Stefnir - 01.02.1979, Page 27

Stefnir - 01.02.1979, Page 27
PÉTUR J. EIRÍKSSON, HAGFRÆÐINGUR: Kostir markaðskerfis framyfir miðstýrt kerfi ótvíræðir 5» Bók Ólafs Björnssonar, Frjáls- hyggja og alræðishyggja, hefur kom- ið af stað miklum og þörfum um- ræðum um þau tvö stjórnkerfi, sem hvað mestan svip hafa sett á heiminn á þessari öld. I bókinni ræðir og metur Ólafur þessar meginstefnur fyrst og fremst út frá stjórnmála- fræðilegum, siðfræðilegum og félags- fræðilegum sjónarmiðum. Hann rek- ur einnig efnahagslegar forsendur beggja stefnanna og þær umræður, sem um þær hafa orðið meðal hag- fræðinga síðustu áratugi. Það hefur verið deiluefni í stjórnmálaumræðu að hve miklu leyti annað hvort hag- kerfið, markaðskerfið eða miðstýrð- ur áætlunarbúskapur sé forsenda fyrir eða nauðsynleg afleiðing frjáls- hyggju í stjórnkerfi eða alræðis. Hvort markaðskerfið sé t. d. skilyrði fyrir frelsi eða hvort það geti virkað í alræðissamfélagi, eða hvort frelsi og miðstýrt hagkerfi fari saman. Af- staða Ólafs Björnssonar til þessa spursmáls er ótvíræð, eða eins og hann segir á bls. 250 „ . . . alræði ríkisvaldsins í efnahagsmálum leiðir líka tii alræðis á öðrum sviðum“. Ólafur gerir hins vegar ekki hag- fræðilegt mat á hagkerfunum tveim- ur heldur metur stjórnmálalegar af- leiðingar þeirra, eins og áður sagði. Það hlýtur hlýtur því að vera eðli- legt framhald þessarar umræðu, sem Ólafur hefur komið af stað, að velta nánar vöngum yfir þeim hagkerfum, sem liggja frjálshyggjunni annars vegar og alræðishyggjunni hins vegar til grundvallar og reyna að gera á þeim hagfræðilegt mat. Umræðurnar um hin tvö andstæðu hagkerfi, markaðskerfið og miðstýrt áætlunarkerfi eiga sér langa sögu. Má telja að þær hafi hafist með frægri grein eftir ítalska hagfræðing- inn Barone, „The Ministry of Pro- duction in the Collectivist State“, sem birtist á fyrsta áratug aldarinn- ar. Þar fjallar hann um þann mögu- leika að miðstýrð ákvarðanataka geti komið í stað frjáls markaðar. Niður- staða Barones er sú að fræðilega sé það hugsanlegt, en í reynd yrðu erfiðleikarnir óyfirstíganlegir við það að safna inn öllum nauðsynlegum upplýsingum til að byggja verðlagn- ingu á og henda reiður á öllum þeim stöðugu breytingum, sem eiga sér stað á öllum forsendum fyrir starf- semi hagkerfisins. Þær umræður, sem fylgdu í kjöl- farið og haldið hafa áfram til þessa dags rekur Ólafur. En hver er niður- staða þessara umræðna? Hver er sannleikurinn? í grundvallaratriðum snúast umræðurnar um það hvort hagkerfið sé virkara,- leiði af sér meiri hagkvæmni og friðþægingu fyrir einstaklingana og skili betri árangri. ítalski hagfræðingurinn Pareto skilgreindi virkt ástand, eða bezta ástand þannig að því væri náð þegar ekki væri hægt að breyta nýtingu framleiðsluþátta til hagsbóta fyrir einhvern án þess að það kæmi niður á afkomu annars. Tæki markaðs- kerfisins til að ná bezta ástandi er markaðurinn og það verðkerfi, sem honum fylgir. Sýnt hefur verið fram á að bezta ástandi er hægt að ná með frjálsri samkeppni. Á móti hefur verið bent á að frjáls samkeppni geti leitt til óhagstæðrar tekjuskiptingar, en það má þó leiðrétta með fjár- magnstilfærslu án þess að úr hag- kvæmni dragi. Bezta ástand eins og það er skil- greint af Pareto gæti verið mæli- 27

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.