Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 15
HREINN LOFTSSON:
Leitum nýrra lausna
Auknar skattaálögur virðast vera
óhjákvæmilegur fylgifiskur svo-
nefndra „vinstri“ stjórna. Það fer
því ekki hjá því, að ungt fólk spyrji
sjálft sig hversvegna „vinstri“ menn
ganga lengst í skattheimtu og öðrum
þeim aðgerðum sem miða að því að
skerða frelsi einstaklinganna? Svarið
er vitaskuld fólgið í þeim vilja
„vinstri" manna að leysa öll vanda-
mál samfélagsins eftir „félagslegum"
leiðum, en það þýðir að þeir vilja
auka opinbera þjónustu. Aukin opin-
ber þjónusta felur í sér aukið stofn-
anaveldi sem aftur krefst aukinnar
skattheimtu, en þar stendur einmitt
hnífurinn í kúnni því ekki er enda-
laust hægt að auka á skattheimtuna.
Allir sjá hættuna sem lýðræðinu
stafar af þessari þróun og spurningin
um nýjar leiðir gerist æ áleitnari.
Þegar svo er komið máli, að menn
vilja draga úr útþenslu ríkisbáknsins,
fer ekki hjá því að spurt sé um lausn-
ir frjálshyggjunnar. En þar er ungu
fólki ótal ljón í veginum um svör.
Jarmið um „félagslegar“ úrbætur og
lausnir er býsna lífseigt í þjóðfélagi
okkar. „Vinstri“ sinnaðir kennarar
eru ófeimnir í trúboði sínu fyrir
sósíalisma, eða svokölluðu „forræði
fólksins á öllum sviðum þjóðfélags-
ins“. Róttækum bókmenntum er
miskunnarlaust haldið að ungu fólki
og skrif um þjóðfélags- og menning-
armál, í blöðum og tímaritum, eru
nær einokuð af „vinstri" sinnuðu
menntafólki.
Aðgengileg rit um frjálshyggju
hefur skort mjög og talsmenn þeirrar
stefnu hafa ekki verið nægilega ötul-
ir í kynningarstarfi sínu. Bók Ólafs
Björnssonar Frjálshyggja og alræðis-
hyggja bætir þarna úr brýnni þörf
og er útkoma hennar því ákaflega
mikið gleðiefni öllum áhugamönnum
um stjórnmál. Loksins er komið rit
sem sýnir og sannar að fylgismenn
frjálshyggjunnar eiga hugmynda-
fræði, þótt sumt ungt fólk hafi raun-
ar efast um það vegna tilrauna á-
kveðinna kennara til að þagga hana
niður. Framhjá hugmyndafræði frjáls-
hyggjunnar verður ekki gengið í
skólakerfinu í framtíðinni.
Frjálshyggja og alræðishyggja er
skrifuð á skýru og læsilegu máli, auk
þess sem höfundi hefur vel tekist að
aðlaga efnið íslenskum aðstæðum.
í þessu er fólgið mesta gildi hennar
sem fræðslurits fyrir almenning. Þó
er í bókinni nokkuð um endurtekn-
ingar, sem telja verður galla á henni.
Þar á ég til dæmis við útskýringu á
markaðnum sem forsendu lýðræðis-
ins, sem rekja má til ákefðar höfund-
arins við að koma öllum röksemdum
sínum á framfæri. Það efni tel ég
hinsvegar eitt hið þýðingarmesta í
bókinni.
I upphafi þessa greinarkorns er
því haldið fram að ungt fólk, sem
er orðið þreytt á útþenslu ríkis-
báknsins og afskiptum þess af mál-
efnum einstaklinganna, spyrji um
leiðir frjálshyggjunnar. í bók Ólafs
kemur fram það grundvallar svar,
að stuðningsmenn frjálshyggjunnar
(liberitarianism) telja einstaklings-
frelsið bestu leiðina til framtíðarinn-
ar, en stuðningsmenn alræðishyggj-
unnar (totalitarianism) velja leið
valdsins. Þeir vilja takmarka frelsi
einstaklinganna og efla þess í stað
vald ákveðinnar miðstjórnar.
Ólafur skiptir andstæðum stjórn-
málanna í þessar tvær höfuðstefnur,
frjálshyggju og alræðishyggju. Hann
telur að þau öfl hafi tekist á allt frá
því í fornöld og átökin hafi síðan
15