Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 29
séð getur sósíalskt hagkerfi aðeins
aukið hagvöxt fram yfir markaðs-
kerfið með því móti að gengið sé
gegn óskum neytenda um hlutfall
sparnaðar og neyzlu og vinnu og frí-
tíma og því einnig gegn neytenda-
friðþægingu.
Umræðurnar um hagkerfinu tvö,
sem áður hefur verið minnst á hafa
leitt í ljós fjölmörg atriði þessu
skild, sem benda til ótvíræðra kosta
markaðskerfisins framyfir miðstýrt
kerfi séð frá hagfræðilegu sjónar-
miði. Hér er alls ekki um ítarlegar
vangaveltur að ræða og fjölmörgum
atriðum, sem máli skipta er sleppt.
Vangaveltur sem þessar eru hins
vegar eðlilegt framhald af þeim um-
ræðum, sem Ólafur Björnsson hefur
boðið okkur upp á og er það mikil-
vægt atriði að frjálshyggjumenn gefi
gaum hagfræðilegum undirstöðuatr-
iðum lífsskoðunar sinnar ekki síður
en pólitískum eða félagsfræðilegum.
Ertu ekki búinn ad
finnaþaðennþá?
slundúmgetur
að týna kvittun..
Hjá Pennanum finnur þú allt, sem
þarf til að skipuleggja heimilisbók-
haldið, — möppur, geymslubindi,
tímaritagáma, gatara, límmiða,
teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr.
Hjá Pennanum finnur þú allt, sem
þú þarft til að finna þína eigin
pappíra á augabragði.
Komdu og finndu okkur i Hallarmúla!
rnYín
HALLARMÚLA
29