Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 19
BALDUR GUÐLAUGSSON:
Frjálshyggjumenn allra
landa, sameinist!
í hinni ágætu bók sinni „Frjáls-
hyggja og alræðishyggja“ minnir pró-
tessor Ólafur Björnsson lesendur
sína á það, að mannkynið hafi lengst
af sögu sinnar búið við alræði í einni
eða annarri mynd. Hann áætlar að
nú búi um helmingur mannkyns við
alræðisstjórnarfar af einhverju tagi,
þar af lúti flestir kommúnistastjórn-
um, en einnig komi til aðskiljanlegar
fasistastjórnir og herforingjastjórnir.
Ólafur segir, að það hljóti því að
vera einhver áleitnasta spurning sam-
tímans hvort þau þjóðfélög, sem
byggja á lýðræði og einstaklings-
frelsi, þ. e. aðhyllast frjálshyggju,
séu aðeins stundarfyrirbrigði í sögu
mannkynsins, þannig að skuggar al-
ræðisins komi á ný til með að teygja
sig yfir gjörvallan heiminn og al-
ræðisstjórn verði aftur ríkjandi svo
sem verið hafi frá örófi alda og fram
undir lok 18. aldar.
í bókinni gerir Ólafur ítarlega og
ágætlega grein fyrir frjálshyggju og
alræðishyggju, en þar er um að ræða
tvenns konar lífsskoðanir eða við-
horf til þess, hvaða tilgangi líf ein-
staklinga og félagsleg samskipti
þeirra þjóni, sem tekist hafa á allt
frá því sögur herma.
Átökin milli frjálshyggju og al-
ræðishyggju segja ekki aðeins til sín
á innanlandsvettvangi einstakra ríkja,
þau setja einnig svip sinn á sam-
skipti og samvinnu ríkja. Ólafur
bendir á, að hið breiða hugmynda-
fræðilega bil milli alræðis- og lýð-
ræðisríkja hafi útilokað að Samein-
uðu þjóðirnar gætu tryggt öryggi og
frið. Hann segir að það hafi umfram
allt verið hinn hugmyndafræðilegi
ágreiningur við sósíalísku alræðis-
ríkin í Austur-Evrópu sem leitt hafi
til stofnunar Atlantshafsbandalags-
ins árið 1949. Ennfremur segir Ólaf-
ur, að ef ekki væri hinum hugmynda-
fræðilega ágreiningi til að dreifa,
væri engin ástæða til þess að nú-
verandi hernaðarbandalög væru starf-
andi. Þrátt fyrir þetta telur Ólafur,
að hina hugmyndafræðilegu hlið
utanríkis- og varnarmála hafi fremur
lítið borið á góma í umræðum hér
á landi, þótt þessi mál hafi stöðugt
verið á dagskrá frá því Island gerðist
aðili að Atlantshafsbandalaginu fyrir
30 árum.
Eg tel að vísu að Ólafur geri hlut
hugmyndafræðinnar helsti stóran að
því er varðar tildrögin að stofnun
Atlantshafsbandalagsins. Mér virðist
sem þar hafi ótti við útþenslu- og
árásarstefnu hins sovézku stórveldis
vegið þyngst, þ. e. ótti við að Sovét-
ríkin legðu ríki Vestur-Evrópu undir
sig eitt af öðru. Gegn slíkri innlim-
unarstefnu og til varnar sjálfstæði
sínu ákváðu stofnríki Atlantshafs-
bandalagsins að snúast og hefði
væntanlega engu skipt í því sam-
bandi hvert þjóðskipulag ríkti í
Sovétríkjunum. Það er svo önnur
saga, að stefna Sovétríkjanna hefði
væntanlega ekki verið sú sem raun
bar vitni og viðbrögð vestrænna ríkja
að sama skapi ekki jafn einörð og
þau reyndust verða nema af því að
í Sovétríkjunum réði sósíalísk al-
ræðishyggja ríkjum. Því stofnríki At-
lantshafsbandalagsins voru „stað-
ráðin í því að varðveita frelsi þjóða
sinna, sameiginlega arfleifð þeirra og
menningu, er hvíla á meginreglum
lýðræðis, einstaklingsfrelsis, lögum
og rétti“, eins og í inngangsorðum
Norður-Atlantshafssamningsins segir.
Og á þeim tíma sem liðinn er frá
stofnun Atlantshafsbandalagsins hef-
ur hinn hugmyndafræðilegi ágrein-
19
L