Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 11

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 11
FRANK RASKY: • Reimleikar • „Ef þér verðiö var við reimleika, þá látið oss vita. Vér óskum eftir jrásögnum af hverskonar fyrirbær- um, sem ekki verða skýrð með þekkt- um náttúrulögmálum". Þegar fréttastofan Associated Press birti þessa auglýsingu í fjölda amerískra blaða fyrir skömmu, undr- aðist hinn þekkti eðlisfræðingur og draugaveiðimaður Richard C. Darn- ell, undirtektir fólks. Ef trúa má frásögninni, er mikið um draugagang í Ameríku um þess- ar mundir. Sjónarvottar eru reiðu- búnir að sverja, að þeir hafi séð alls- konar vofur og drauga og heyrt þá veina og kveina. Þeir hafa séð eða heyrt vofur opna dyr og þramma upp og niður stiga. Þeir hafa séð haus- lausa drauga klóra á veggi og krota á spjöld og velta stólum og rúmum um koll. Og þeir hafa verið klipn- ir af þvölum draugskrumlum. Þótt mörgum kunni að þykja slík- ar frásagnir harla ótrúlegar, telur Darnell fyrirbrigðin þess verð, að þau séu rannsökuð á vísindalegan hátt. „Fólk, sem heyrir sagt frá dular- fullum fyrirbrigðum, skiptist oftast í tvo hópa,“ segir hann. „Annar hóp- urinn — sem er skipaður ofsatrúar- mönnum og kreddufólki — er of auð- trúa. Hinn hópurinn — flokkur hinna efagjörnu — hæðist að fyrirbrigð- unum og telur þau hégiljur einar og hindurvitni. Ég lít á fyrirbrigðin með hlutlausum augum vísindamannsins, sem er ævinlega reiðubúinn að rann- saka öll sönnunargögn." 1 þessu augnamiði stofnaði Darn- ell fyrir tveim árum félag til rann- sóknar á dulrænum fyrirbrigðum. Að félag þetta er ekki skipað eintómum hjátrúarseggjum má marka af því, að 29% félagsmanna eru doktorar að nafnbót. Enda þótt félagið rannsaki aðal- lega fjarhrif og skyggnigáfu, hefur það líka fengizt allmikið við rann- sóknir á reimleikum eða drauga- gangi. 1 slíkum tilfellum er um að ræða kynleg hljóð eða hávaða, hús- gögn eru færð úr stað og leirtau brotið, og allt gerizt þetta á óskilj- anlegan hátt og án þes að fólk geti gert sér grein fyrir orsökinni. Gott dæmi um þetta er fyrirbrigði, sem frú Sylvia Y., í Logansport í Indianafylki, skýrði frá: „Reimleik- arnir í húsinu minu hafa lýst sér þannig: 1. Fjöðrunum í rúmdýnunni er ýtt upp og niður eins og einhver lægi undir rúminu. 2. Kona í ljósrauðum kjól gekk í gegnum herbergið mitt og hvarf. 3. Kona með fjóra fætur lá við höfðagaflinn á rúminu mínu. 4. Ég sá alklæddan, en höfuðlaus- an mann standa niðri í anddyrinu. Hann gekk tvö skref í áttina til kjallarastigans, en hvarf siðan. Hver er skýring yðar á þessu?“ Ungfrú Rose S. frá Massashusetts skýrði félaginu frá svipuðum fyrir- brigðum. Faðir hennar hafði tekið á leigu gamalt hús fyrir nokkrum ár- »m. Þegar hann sagði einum af kunn- HEIMILISPÓSTURINN 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.