Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 6

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 6
H. G. WELLS : Dómurinn mikli 1. Bru-a-a-a. Ég hlustaði og gat ekki átt- að mig. Va-ra-ra-ra. „Guð komi til,“ sagði ég og var enn hálfsofandi. „Hvaða dé- skotans gauragangur!“ Ra-ra-ra-ra-ra-ra-ra. „Þetta er nóg,“ sagði ég, „til þessa vekja —“ og snarþagnaði. Hvar var ég? Ta-rra-rara — hærra og hærra. „Það er annaðhvort einhver ný uppfining —“ Túra-túra-túra! Ég fékk hellu fyrir eyrun. „Nei,“ sagði ég og brýndi raustina til þess að heyra til sjálfs mín. „Þetta er lúðurinn mikli.“ Túú-rraa. 2. Síðasti tónninn kippti mér upp úr gröfinni eins og kræktri lontu. Ég sá legsteininn minn (lítil- fjörlegur var hann; ég vildi, að ég vissi, hver hefði búið hann til), og gamli álmurinn og út- sýnið til sjávarins hvarf eins og í gufustróki. Og því næst allt umhverfis mig — manngrúi, sem enginn maður fengi tölu á komið, þjóðir, tungur, konungs- ríki, fólk — börn allra alda, á hringsviði, er þandist um allan geim. Og andspænis okkur, í há- sæti, glampandi hvítu skýi, sat Drottinn Guð og allar hersveitir engla hans. Ég kannaðist við Azreal af dökku yfirbragði hans og Míkael af sverði hans, og engillinn mikli, sem hafði þeytt lúðurinn, hafði hann enn á lofti til hálfs. 3. „Rösklegt," sagði litli mað- urinn við hliðina á mér, „mjög rösklegt. Sérðu engilinn með bókina?“ Hann ýmist beygði sig eða teygði álkuna til þess að sjá yfir og undir og á milli sáln- anna, sem þyrptust allt í kring um okkur. „Allir eru hérna,“ sagði hann, „hver og einn. Og nú fáum við að vita —“ „Þarna er Darvín,“ sagði hann og tók snögglega annað tal. „Hann fær fyrir .... Og þarna, sérðu, þessi stóri, þóttalegi mað- ur, sem er að reyna að vekja athygli Drottins Guðs, það er hertoginn. En það er mesti fjöldi, sem maður þekkir ekki. 0, þarna er Priggles, útgef- andinn. Mér hefur oft leikið forvitni á að vita um hagnað útgefenda. Priggles var snjall náungi, — en nú munum við fá að vita, — jafnvel um hann. Ég fæ að heyra það allt. Ég fæ mestan hlutann af skemmt- uninni áður en — Stafurinn minn er S.“ Hann saug upp í sig. „Sögufrægt fólk líka. Skoí Þetta er Hinrik áttundi. Þar 4 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.