Stefnir - 01.02.1979, Page 55
KRISTJÁN JÓNSSON:
„Ef læpuskaps ódyggðir
eykjum að flæða“
þetta ritar minnist þess, að fyrir
mörgum árum hitti hann að máli
tvær kennslukonur frá Austurríki,
er voru á leið til Honolulu um ís-
land og Ameríku. Þær sögðu honum,
að ekki væri ráðinn nokkur maður
í kennarastöðu í þeirra heimalandi,
sem hefði kommúnískar skoðanir.
í okkar frjálsa og góða landi væri
slíkt með réttu nefnt skoðanakúgun
og mannréttindaskerðing, en þeir
sem hneykslast á þessum öryggis-
ráðstöfunum Austurríkismanna, ættu
að reyna að geta sér til um það hve
margir kennarar með lýðræðislegar
skoðanir fengju kennarastarf í Ung-
verjalandi og Tékkóslóvakíu, en þau
eiga landamæri að Austurríki.
Hér skal ekkert fullyrt um sann-
leiksgildi þessarar fullyrðingar
kennslukvennanna, en ekki hafði
viðmælandi þeirra neina ástæðu til
að draga hana í efa og ekki er hún
seld dýrara hér en keypt var. Víst
er, að ekki fór það framhjá Austur-
ríkismönnum, sem gerðist í þessum
grannlöndum þeirra.
Hér skal rifjað upp lesendabréf
frá Ungverja nokkrum, sem birtist í
dálkum Velvakanda Morgunblaðs-
ins. Hann rifjar upp hvernig komm-
únistar náðu völdum þar: „Þeir
byrjuðu í skólunum. í venjulegum
kennaraskólum okkar tók lítil klíka
vinstrisinna til sinna ráða, skipu-
lagði uppreisn nemenda gegn kenn-
urum og gerðu allt til að eyðileggja
kennsluna. í félagsfræðistofnuninni
tókst lítilli klíku að ná tökum á
rektornum. Háskólinn varð hreiður
kommúnistaáróðurs." Skyldi örla
eitthvað á þessu hér? Þeim atriðum
í frásögn Ungverjans, sem undir-
strikuð eru.
Evrópukommúnismi.
Ekki þarf að leiða getum að því,
að Varsjárbandalagið leggi út í styrj-
öld til þess eins, að koma á sósí-
alskri þjóðfélagsskipun í lýðræðis-
ríkjum. Til er önnur leið, auðveld-
ari, árangursríkari og sú eina sem
fær er, þökk sé NATO. Hún er sú,
að sósíaliseringin komi innanfrá,
skemmdin breiðist út að innan og
svo lævíslega að ekki verði eftir
tekið fyrr en um seinan. Til að villa
um hvert stefnir, er best að ein-
staklingar og blöð, sem aðhyllast lýð-
ræðisleg sjónarmið útbreiði, í góðri
trú um að verið sé að stuðla að
nýjungum sem eigi rétt á sér og
horfi til almannaheilla, hverskonar
hálfsósíalisma og stuðli að breyting-
um á hornsteinum þjóðfélagsins:
heimili, skóla og kirkju í því skyni
að grafa undan þessum stoðum þjóð-
félagsins. Að lokum er svo smiðs-
höggið rekið á og breytingin er orð-
in alger. Einn morgun vakna menn
svo upp við það, að menn búa í
sósíalistaríki. Breytingin hefur tekið
langan tíma, hún hefur gengið hægt
fyrir sig og raunar enginn orðið
hennar var. Þetta er það, sem grein-
arhöfundur vill nefna Evrópukomm-
únisma. Málað hefur verið yfir hinn
rauða lit þjóðfélagsbreytinganna með
hvítum lit orðanna frelsi, jafnrétti
og atvinnulýðræði.
Norskur prófessor, Galtum, hefur
bent á, að menningarleg og siðferði-
leg hnignun gangi yfir Vestur-
Evrópu. Minna má á tilraunir til
afkristnunar, eyðileggingu fjölskyld-
unnar, hippafaraldur, eiturlyfjafar-
aldur, sóðabókmenntir og klám, her-
ferð gegn fegurð, og dýrkun hvers-
konar meðalmennsku og lágkúru.
Aðeins skal vakin athygli á eyðilegg-
ingarherferðinni gegn einum þeirra
hornsteina þjóðfélagsins, sem hér
voru nefndir, en ekki er síður þörf
á að taka hina til umræðu líka. Þetta
eru skólarnir, hið slappa skólakerfi,
en veiklun þess skiptir mestu máli
fyrir
Stjórnmálaáróður í skólum.
Hefðbundnar kennsluaðferðir gera
kennara, sem vill misnota aðstöðu
sína og reka stjórnmálaáróður úr
kennarastólnum, erfitt um vik.
Hann rær einn á báti og ekki fer
hjá því, að til spyrjist, ef um beinan
áróður er að ræða, rekinn að ein-
hverju marki. Á þessu væri engum
kennara stætt. Nýjar og heppilegar
kennsluaðferðir þurfa að koma til.
Heppilegra er að nemendur annist
áróðurinn sjálfir, þá geta fleiri unnið
verkið og við engan er að sakast.
Evrópukommúnisminn sá fyrir því
að Keflavíkursjónvarpi var lokað og
erlendu skólakerfi komið á í staðinn.
Þessar kennsluaðferðir alþjóða-
kommúnismans eru nú fullhannaðar
og komnar í notkun. Það er því
ekki kennsluaðferðum að kenna, ef
íslendingar fara ekki að dæmi Dana
og hefja áróðurinn, kennsluaðferð-
irnar bjóða einfaldlega upp á hann.
í skólum eiga nemendur að dunda
við seinvirkt sjálfsnám, en kennari
gerður að mestu óvirkur, en mun
þó enn eiga rétt á að vera áhorfandi
að þessu. Þetta er nefrit á máli fræð-
inganna ,,kennsluaðferð með bóka-
safn sem miðpunkt". Nám á stað-
reyndum er talið fjarstæða, því allt
slíkt má lesa um í alfræðiorðabók-
um, nemandinn gæti líka átt á hættu
55