Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 26
ferðarhagfræði er spurningin um
hvernig koma ætti hlutunum fyrir í
efnahagskerfinu. Raunar er það þetta
mat á því sem ætti að vera, sem gerir
velferðarhagfræðina frábrugðna hefð-
bundnari greinum hagfræðinnar þar
sem fengist er við greiningu á því
sem er eða verður við vissar breyt-
ingar eða forsendur.
Það er augljóst að við eitthvað
ákveðið verður að miða, þegar metið
er, hvernig tiltekin atriði ættu að
vera. Gjarnan er miðað við mæli-
kvarða ítalans Pareto í þessu sam-
bandi, en hann kom fyrstur með
þann mælikvarða á breytingar frá
tilteknu ástandi að nýtt ástand tæki
hinu eldra fram, ef hagur a. m. k.
eins aðila hefði batnað frá fyrra á-
standi án þess að hagur nokkurs
annars hefði rýrnað. Þessi mæli-
kvarði hefur sína galla, e. t. v. fyrst
og fremst þann, að hann tekur ekki
tillit til þess, hvort upphaflegt á-
stand er til að byrja með til fyrir-
myndar. En engu að síður er fróðlegt
að vita á hvern hátt markaðskerfið
stenst þessa viðmiðun.
Bandaríski hagfræðingurinn Tjall-
ing Koopmans, sem hlaut nóbels-
verðlaunin í hagfræði árið 1975,
hefur rannsakað sambandið milli svo-
nefnds samkeppnisjafnvægis (compe-
titive equilibrium) í markaðskerfinu
og beztunar í skilningi Paretos.
Koopmans hefur leitt rök fyrir því,
að við vissar gefnar aðstæður sé jafn-
vægi sem á er komið fyrir tilstilli
samkeppni í markaðskerfinu jafnan
bezt í skilningi Paretos. Hann hefur
líka snúið þessu við og sannað að
við vissar aðstæður megi ná öllum
Pareto-beztu lausnum fyrir milli-
göngu samkeppnisjafnvægis á mark-
aði.
Utfærsla Koopmans á þessum atr-
iðum er vitaskuld háfræðileg og
byggir á þróaðri stærðfræði, en hér
er um mikilvægar uppgötvanir að
ræða, sem renna fræðilegum stoðum
undir það sem margra hefur lengi
grunað. Og það styður auðvitað
lausnir markaðarins, að þær skuli
standast það próf, sem enn er skást
af því, sem velferðarhagfræðin býður
upp á, þótt ófullkomið sé að ýmsu
leyti.
Ekki er mér kunnugt um hvort
miðstjórnarkerfið stenst þetta próf
26
en út af fyrir sig skiptir það minna
máli, þar sem miðstjórn í skjóli al-
ræðis, er af flestum talin óæskilegri
vegna þess skorts á lýðræði, sem þar
er, jafnvel þótt hún jafnaðist á við
markaðskerfið að öllu öðru leyti.
Annar vandi, sem við er að fást,
þegar fjallað er um velferðarhag-
fræði, og valdið hefur hagfræðingum
miklum heilabrotum um langan ald-
ur er á hvern hátt mæla megi þá
fullnægingu eða hamingju, sem
neyzla þess veldur sem framleitt er.
Ólafur Björnsson kemur lítillega inn
á þetta í bók sinni.
Það gefur auga leið, að ef koma
mætti máli á þessi atriði með ein-
hverjum hætti, myndu skapast nýir
möguleikar til þess að auka þarfa-
fullnæginguna með breytingum á
samsetningu framleiðslunnar, dreif-
ingu hennar eða verðlagningu væri
þess þörf. Við þetta hefðu því skap-
ast nýjar forsendur fyrir skipulagn-
ingu efnahagsstarfseminnar sem gera
myndu alla hagstjórn ólíkt auðveld-
ari.
í stuttu máli sagt er ógerningur
að búa til slíka velferðarvísitölu,
eins og Ólafur segir frá í bók sinni.
Jafnvel þótt hægt væri að koma upp
mælikvarða á hamingju eða velferð
eins einstaklings sem mældi ham-
ingju hans á hlutlægan hátt líkt og
hitamælir, væri óframkvæmanlegt
að beita honum til að mæla velferð
allrar þjóðarinnar nema farið væri á
mis við nokkrar lýðræðislegar grund-
vallarforsendur eins og þá að enginn
einstaklingur væri einræðisherra og
velferðarmælikvarði hans látinn gilda
fyrir alla aðra. Þetta hefur Kenneth
Arrow, bandaríski nóbelsverðlauna-
hagfræðingurinn, sýnt fram á í riti.
sem Ólafur Björnsson vitnar m. a.
til.
Hér hefur aðeins verið drepið á
tvö þeirra atriða, sem Ólafur tekur
til meðferðar og þó aðeins verið
þreifað á yfirborði þeirra. Ástæðu-
laust er að fjalla um fleira af því,
sem kemur upp í hugann við lestur
bókar Ólafs. Bókin er ákaflega auð-
skilin og óþarft að rekja það sem í
henni stendur heldur er rétt að
hvetja alla þá, sem áhuga hafa á
þessum málum, til þess að lesa sjálfa
bókina.