Stefnir - 01.02.1979, Page 51

Stefnir - 01.02.1979, Page 51
ingum reynist því miður auðvelt að snúa þeim um fingur sér. Blöðin standa þó feti framar ríkis- fjölmiðlunum um fréttaflutning, en þar virðist alger deyfð og frumkvæð- isleysi ríkja. Segja má að ein ástæða fyrir því að hérlendis þrífast svo mörg dagblöð, sem raun ber vitni, sé, að fréttastofur ríkisins standa sig alls ekki í stykkinu. Þær virðast aðeins vera afgreiðslustofur frétta- ályktana, eins og svo oft hefur verið sagt um þokukenndan tilgang frétta- stofa ríkisins. Möguleikar útvarps og sjónvarps í fréttamennsku eru þó ótvíræðir. Gildi útvarpsins í því efni er fyrst og fremst fólgið í því að geta skýrt frá atburðunum á þeirri stundu sem þeir eru að gerast og sjónvarpið getur um leið beitt myndmálinu, sem oft segir meira en mörg orð. Erlendis þar sem þessir möguleikar eru nýttir til hins ítrasta eiga blöðin og þá ekki síst síðdegisblöðin í vök að verjast. Hér á landi væri það nánast hlægilegt að halda því fram að blöðunum stafi ógn af hinni svo- kölluðu fréttamennsku útvarps og sjónvarps. í umræðu um hlutverk fjölmiðla má ekki gleyma afþreyingar- og fræðsluhlutverki þeirra, en þar hafa útvarp og sjónvarp sterkari stöðu en blöðin. Siðferðilegar skyldur. Sum blöð vilja á stundum vera í hlutverki samvisku þjóðarinnar. Þau skrifa um spillingu og fjármálasukk stjórnmálamanna og benda á hætt- urnar í þjóðfélaginu sem beri að var- ast. Óhjákvæmilega taka þau afstöðu í þessum skrifum sínum og eru að því leitinu til pólitísk. Því hvað er pólitík annað en að taka afstöðu í þjóðfélagsmálum? Það er því ekki nema eðlilegt að spurt sé um sið- fræði blaðanna og heiðarleik þeirra. Þá sem vilja veita aðhald og gagn- rýni verður einnig að gagnrýna og veita aðhald. Ríkari ábyrgð hlýtur að hvíla á þeim blöðum sem sjálf lýsa því yfir að þau séu „frjáls og óháð“ heldur en hinum sem ekki fara í grafgötur með pólitískt trú- boðshlutverk sitt. Hvað er sagt og hverju er sleppt í frásögnum blaðanna? Hversu ná- kvæm og áreiðanleg er fréttin? Slík- ar spurningar hljóta að vakna í þessu sambandi, en vitaskuld er erfitt um svör og áreiðanlega greinir menn mjög á um hvaða siðfræði skuli látin ráða í umfjöllun blaðanna um hin margvíslegustu þjóðfélagsmál. Eitt atriði, þótt lítið sé, getur til dæmis haft meiri áhrif en í fljótu bragði virðist. Það eru matarveislur, kaffi- og kokkteilboð sem blaðamönnum er boðið til að aðilum sem vilja hafa áhrif á blaðamenn og skrif þeirra. Þessu er lítill gaumur gefinn á frétta- stofum fjölmiðlanna og finnst víst flestum að lítil hætta sé á að unnt sé að ,,kaupa“ blaðmenn með slíku lítilræði. En hver er trygging lesenda fyrir því að önnur og verðmeiri fríðindi séu ekki veitt ,,góðum“ blaðamönnum fyrir vinsamleg skrif? Annað atriði er tengsl blaðamanna við fyrirtæki og stofnanir úti í þjóð- félaginu. Eiga blaðamenn „frjálsu“ blaðanna að taka þátt í starfi stjórn- málasamtaka eða hagsmunasamtaka sem ætla má að hafi áhrif á skrif þeirra í einhverjum mæli? I þessu sambandi minnist ég atviks sem ég varð vitni að í sumar þegar umsjón- armaður lesendadálks Dagblaðsins nýtti aðstöðu sína hvað eftir annað til þess að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn. Þá er ekki síður ástæða til þess að velta hagsmunum eigenda blað- anna fyrir sér og einnig þætti aug- lýsenda í blöðunum á efni þeirra. Öll höfum við orðið vitni að því að auglýsingar í fréttaformi birtast í blöðum, einkanlega í kringum stór- sýningar svo sem landbúnaðarsýn- ingu eða fatakaupstefnu. Ég dreg í efa siðferðilega heimild blaðanna til að skapa sér fjárhagslegt „goodwill" auglýsenda með þessum hætti. Vinsælasta umræðuefni almenn- ings sem snertir siðferði blaðanna er án vafa hvernig háttað skuli nafn- birtingum. Við hvað skal miða til dæmis við birtingu nafna þeirra sem gerst hafa brotlegir við lögin, á að miða við aldur eða tegund afbrots? En fleiri atriði koma til greina svo sem nöfn manna sem farist hafa af slysförum eða ýmiskonar myndbirt- ingar. Blöðin hafa nokkuð mismun- andi stefnu í þessum efnum en al- mennt er þó ríkjandi sú skoðun að hlífa beri aðstandendum sem um sárt eiga að binda. Annað sjónarmið sem nokkuð getur stangist á við hið fyrra er, að koma beri í veg fyrir gróu- sögur sem einatt myndast kringum svo viðkvæm efni. Eina gryfju ber þó umfram allt að varast, það er að gera slík mál að söluvöru. Þeirrar tilhneygingar hefur stundum gætt og er ástæðan sú að fátt vekur meiri athygli, ekki síst meðal þeirra sem mest hneykslast. „Oft má satt kyrrt liggja“ er máls- háttur sem vel er vert að hafa í huga þegar rætt er um siðfræði blað- anna. Óþarfa smáatriðalýsingar til dæmis í afbrotamálum eru hvimleið- ar og geta raunar haft beinan skaða í för með sér. Þarna er stundum um nokkurskonar kennslu í glæpum að ræða til dæmis hvernig leikið skuli á kerfið með ýmsum hætti. Þá ber loks að nefna heimildir og heimildarmenn. Brunnið hefur við að heimilda eða heimildarmanna er ekki getið í fréttum íslenskra blaða og eru slíkar fréttir vitaskuld ekki eins trúverðugar og ella. Þar ber þó að geta nafnleyndar sem heimildar- maður kýs að sveipa um sig af ýms- um ástæðum. Fréttamaður verður í slíkum tilfellum annaðhvort að velja nafnleynd ellegar missa af frekara fréttaefni með því að nefna heimild- armann. í slíkum tilfellum verður lesandinn að meta sjálfur hvort hann treystir fréttamanni eða hvort hann álíti að Gróa á Leiti sé enn á ferð. Ekki er þó líklegt að Watergate mál- ið hefði upplýstst ef nafnleyndar hefði ekki verið gætt þar. Einn grundvallar heimildarmaðurinn í því máli er enn óþekktur. Frelsi fylgir ábyrgð. Ekki má gleyma því að blaðamenn starfa undir stöðugri pressu. Þeir verða að skila verkefnum sínum á svonefndri „deadline“. Framleiðsla blaðamanna úreldist fljótt, ef svo má að orði komast, þar sem þeir starfa fyrir líðandi stund. Það sem lesanda kann í fljótu bragði að virðast vera rangfærsla eða vanþekking kann að vera af öðrum orsökum. Oft næst aðeins í einn aðila máls og svo má heldur ekki gleyma fordómum les- andans sjálfs sem ekkert finnst gott 51

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.