopunum niður í sterka kistu, sem er lokuð með lás. Við get- um opnað kistulokið svo sem þuml- ung öðru hvoru, þvi að slangan kemst hvort sem er ekki úr kassanum." „En kistan verður að vera læst, ef eitthvað er að veðrí. Ég hætti ekki á neitt." „Sjálfsagt." „Og kistan verður að vera í klef- anum;mínum, þar sem ég sef. Ég vil ekki hafa hana í léstinni." Hon- um datt það of seint í hug, að hún hefði sennilega kafnað í lestinni „Gott og vel, skipstjóri, en annars ætlaði ég að hafa hana í klefanum mínum." Kistunni með slöngunni var komið fyrir i klefa skipstjórans og borðdúk- ur breiddur yfir hana. Enginn viS3i neitt, jafnvel ekki Chico, skips- drengurinn, og brátt var skipstjórinn nærri búinn að gleyma hinum hræði- lega klefanaut sínum. En Chris Warner gat ekki gleymt slöngunni. Hann gat ekki að því gert, en honum leið engan veginn vel. A9 vísu reyndi hann að telja sér trú um, að engin hætta væri á ferðum, þvi að slöngur hefðu oft verið fluttar með skipum. jafnvel gleraugnaslöng- ur, sem þó eru taldar hinar hættu- legustu. En því varð ekki neitað, að slangan, sem geymd var í klefa skip- stjórans, var enn viðsjárverðari en þær. Hann minntist þess, þegar hann hafði fyrst komið auga á hana í skóginum. Hún lá eins marglit, hrylli- leg motta á jörðinni og sveiflaði hausnum fram og aftur, reiðubúin að höggva eiturtönnunum í bráð sína. Hún drap oft dýr án þess að éta þau, að því er virtist af einhverri illsku og grimmd. Hún óttaðist ekkert — lagði aldrei á flótta. Indíánarnir töldu hana ægilegasta af öllum slöngum, af þvi að hún lagði jafnvel menn í einelti. Hún bar hið hræðilega nafn sitt með réttu — Lachesis muta. Þegar Wamer kom í heimsókn til 22 HEIMILISPÓSTURINISr

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.