Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 28

Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 28
kvarði á hagkvæmni hagkerfis ef það væri stöðugt. Því er þó ekki að heilsa. Raunveruleikinn er síbreyti- legur, tækniframfarir breyta forsend- um hagkerfisins daglega og bezta ástand í dag gæti verið næst bezta á morgun. Það þarf því að finna fleiri mælikvarða ef gagnlegt mat á að gera á hagkerfunum. Hagfræðingurinn Bela Balassa hefur reynt að gera þennan saman- burð og notaði þá mælikvarða eins og hagkvæmni við stöðugt ástand, hagkvæmni við breytilegt ástand, vöxt þjóðartekna og friðþægingu neytenda. Hvað snertir hagkvæmni við stöð- ugt ástand þá liggur munur ofan- greindra hagkerfa m. a. í því að í markaðskerfinu er verðið á mark- aðnum sjálfvirkt notað til að ákveða framleiðslumagn og nýtingu fram- leiðsluþátta. í miðstýrðu kerfi af sovézkri gerð þarf áætlunarráð að afla sér þekkingar um eftirspurnir neytenda, framboð framleiðsluþátta og framleiðslutækni. Á grundvelli þessarar þekkingar ráðstafar áætlun- arráðið framleiðsluþáttum milli fyrir- tækja og atvinnugreina og ákveður framleiðslumagn og verðlag. Þessi eðlismunur gefur markaðs- kerfinu strax forskot þar sem í því þarf einstaka framleiðandi einungis að þekkja eigin framleiðsluforsendur, verð þeirra framleiðsluþátta, sem hann notar og þeirra gæða sem hann býr til. Við miðstýrða verðmyndun þarf hið opinbera miðstjórnarvald þær upplýsingar, sem snúa að öllum framleiðendum, neytendum og eig- endum framleiðsluþátta. Söfnun og vinnslu þessara upplýsinga er kostn- aðarsöm og dregur fjármuni og vinnuafl frá framleiðslunni. Þessi kostnaður og sá tími sem þetta tekur dregur úr magni þeirra gæða, sem neytendum standa til boða og þeir spyrja eftir. Auk þess breytast á- kvarðanir neytenda og framleiðenda stöðugt þannig að verðákvörðun hins opinbera er stöðugt skrefi á eftir raunverulegri stöðu. Þannig krefst ný jafnvægisstaða stöðugt nýrra út- reikninga (þekkjum við ekki þetta vandamál í okkar þjóðfélagi?). Það vill einnig brenna við að mið- stýrð verðákvörðun taki ekki tillit til nauðsynjar á hvatningu til hag- 28 kvæmni, sem felst í möguleikanum á hámörkun ágóða. Skortur á slíkri hvatningu í miðstýrðu kerfi hindrar hagkvæmustu nýtingu framleiðslu- þátta, enda miðar miðstjórnarvaldið gjarnan verðlagningu sína við jaðar- kostnað. Balassa kemst að þeirri niðurstöðu að við besta ástand við stöðugleika sýni miðstýrða kerfið sig vera óhag- kvæmara, m. a. af tveimur ástæðum: a) litlir möguleikar eru á því að ó- dýrasta framleiðsluaðferð sé valin, b) skorturinn á skynsamlegu verð- kerfi skerðir möguleikann á skyn- samlegri ákvörðun framleiðslumagns (sbr. stöðugur vöruskortur eða of- framboð í Sovétríkjunum). Hagkvæmni við breytilegt ástand tekur tillit til hugsanlegra breytinga á vexti þjóðartekna innan hagkerfis miðað við óbreyttan sparnað og sömu notkun framleiðsluþátta. Hér komum við inn á möguleika hag- kerfana til að fæða af sér tækni- breytingar og nýta þær til aukinnar hagkvæmni. Því hefur verið haldið fram að markaðshagkerfi fæði af sér tækni- breytingar þar sem baráttan fyrir afkomu og hagnaðarhvatningin stuðli að nýjum framleiðsluaðferðum. Bandarísku hagfræðingarnir Schum- peter og Galbraith hafa andmælt þessu og sagt að einstök fyrirtæki hafi ekki bolmagn til rannsókna og tæknibreytinga. Slíkt sé einungis á færi stórfyrirtækja. Rannsóknir í Bretlandi styðja hins vegar ekki þessa staðhæfingu. Sé staðhæfing hagfræðinganna tveggja hins vegar rétt myndi hagkerfi hins frjálsa fram- taks þar sem stórar framleiðsluein- ingar eru fyrir hendi geta slegið saman hagnaðarmarkmiðinu og fjár- hagsgetu til tækniumbóta. Það virð- ist því rétt ályktun að einokun geti hindrað framfarir ef þar er ekki fyrir hendi ágóðahvati, en í markaðskerfi, þó svo að þar ríki fákeppni, leiði samkeppnin milli fyrirtækja og á- góðavonin til örari tækniframfara. Af því leiðir að miðstýrt hagkerfi leiðir af sér hægari hagvöxt en mark- aðskerfið komi ekki til sérstakra að- gerða miðstjórnarvaldsins. Á seinni árum hefur stöðugt meiri áhersla verið lögð á vöxt þjóðar- tekna, sem mæhkvarða árangurs og í augum marga hefur hann verið eini mælikvarðinn. Þar hefur mið- stýrt hagkerfi ákveðna möguleika fram yfir markaðskerfið. í markaðs- kerfi fer það eftir vali einstaklinga hve stórt hlutfall þjóðartekna fer til sparnaðar og fjárfestingar, og hve mikið til neyzlu. í sósíölsku hag- kerfi er þetta hins vegar ákvörðunar- atriði miðstjórnarvaldsins. Það hefur möguleika á að auka hlutfall sparn- aðar og skapa þannig möguleika á örari hagvexti. Markaðskerfið getur unnið sér þetta upp með sköttum og lánað síðan einstaklingum skatt- tekjurnar til fjárfestinga eins og Hayek hefur bent á. Slíkur þving- aður sparnaður er þó mörgum frjáls- hyggjumanninum á móti skapi. En getur það talist miðstýrðar- kerfinu til kosta að hafa þennan möguleika til hraðari hagvaxtar? Það veltur á því frá hvers sjónar- hóli sá kostur er metinn. Miðstjórn- arvaldið þarf ekki að taka tillit til óska einstaklinga um vinnu og frí- tíma og getur gert ráðstafanir til að auka vinnu með lengingu vinnutíma eða lækkun rauntekna og aukið þannig hagvöxt á kostnað frítíma. Þetta gerir miðstjórnin í skjóli þess að hún viti betur um þarfir og óskir einstaklinganna en þeir sjálfir og því er þetta umtalsverður kostur frá sjónarmiði miðstjórnarinnar. Frá sjónarmiði einstaklinganna er hins vegar um skerðingu vals að ræða og því er líklegt að slíkur þvingaður hagvöxtur leiði til minni efnahags- legrar friðþægingar þeirra. Þessi eig- inleiki er því fremur ókostur í þeirra augum. Friðþæging einstaklingsins veltur á þrennu.l. að samræmi sé á milli framleiðslumarkmiða og óska ein- staklinga. 2. að samræmi sé á milli raunverulegs sparnaðarhlutfalls og þess hlutfaUs, sem einstaklingarnir óska eftir. 3. að samræmi sé á milli vinnu í reynd og óska einstaklinga um hlutfall milli vinnu og frítíma. Markaðskerfið sér sjálfvirkt um að fyrsta atriðinu sé fullnægt en mið- stýrt kerfi fullnægir því tæpast og þá aðeins með þrautum. Neytenda- friðþæging samkvæmt tveim síðari atriðunum á sér einungis stað í sósi- ölsku kerfi komi til minnkun hag- vaxtarhraða. Því eins og við höfum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.