Stefnir - 01.02.1979, Page 31

Stefnir - 01.02.1979, Page 31
Æskan á leikinn Á s. 1. hausti efndi Vísindafélag Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík til víðtækrar skoðana- könnunar á meðal nemenda skólans, en alls komu um 600 úrlausnir. Þegar um er að ræða könnun eins og þessa sem nær til jafn stórs hóps ungs fólks og um var að ræða er óhjákvæmilegt annað en taka mið af þeim niðurstöðum sem þar fást. Það er mjög eftirtektarvert að fylgi Sjálfstæðisflokksins skv. könn- uninni hefur stóraukist frá því á kjördegi vorið á undan, en fylgið þá, er samt sem áður nokkuð yfir því landsmeðaltali, sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þessar niður- stöður sýna engan veginn að um minnkandi fylgi ungs fólks við Sjálf- stæðisflokkinn sé að ræða heldur virðist Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans standa fastari fótum á meðal unga fólksins en flestra ann- arra hópa í þjóðfélaginu. Þeim andmælum má hreyfa að þessi skoðanakönnun sýni harla lítið hver staðan hafi verið á meðal ungra kjósenda á kjördegi, því að þeir sem spurðir voru í könnuninni séu ekki nema að mjög litlu leyti kjósendur. Þessi andmæli eiga vissulega rétt á sér, en könnunin sýnir hinsvegar ótvírætt stuðning æskufólks við Sjálf- stæðisstefnuna og er þrátt fyrir allt besta viðmiðunin sem við höfum fengið fram að þessu um fylgi flokks- ins á meðal ungs fólks við síðustu kosningar. Aukið fylgi í skólum. Það er áberandi að ungir Sjálf- stæðismenn eru nú öflugri í skólun- um en þeir hafa verið um mjög langt árabil. Við sem höfum fylgst með þessari baráttu í langan tíma sjáum JÓN MAGNÚSSON: að þar hefur orðið á veruleg breyt- ing til bóta. Það er athyglisvert, að þrátt fyrir mikið brölt kommúnista og verulegan herkostnað, þá virðist fylgi þeirra fara stöðugt minnkandi á meðal skólaæskunnar í landinu. Ef til vill hefur tilraun vissra rót- tæklinga til pólitískrar innrætingar borið annan árangur en til var ætl- ast. Þetta aukna fylgi í skólunum er sennilega tilkomið vegna þess, að ungir Sjálfstæðismennhafa verið með mjög skýra stefnumörkun að undan- förnu. Ymsir hafa haldið því fram innan flokksins, að stefnumál ungra Sjálfstæðismanna næðu ekki til unga fólksins. Þessar fullyrðingar hafa verið getgátur einar og e. t. v. til- raun til að leiða athyglina frá þeirra staðreynd, að í vor var fyrst og fremst kosið um störf og stefnu síðustu ríkisstjórnar og þá sem voru í framboði fyrir flokkinn, en ekki stefnu ungra Sjálfstæðismanna. Skoðanakönnun Framtíðarinnar, sem minnst var á hér að framan virð- ist m. a. benda til þess að Sjálfstæðis- stefnan eigi meira fylgi að fagna en Sjálfstæðisflokkurinn; slíkt bendir ekki til þess að sjónarmið flokksins komist illa til skila heldur þess, að flokkurinn sé ekki jafn aðlaðandi og stefna hans. Kosningar í Háskólanum. Innan skamms kjósa Háskólastú- dentar til Stúdentaráðs. Stúdentaráð er æðsta valdstofnun stúdenta og markar því m. a. stefnuna í hags- munamálum þeirra. Fyrir um 7 ár- um komust vinstri menn til valda í Stúdentaráði og nokkru síðar kusu þeir vinstri sinnaða yfirstjórn Félags- stofnunar stúdenta, en sú stofnun fer með rekstur mötuneytis, kaffi- Innlend málefni sölu Stúdentagarðanna, bóksölu o. fl. Það er skemmst frá því að segja, að frá því að vinstri menn komust til valda á þessum stöðum hefur ríkt kyrrstaða í öllum hagsmunamálum stúdenta. Auk þess hafa stúdentar glatað nokkrum veigamiklum rétt- indum sem þeir höfðu áður áunnið sér. Þannig má nefna að reglur lána- sjóðs íslenzkra námsmanna um end- urgreiðslur lána voru gerðar mun óhagkvæmari fyrir allan þorra stú- denta fyrir nokkru síðan. Þessi end- urgreiðslukjör eru nú óhagkvæmari heldur en tíðkast um mörg langtíma- lán í þjóðfélaginu. Þau endur- greiðslukjör sem stúdentar búa við í dag eru að minni hyggju ekki við- unandi. Stúdentar þurfa að fá aðra forystu til þess að þoka þessum mál- um á rétta leið á nýjan leik. í stjórn Félagsstofnunar stúdenta hafa vinstri menn undir forystu ýmissa postula í yngri röðum Alþýðubandalagsins staðið sig með þeim eindæmum að um verulega greiðsluerfiðleika er að ræða og langvarandi rekstrartap. Málið er svo alvarlegt að fram- kvæmdastjóri þessarar ágætu stofn- unar þarf með reglulegu millibili að taka sér betlistaf í hönd til að freista þess að forða því að Stúdentagarð- arnir verði seldir á nauðungarupp- boði til lúkningar vanskilaskuldum fyrirtækisins. Auk þess kemur til bókhaldsóreiða og skipulagsleysi. Þannig er staðan í félagsmálum stúdenta eftir óstjórn vinstri manna þar. En það er mjög fróðlegt að skoða það, að í stjórn sinni á málum Félagsstofnunar stúdenta hafa vinstri menn í Háskólanum beitt svipuðum aðferðum og lærifeður þeirra sem öðru hvoru hoppa inn í ríkisstjórn, en hverfa jafnan á braut um leið og 31

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.