Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 21

Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 21
EINAR K. GUÐFINNSSON: „Handa sósíalistum í öllum flokkumu Henrik Ibsen, norska leikritaskáld- ið, segir einhvers staðar, að menn skyldu ekki klæða sig í sparibuxurn- ar til þess að fara að berjast fyrir frelsinu. Pessi orð hins merka skálds minna okkur á tvennt: I fyrsta lagi að frelsisbarátta hefur ævinlega ver- ið grmmúðug og að menn hafa oft orðið að leggja líf sitt í sölurnar til að tryggja framgang frjálslyndra hug- sjóna. 1 öðru lagi er frelsisbaráttan ekki neitt til spari. Hún er eilíf og verður alltaf háð á öllum vígstöðv- um. Meirihluti þjóða heims býr við skert mannréttindi. Á hverjum degi berast neyðarköll til hinna frjálsu þjóða Vesturlanda, frá fólki sem býr við kúgun og harðræði alræðisins. Dæmin þarf ekki að nefna. Þau þekkja allir. I Ijósi þessa er bók Ólafs Björns- sonar, prófessors, „Alræðishyggja og frjálshyggja" skrifuð. Hún er tilraun til þess að svara áleitnum spurning- um svo sem, hvað sé frelsi eða lýð- ræði. Hvernig verður það fyrirbæri til, sem við nefnum alræði? Hvaða hættur steðja að þjóðfélögum Vest- urlanda? Og loks reynir prófessor Ólafur að greina íslenskt þjóðfélag í Ijósi þeirra frjálslyndu fræðikenn- inga sem settar hafa verið fram um eðli og inntak frelsis og alræðis. Handa sósíalistum í öllum flokkum. Einn helsti lærimeistari Ólafs Björnssonar Von Hayek segir í for- mála að frægustu bók sinni, „Leiðin til ánauðar“, að það sé skylda hvers þess sem um þjóðfélagsmál fjalli og skrifi pólitíska bók, að viðurkenna það. Pess vegna er best að segja það bara strax: Bók Ólafs Björnssonar er pólitísk. Hún er djarfleg vörn fyrir frjálslyndar skoðanir, skrifuð af manni sem hefur mikla þekkingu á því sem hann er að fjalla um. Bók Ólafs er því fagnaðarefni öllum þeim sem kenna sig við frjálshyggju eða lýðræði. Hinum ætti hún að verða þörf áminning. Um þessa bók má vissulega hafa þau orð sem Von Hayek gerði að einkunnarorðum fyrrnefndrar bókar sinnar: Handa sósíalistum í öllum flokkum. Búraháttur og skortur á sjálfstæðri hugsun. Það hefur stundum viljað brenna við þegar Islendingar reyna að til- einka sér erlendar stefnur í félags- vísindum, að þeir éti þær hráar upp. íslenskur vúlgar-marxismi, sem er al- gengur meðal vissra hópa skólaæsk- unnar, lýsir slíku vel. Heimóttalegur búraháttur íslensku dalakofasósíal- istanna í Alþýðubandalaginu er dæmi um það á hinn bóginn þegar erlendar fræðikenningar, þó til framfara horfi eru leiddar algjörlega hjá sér. Með bók sinni um alræðishyggju- og frjálshyggju sneiðir Ólafur Björns- son hjá þessum forarpyttum á skemmtilegan hátt. Pað er augljóst- — og fræðimanninum Ólafi Björns- syni síst til rýrðar að hann hefur sótt hluta hugmynda sinna í nægtar- brunn borgaralegra frjálshyggju- manna. En í stað þess að kyngja þeim athugasemdalaust, reynir hann að nota þær til að skoða og skil- greina íslenskt þjóðfélag. í kaflan- um um Island og átökin á milli frjálshyggju, sér þessa t. d. merki og að mínum dómi er sá kafli hrein perla. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.