Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 32
óstjórn þeirra er að koma í ljós og
láta aðra um að leysa vandann. Læri-
feðurnir í Alþýðubandalaginu leggja
aukna skatta á þjóðina til að borga
fyrir óstjórn sína, en vinstri menn-
irnir í Háskólanum lærisveinarnir
leita á náðir ríkisins með ósk um
frekari fjárframlg. Munurinn er sá
að óstjórn Alþýðubandalagsins í rík-
isstjórn getur staðið lengur án þess
að hún komi í ljós.
Urræðaleysi, stöðnun og skaðleg
áhrif vinstri manna á hagsmunamál
stúdenta þarf að taka enda, það er
brýnasta hagsmunamál stúdenta.
Æskan á leikinn.
Sjálfstæðismenn þurfa ekki kvíða
því að þeir eigi ekki fylgi að fagna
á meðal æskunnar. Sjálfstæðisstefnan
hefur jafnan átt verulegan hljóm-
grunn á meðal æskufólks. Það er
fersk stefna, síung stefna, sem mótar
afstöðu til vandamálanna á grund-
velli frjálshyggjunnar í samræmi við
þjóðfélagið eins og það er hverju
sinni. í því er fólgin andstaðan við
þær stjórnmálastefnur aðrar sem
hljómgrunn hafa hlotið.
Á meðal æskunnar þarf Sjálfstæð-
isflokkurinn að sýna það í raun að
hann sé reiðubúinn til að framfylgja
stefnumálum sínum, hann sé reiðu-
búinn til að endurskoða stefnu sína
skipulag og forystumál, þegar nauð-
syn krefur. En Sjálfstæðisflokkurinn
verður líka að sýna æskunni trúnað
og á það hefur skort í framkvæmd.
í prófkjörum og á Landsfundum
hafa ungir Sjálfstæðismenn unnið
umtalsverða sigra, þar sem flokks-
menn almennt skilja nauðsyn endur-
nýjungar. En forystu flokksins í víð-
tækasta skilningi þess orðs hefur
ekki gert það og gengið hefur verið
32
framhjá ungum mönnum meira en
nokkru hófi gegnir við mat á mönn-
um í ýmsar trúnaðarstöður, nú ný-
lega við kosningu í Öryggismála-
nefnd, en í því tilviki var farið fram
á að kjörinn yrði ungur maður, sem
sérstaklega hefur kynnt sér þessi
mál,mál, en það fékk ekki hljóm-
grunn. Svo virðist líka sem það
gleymist á köflum að verulegt atriði
í Sjálfstæðisstefnunni er valddreif-
ing. Því fyrr sem forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins gera sér grein fyrir
því, að þeir verða að sýna æskunni
nokkurn trúnað á móti, því betra.
Því æskan er reiðubúin að fylkja sér
um stefnu flokksins og þá verður
hún að fá nauðsynlegt svigrúm inn-
an hans.
Reykjavík, 18. febrúar 1979,
Jón Magnússon.
Regnið buldi á bílrúðunni þar
sem Helgi beið fyrir utan hjá Ás-
laugu, beið þess að hún kæmi út í
bíl svo hann gæti ekið henni vestur
á Nes þar sem hún var í aukavinnu
hjá Agnari listmálara. — Helgi leit
áhyggjufullur í átt að húsinu, þar var
allt uppljómað, en ekki sást Lauga
koma út, þó hann hefði þegar þeytt
bílhornið þrisvar sinnum. Það er
best að bíða enn í fimm mínútur
hugsaði Helgi, annars verð ég að
fara út og banka á útidyrnar.
Helgi var búinn að vera leigubíl-
stjóri í tæp tíu ár, eða frá því hann
var tvítugur. Áður hafði hann unnið
við eitt og annað, verið á sjó og
einnig tvö ár í vegavinnu.
Þá hafði hann verið svo heppinn
að fá leyfi fyrir leigubíl, og í þessu
starfi var hann búinn að vera síðan,
og hann hafði aldrei svo mikið sem
leitt hugann að því að hætta akstr-
inum og fá sér aðra vinnu.
Helga hafði aldrei gengið sérlega
vel í skóla, og hann hafði hætt strax
eftir skyldunámið. Þá fór hann að
vinna hjá frænda sínum á verkstæði,
en það gekk ekki allt of vel þannig
að hann hætti og fór á sjóinn. —-
Bílar höfðu þó alltaf verið hans
helsta áhugamál. Vini eða félaga átti
hann nánast enga, og ef til vill var
það ástæða þess að honum féll svo
vel við aksturinn sem raun bar
vitni. Þá stríddu vinnufélagar hans
honum að minnsta kosti ekki a
meðan, því oftast var hann einn í
bílnum. — Annars var stríðni ná-
ungans svo sem ekkert sem hann tók
mjög nærri sér, því hafði hann van-
ist frá barnæsku. Skólafélagar hans
stríddu honum alla hans skólagöngu,
honum gekk illa að læra, og hann var