Stefnir - 01.02.1979, Page 39
RÓBERT T. ÁRNASON:
Frumeining
stjórnkerfisins — ríki
eða sveitarfélag?
í þessari grein er leitað svars við
ofangreindri spurningu og er grein-
inni skipt í tvo meginkafla. í þeim
fyrri er rakin söguleg þróun sveitar-
stjórna á íslandi en í þeim seinni
verður spurningunni svarað.
1. Söguleg þróun sveitarstjórna á
íslandi.
Þessari þróun skipti ég í fimm
tímabil og fjalla stuttlega um hvert
fyrir sig. Ég tel að þrjú atriði gefi
góða hugmynd um stöðu sveitarfé-
laga á hverjum tíma og eru þau
hlutverk sveitarfélaga, stjórn sveitar-
félaga og tekjustofnar sveitarfélaga.
Þessi þrjú atriði ásamt öðrum verða
meginstoðirnar í fyrri hlutanum.
Uppruni.
Við lestur heimilda um sögu
hreppa á íslandi koma fram margar
og ólíkar kenningar um uppruna
þeirra og hlutverk. Hreppa er fyrst
getið í ákvæðum tíundarlaga um
1097. Hreppar eða hliðstæðar ein-
ingar hafa verið og eru til á hinum
Norðurlöndunum svo og í Englandi
og á írlandi. Hér á landi voru hrepp-
ar algerlega sjálfstæðar stjórneining-
ar innan þjóðveldisins, fremur félags-
skapur bænda en landfræðileg ein-
ing. Ljóst er af heimildum að mikil-
vægasta viðfangsefni hreppa hið
forna var framfærsla fátækra og
fjallskil og hafa þessi viðfangsefni
verið að lögum eða skapast af venj-
um. Einnig má leiða að því líkur
að hreppurinn hafi verið hernaðarleg
eining, varnarsamtök víkingaþjóð-
félaga, sem hafi jafnframt því að
vera varnarsamtök gegnt framfærslu-
skyldu. Óþarft er að gera að megin-
máH uppruna hreppanna. Ég mun
því helga mig staðreyndinni um til-
veru hreppsins og fjalla um mikil-
vægustu viðfangsefni hans hér á
landi.
Pjóðveldisöldin.
Af lögbókinni Grágás má ráða að
nær eina viðfangsefnið, sem hrepp-
um var falið að lögum á þjóðveldis-
öld var framfærsla bjargarlausra og
aðgerðir til að koma í veg fyrir bjarg-
þrot með forðagæslu.
Framfærsluskylda á ómögum hvíldi
á þingfararkaupsbændum, en þing-
fararkaup var gjald er hvíldi á bænd-
um, sem áttu ákveðna lágmarkseign
og goði kvaddi ekki til þingferða
með sér. Löghrepp urðu minnst 20
slíkir þingfararkaupsbændur að
byggja.
Hlutverk hreppa á þjóðveldisöld
voru þessi. 1) Framfærsla ómaga og
ráðstöfun þeirra. 2) Aðstoð við
þurfa, en svo voru nefndir allir þeir
bændur og heimilisfeður, sem ekki
guldu goða þingfararkaup en þeir
töldust þó ekki vera ómagar. 3)
Tryggingar, en þessi ákvæði voru þó
ekki tekin upp í lögum en þau náðu
til tjóns af völdum bruna og fjár-
fellis. Síðar voru menn studdir með
almennum samskotum, sem urðu
fyrir slíku tjóni. Ætla má að þau
róstur, sem hér voru á Sturlunga-
öld hafi verið tilefni þessara trygg-
inga. 4) Þinghald og eftirlit með
fjallaskilum og réttahaldi. 5) Hof-
rekstur, en í heiðnum sið kemur til
greina að bændur hafi staðið saman
að hofum í hreppum. Hofrekstur
og þinghald kann að vera arfur frá
Skandinavíu. 6) Aðsetursleyfi, en
hreppsmenn veittu eða synjuðu
mönnum um aðsetur innan hrepps-
ins og urðu menn að uppfylla skil-
yrði um ákveðinn efnahag til að
39