Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 33

Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 33
GRIMMD Smásaga eftir JÓN J. JÓNSSON með útstæð eyru; það var börnunum meira en næg ástæða til að hafa hann að skotspæni. Sama gerðist þegar hann fór að vinna, vinnufélag- ar hans vissu fátt skemmtilegra en að gera gys að honum eða þá hrein- lega að tuskast við hann. Helgi hafði fyrir löngu ásett sér að reiðast ekki þessu athæfi þeirra sem hann umgekkst, en það breytti þó engu um það að honum féll það illa. Það var ekki fyrr en hann var kominn heim, einn upp í þakherbergið sitt að hann lét það eftir sér að grenja og berja í borðið. Þannig hafði líf hans verið, ein- manalegt og dapurt, allt þangað til hann hitti Áslaugu fyrir utan Óðal eitt kvöldið sem hann var að bíða eftir túr í miðbænum. Hún kom slangrandi út úr veitingahúsinu, gekk upp að bílnum, reif upp aðra aftur- hurðina og hálf datt inn. Hún virtist ekki þekkja hann, en muldraði eitt- hvað um að hún vildi fara austur í bæ. Helgi vissi vel hvar hún átti heima, eða foreldrar hennar að minnsta kosti, svo hann ók af stað. Lauga lá eins og hrúga í aftursætinu og snökti, en sagði annars ekki orð. Þegar heim var komið kom í ljós að hún átti ekki fyrir bílnum, en bað um að láta skrifa hjá sér. Helgi skrifaði upphæðina á nótu, og síðan nafn sitt og stöðvarnúmer undir, og lét Laugu hafa afrit af nótunni og setti það í veskið hennar. Síðan slagaði hún upp tröppurnar heima hjá sér en Helgi ók í brott. Eftir þetta hafði Helgi ekki hugs- að heila hugsun til enda án þess að Áslaug kæmi ekki þar við sögu. Þau höfðu verið saman í barna- og miðskóla, og auk þess búið í sömu götu. Helga fannst að aldrei hefði leikið neinn vafi á því að Lauga væri langsætasta stelpan í bekknum, og ekki spillti það fyrir að hún tók aldrei þátt í því að stríða honum eins og hinir krakkarnir gerðu. Jafn- vel kom það fyrir, þó það væri að vísu ekki oft, að hún tæki málstað hans. Allt þetta varð til þess að Helga var hlýtt til Laugu, og í laumi var hún kærastan hans, og í dag- draumum sínum átti hann fyrir höndum bjarta framtíð með hana við hlið sér. En eftir að Helgi hætti í skólan- um skildu leiðir, hafi nokkru sinni verið hægt að tala um að þau hafi átt samleið. Laugu hafði alltaf geng- ið vel í skóla, og eftir landspróf fór hún í menntaskóla. Hún hafði alltaf verið listræn, og eftir að hún lauk stúdentsprófi fór hún til Parísar og gekk í listaskóla, þar sem hún lagði aðallega stund á listmálun. Allt þetta vissi Helgi, þar sem mæður þeirra drukku stundum saman síðdegis- eða morgunkaffi, þar sem ýmislgt bar á góma. — Laugu hafði hann hins vegar ekki séð frá því hún var í fimmta bekk, og þar til hún kom drukkin upp í bílinn til hans niðrí bæ. Raunar hafði hann ekki gert sér neina rellu út af henni, hann var næstum búinn að gleyma henni er hún birtist á ný. En síðan hafði mikið vatn til sjávar runnið. Nokkrum dögum eftir að Helgi hafði ekið henni heim hringdi hún á stöðina og spurði eftir Helga. Þar sem hann var ekki inni bað hún hann um að koma við hjá sér og sækja greiðsluna sem hún skuldaði, næst þegar hann ætti leið um hverfið. Helgi ákvað að fara strax, en ekki var laust við að hann skylfi dálítið í hnjánum þegar hann hringdi dyrabjöllunni. Lauga kom sjálf til dyra, og rak upp stór augu þegar hún sá Helga á dyraþrepinu. — Nei, Helgi, hvað get ég gert fyrir þig? Ljósir lokkar hennar féllu lausir niður um axlir hennar, og þrýstin brjóstin sáust vel undir þunnri blúss- unni. Helga féll allur ketill í eld, og góð stund leið þar til hann gat komið upp nokkru orði. — E, e ég fékk skilaboð frá þér um að koma og sækja greiðsluna frá því ég ók þér heim um daginn. Áslaug skipti litum, og henni brá greinilega talsvert. — Hva, ert þú orðinn leigubíl- stjóri? —Ég var víst dálítið drukkin um daginn, þú verður að afsaka. Síðan dró hún upp umslag og rétti honum, og áður en Helgi vissi af stóð hann aftur einn á tröppun- um, en dyrunum hafði nánast verið skellt á nefið á honum. Hann rölti niðurlútur í áttina að bílnum; settist uppí og ók í burt. Nokkrum dögum seinna hringdi Lauga til hans aftur, og bað hann um að aka sér stutta leið innan- bæjar. Helgi játti því, en það var þó með hálfum huga sem hann fór. Hann þeytti bílhornið fyrir utan, og Lauga kom hlaupandi út. Helgi ók af stað, en Lauga nefndi engan ákvörðunarstað, svo hann ók fyrst niðrí bæ, síðan út á Laugarnes og þá vestur í bæ og út á Seltjarnar- nes. Lauga var þögul, en síðan byrj- aði hún að tala. Hún sagði fyrst frá sjálfri sér, námi sínu og vinnu í Frakklandi, 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.