Stefnir - 01.02.1979, Page 45
yfirgnæfandi meirihluti stofnana rík-
isins eru staðsettar í Reykjavík.
Hægt er líka að draga fram fleiri
einkenni sem mælikvarða á þessa
miðsækni eða miðkerfun. Höfuð-
stöðvar stjórnmálaflokkanna, hags-
munasamtakanna, blaðanna og ann-
arra fjölmiðla og aðsetur forystu-
sveita stjórnmálaflokkanna, allt er
þetta í Reykjavík. Petta leiðir að
sjálfsögðu til þeirra fullyrðinga íbúa
landsbyggðarinnar að hagsmunir
þeirra og sveitarfélaganna séu látnir
sitja á hakanum.
Sveitarfélagið sem eining í stjórn-
kerfinu.
Landsvæði.
Flest sveitarfélög eru lítil og mörg
eru einangruð og afskekkt. Smæð
þeirra og landfræðileg staða gerir
það að verkum að mörg sveitarfélög
eru ekki sterk til sóknar eða varnar
í þeim málum, sem varða beina hags-
muni þeirra og velferðarmál. Þetta
gildir bæði gagnvart ríkinu og öðrum
aðilum.
tbúar.
Ef litið er á stærð sveitarfélaga
kemur eftirfarandi fram:
Sveitarfélög með undir 100 íbúa eru 40
„ 100— 200 „ „ 68
„ 200— 300 „ „ 42
„ 500—1000 „ „ 21
„ 1000 e. fl. „ „ 21
Sveitarfélög á landinu eru rúm-
lega 220 en af þeim eru a. m. k.
150 sem ekki teldust löghreppar
samkvæmt ákvæðum Grágásar, ef
miða á við þann mannfjölda sem
ætla má að verið hafi í löghreppum
þá. Þessar tölur tala sínu máli um
þá breytingu, sem er að verða á
byggð í landinu.
Tekjur.
Tekjustofnar sveitarfélaganna nú
efu: fasteignaskattur, Jöfnunarsjóð-
ur> útsvör og aðstöðugjöld. Sé litið
a þessa fjóra liði má ætla að þessir
tekjustofnar séu of fáir til að mæta
ftamkvæmda- og tekjuþörf sveitar-
lélaganna. Eftir því sem hagur manna
vex> aukast jafnframt kröfur þeirra
a hendur sveitarfélögunum. Geti
sveitarfélögin ekki komið til móts
við kröfur íbúanna mega þau búast
við stórfelldum brottflutningi manna
úr sveitarfélaginu.
Forsenda þess að menn haldist við
í sveitarfélagi er að það sé í þeirri
aðstöðu að geta búið sem best að
íbúum síns svæðis .Smæð sveitar-
félaganna veldur því að rekstrarfé
það sem þau ætla til framkvæmda
og annarra mála hrekkur skammt.
Þau verða því að leita til ríkisins
um stuðning.
Skipulag.
í sveitastjórnarlögum er að finna
þau ákvæði er lúta að stjórn og
skipulagi sveitarstjórna. í fámennum
sveitarfélögum er sú hætta fyrir
hendi að ekki sé kostur nægilega
margra hæfra manna til að skipa
sveitarstjórn. Þetta leiðir til þess að
sveitarstjórnarmenn hafa orðið að
leita til annarra um forsjá og leið-
sögn í þeim málum sem þá skortir
þekkingu á. Oft munu það vera
sýslumenn sem leitað er til eða aðrir
opinberir embættismenn og stjórn-
stofnanir ríkisins. Þetta er alls ekki
heppilegt, — að embættismenn ríkis-
ins séu leiðbeinendur um þau mál
er varðar t. d. samskipti ríkis og
sveitarfélaga ef þau mál eru þess
eðlis að þau valda deilum milli ríkis-
ins og sveitarfélaganna.
Eg tel því að stjórnun sveitar-
félaga yrði árangursríkari ef þau
hefðu öll bolmagn til að ráða fasta
starfsmenn, sem eingöngu ynnu að
málefnum þeirra.
Samtök sveitarfélaga.
Landshlutasamtök sveitarfélaga
hafa orðið til af tvennu:
1. Fámenni sveitarfélaga gerði sam-
tök þeirra í milli að aðkallandi
nauðsyn og lausn sameiginlegra
mála og verkefna á víðari grund-
velli en sveitarfélags- og syslu-
skipanin gerir kleift.
2. Fjarlægð ríkisins frá staðbundn-
um málum torveldar hagkvæma
lausn þeirra og kæmu þá til kasta
samvinnu sveitarfélaganna.
Lokaorð.
Sé litið til baka til skilgreiningar-
innar á hugtakinu frumeining og svo
þess yfirlits sem hér hefur verið tek-
ið saman um sveitarfélög á Islandi
sést, að þau skortir allar þær for-
sendur sem þarf til þess að þau geti
talist frumeining. Sveitarfélögin hafa
hvorki þær pólitísku bjargir né það
vald, sem til þarf til að hafa afger-
andi áhrif á aðrar einingar stjórn-
kerfisins og á stjórnun ríkisins.
Það sem stendur í veginum er að
ákveðnar forsendur vantar og þá
einkum eftirtaldar:
1. Tekjustofna sem væru að öllu
leyti óháðir afskiptum annarra
stofnana stjórnkerfisins.
2. Skýr verkaskipting ríkis og sveit-
arfélaga. Verkefnin væru annað
hvort alveg í höndum sveitar-
félaganna eða ríkisins, en aldrei
væri um sameiginlega þátttöku
að ræða.
3. Mun meiri sjálfstjórn sveitarfélag-
anna og landshluta en nú er.
4. Ný löggjöf, sem skýrði nákvæm-
lega stöðu sveitarfélaganna innan
stjórnkerfisins og sérstakur dóm-
stóll sem skæri úr um ágreinings-
mál milli sveitarfélaganna inn-
byrðis og milli sveitarfélaganna
og annarra stofnana stjórnkerfis-
ins.
Afleiðing þeirrar miðkerfunar sem
á sér stað á Islandi í dag er meðal
annars togstreitan á milli dreifbýlis
og þéttbýlis. Vísvitandi virðist alið
á klofningi, sem skiptir þjóðinni í
tvær andstæðar fylkingar. Þessu
verður að berjast gegn í orði og í
verki. Efla verður samkennd Islend-
inga, sem þjóðar meðal annars með
valddreifingu. Heppilegt væri að
byrja hana á sveitarstjórnarstiginu.
45