Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 59

Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 59
á launum við að kvista niður í ótal aðalflokka og undirflokka vitundar- starf barna. Og hver er árangurinn? Meðaleinkunnir fara hríðlækkandi í landinu og ástandið er orðið svo alvarlegt, að háskólinn hefur íhugað að taka upp inntökupróf til að bægja frá dyrum sínum óhæfum stúdent- um? Eru þessar kynslóðir sem eru að vaxa upp í landinu svona miklu vitlausari en við, að tíu sinnum betri aðbúnaður, þar á meðal NYSIS- GÖGN Indriða Gíslasonar, orki ekki að gera þær að jafnokum okkar? Er það ekki agann sem vantar, járnag- ann gamla, sproksetninguna? Það skyldi þó aldrei vera að þar lægi hundurinn grafinn? Frammi fyrir þessu agaleysi munu kennarar standa í alltof ríkum mæli, og mér eru kunnug ískyggileg dæmi þess hvernig nokkrum gikkjum hefur haldist uppi . . . að skaprauna kennurum sínum og spilla árum saman starfsfriði skólasystkina sinna. í hverfi hér skammt frá þar sem ég bý, einum dýrasta og vandaðasta skóla borgar- innar, taldi ég tuttugu rúður brotnar viku eftir skólaslit. Þetta er aðeins eitt dæmi um agaleysið sem tröll- ríður þjóðinni.“ Menntun verður ekki máttur nema manndómur fylgi. I áramótaræðu 1977 segir Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: „Uppeldi ungu kynslóðarinnar færist í vaxandi mæli úr höndum foreldra til stofnana. Peim mun brýnna er að huga að hvert stefnir í mennta- málum og öðru uppeldisstarfi. Áherzlu ber að leggja á, að þroska getu einstaklingsins til að draga sjálf- stæðar ályktanir og axla eigin á- byrgð“. Við sömu áramót ritar Ól- afur Jóhannesson áramótagrein og er hennar getið í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 15. jan. 1978. í grein Ólafs segir: „En hitt er vafa- samara, hvort skyldunámið er ekki komið út í öfgar . . .“ Síðar segir Ólafur: ,,Hættir okkur ekki við, að apa of mikið eftir útlendum, bæði á þessum sviðum sem öðrum?" Máls- metandi menn úr fleiri lýðræðis- flokkum hafa lýst skoðun sinni á grunnskólakerfinu. Sighvatur Björg- vinsson segir í Alþýðublaðinu 5. sept. 1975: „fslenzka skólakerfið er á góðri leið með að verða að álíka óskapnaði og lyngormar gátu orðið í gömlum ævintýrum . . . það virð- ist vera orðið algerlega sjálfrátt um hvernig það vex og í hvaða áttir og með hverju árinu virðist það stefna í þá átt að sprengja sig utan af sjálfu sér. Það er allt undirlagt furðulegri og óhaminni ringulreið Viðreisn. Má vænta viðreisnar skólanna? Verður hægt að bæta þann skaða sem innleiðsla mengjakerfisins hefur valdið að dómi eins brautryðjanda þess, Svíans dr. Mats Hástad, sem beðist hefur afsökunar á menginu? Séð hve hörmulegar afleiðingar þessi nýjung hafði. Kennarar af gamla skólanum voru margir afburða kenn- arar og afburða menn, vel menntað- ir, séntilmenn og skólamenn fram í fingurgóma. Má vænta fleiri slíkra til starfa í skólunum í framtíðinni, eða eigum við von á fleiri áhrifa- mönnum í skólakerfið, kinkandi kolli í allar áttir, segjandi já já og jamm og jæja við hvaða útlendri dellu sem er? Verður báknið í kring- um skólana endurskoðað? Verður nú snúið baki við vitleysunni? Þeim er leita vilja svars, skal bent á, að ljós vonar hefur vaknað. Ritstjórnargrein Morgunblaðsins 30. júní 1978 markar e. t. v. tíma- mót í þessum efnum. Hvort Morg- unblaðið fer að dæmi dr. Hástad eða dr. Hástad að dæmi blaðsins, er þeirra mál. Einnig má benda á rit- stjórnargrein í Vísi 26. maí 1976, er ber yfirskriftina: „Pað þarf nýja menntastefnu“. Lokaorð. „í Vestur-Evrópu ríður yfir ó- skapleg alda glæpafaraldurs í dökkri hringiðu eiturlyfjasýki og klámiðn- aðar afvegaleiddra tilfinninga og lim- lestra sálna. „Hrörnun samfélagssiða á Vestur- löndum mun með fullkominni vissu leiða til endanlegs sigurs hins al- þjóða sósíalisma.“ Leoníd Brésnef í ræðu á 100 ára afmæli Leníns. Höfundur þessarar greinar vill hvetja alla þá sem vilja endurreisn skólanna, að snúa nú bökum saman. (Undirstrikanir ailar eru höfundar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.