Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 14
Björnsson um hann: „En þrátt fyrir
það að víðfeðmi þeirra vísindalegu
viðfangsefni, sem Hayek hefur fjall-
að um, sé þannig mikið, er það þó
eitt, sem gengur sem rauður þráður
gegnum allt, sem hann hefur ritað,
en það er einstaklingshyggjan, eða
trúin á það, að frjáls ákvörðunar-
réttur einstaklinganna sé grundvall-
arskilyrði fyrir því, að skapa mégi
samfélag hamingjusamra þjóðfélags-
þegna. Heyek er einn helzti hug-
myndafræðingur frjálshyggjunnar á
þessari öld, og hæpið að nokkur beri
þar hærra.“ (Hagmál 17. tbl. bls. 71).
Viðtökur miðstýringaraflanna.
íslenzkir sósíalistar og fulltrúar
miðstýringaraflanna hafa að vonum
tekið á móti bókinni með svipuðu
viðmóti og greinarköflunum úr bók
Hayeks, enda var ekki búizt við
dynjandi fagnaðarlátum úr þeirri átt.
Þannig telur t. d. dr. Ólafur Ragnar
Grímsson prófessor og alþingismað-
ur í viðtali við Vísi, að bókin fjalli
um vandamál, sem verið hafi á dag-
skrá fyrir 30—40 árum og enn frem-
ur sé uppsetningin og samanburður-
inn á andstæðunum rangur.
Með sinni alkunnu hógværð kemst
doktor Ólafur Ragnar sem sagt að
því, að bókin sé ekki einungis tíma-
skekkja, heldur sé hún enn fremur
byggð upp á misskilningi! Doktor
Ólafur Ragnar telur firringuna og
baráttuna við stofnanaveldið (skrif-
ræðið og atvinnustjórnendurna) vera
mál dagsins í dag. Hann telur, að í
baráttunni við stofnanaveldið þurfi
frjálshyggjumenn og sósíalistar að
taka höndum saman og þá komist
þeir að því, að bilið á milli Marx og
Mill sé styttra en margir halda.
Þjóðin hefur nýlega orðið vitni
að slagsmálum Ólafs Ragnars við
stofnanaveldið, þegar hann lagði til,
að starfsemi Eimskips og Flugleiða
yrði þjóðnýtt. Sá sem þessar línur
ritar, hefur hingað til talið meiri
þörf á að draga úr ríkisumsvifum
og miðstýringu en hitt og frábiður
sér þess vegna samstarfið.
Þá finnst Ólafi Ragnari það ósann-
gjarnt, að Ólafur Björnsson skuli
ekki bera saman rit Hayeks og Marx
í stað þess að bera saman annars
vegar kenningar frjálshyggjumanna
og hins vegar þjóðskipulagið í Sovét-
14
ríkjunum, sem sé í raun og veru í
andstöðu við kenningar Marx. Hér
er augljósanlega komið við auman
blett á sósíalistum. Staðreyndin er
nefnilega sú, að í þjóðfélögum, sem
stjórnað er í nafni Marx, er ekki
leyft að ræða um Hayek. En í þjóð-
félögum, sem stjórnað er í anda
Hayeks og frjálshyggjunnar, fara
fram gróskumiklar umræður um
Marx. Fyrir það má Ólafur Ragnar
vera þakklátur. Og fyrir samanburð-
urinn á sæluríki og frjálshyggjunni
má íslenzka þjóðin vera Ólafi Björns-
syni þakklát.
Gildi bókarinnar.
,,Frjálshyggja og alræðishyggja“
er skrifuð á skýrt og auðskilið mál
og er því síður en svo erfið aflestrar.
Bókin á erindi til allra, sem láta sig
verða þjóðmál, en ég vil einkum
nefna tvo hópa í því sambandi. Ann-
ars vegar er bókin framlag til ungs
fólks, einkum skólafólks, sem öðrum
fremur hefur áhuga á meginstofnum
og straumum og hefur ekki enn orð-
ið fyrir þrýstingi þeirra hagsmuna,
sem oft á tíðum móta afstöðu þeirra
eldri í lífsgæðakapphlaupinu. Komm-
únistar og aðrir hópar róttækra
vinstri manna hafa um árabil nánast
einokað pólitískar „bókmenntir“
fyrir yngra fólkið. Bók Ólafs Björns-
sonar er kærkomið mótvægi í þeim
efnum.
Hins vegar á bókin erindi til allra
starfandi manna í Sjálfstæðisflokkn-
um, eina frjálshyggju- og einstakl-
ingshyggjuflokksins hér á landi.
Fyrir þá, sem móta stefnu flokksins
í einstökum málum og vinna að
framkvæmd stefnunnar, er bókin
mikill fengur. Vitaskuld verður frjáls-
hyggju og valddreifingu ekki komið
fyrir í einum lagabálki og þar með
punktur. Frjálshyggjan mótar af-
stöðu manna til allra úrlausnarefna
og er því nokkurs konar hugsunar-
háttur eða lífsviðhorf. Hún verður
því sá sterki stofn, sem unnið er út
frá og tengir saman árangur stöðugr-
ar viðleitni í eitt kerfi, rétt eins og
greinar á sama meiði mynda eins
lífræna heild.
Fyrir stjórnmálamenn, sem stund-
um sjá ekki skóginn fyrir trjánum í
dagsins önn, er hollt að kanna annað
veifið grundvöllinn sjálfan til að
skerpa skilninginn og átta sig á því,
hvar þeir eru staddir og hvert þeir
eru að halda. Auðvitað eru viðfangs-
efni líðandi stundar misjöfn, bæði
einföld og flókin, og engin ein bók
gefur allar viðeigandi lausnir á við-
komandi vanda. Til að bregða upp
líkingu má segja að bók Ólafs Björns-
sonar ætti að hafa sömu áhrif á
Sjálfstæðisflokkinn og nýtt siglingar-
tæki í gott og gangmikið skip.
Vandamál líðandi stundar.
Framlag til vandamálsins.
Af því sem að framan hefur verið
ritað, gæti einhver haldið að bókin
hefði enga beina raunhæfa þýðingu
við lausn einstakra viðfangsefni ís-
lenzkra stjórnmála í dag. Svo er þó
aldeilis ekki. í öftustu köflum bókar-
innar er fjallað á glöggan hátt og
af mikilli þekkingu um vanda ís-
lenzks þjóðfélags, m. a. verðbólgu
og þrýstihópa svo dæmi séu nefnd.
Hér er ekki ætlunin að fjalla um
einstaka þætti bókarinnar. Ég vil þó
í lokin nefna þá kafla, sem mér finn-
ast vera raunhæfasta framlagið til
stjórnmálaumræðnanna í dag. Kafla-
heitin gefa innihaldið til kynna:
Getur efling ríkisvaldsins í lýðræðis-
ríkjunum leitt til alræðis? — „Al-
ræðishyggjumennirnir í okkar hópi"
— Hve mikil og hvers konar hag-
stjórn? — Verðbólgan — versti ó-
vinur hins frjálsa markaðar. —
Nauðsyn hagstjórnar á grundvelli
frjálshyggju.
Höfundurinn á þakkir og heiður
skilin fyrir framtakið. Vonandi verð-
ur honum að þeirri ósk sinni, að
bókin „geti stuðlað að málefnalegri
umræðum um grundvallaratriði efna-
hags- og félagsmála en nú tíðkast á
vettvangi íslenzkra stjórnmála.“ Ekki
veitir af.
„Pað sem meginmáli skiptir
er það, hvort einstaklingarnir fái
sjálfir að setja sér sín markmið,
ekki eingöngu á sviði efnahags-
mála, heldur og á öðrum svið-
um, og framfylgja þeim innan
þeirra takmarka, sem setja verð-
ur athafnafrelsi manna vegna til-
lits til samborgara þeirra, —
eða hvort það er talið hlutverk
ríkisvaldsins að ákveða þessi
markmið og knýja borgarana til
þess að framfylgja þeim.“
(Frjálshyggja og alræðishyggja,
bls. 8).