Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 23
linni. Bók Ólafs Björnssonar bætir
því úr brýnni þörf. Hún er rituð af
víðsýni og tæpir á fjölmörgum þeirra
atriða, er hæst rísa í hugmyndasögu
undanfarinna áratuga. Eins og við er
að búast, stiklar hún aðeins á stóru,
oft á tíðum, enda ekki til annars
ætlast.
Þó ég telji að af bók Ólafs Björns-
sonar sé mikill fengur, fer því víðs
fjarri, að ég telji hana gallalausa.
Það sem ég tel einkum mega athuga
við hana er tvennt:
Skilgreiningar á alræðishugtakinu.
í fyrsta lagi sakna ég mjög í bók,
þar sem fjallað er um alræðishyggju,
nokkurra af þeim höfuðspekingum,
sem um þau hafa ritað á síðari árum.
Þar vil ég einkum nefna, þá félaga
Friedrich og Brezinsky (4) og hins
vegar bandaríska stjórnmálafræðing-
inn Hannah Arendt, en hún er ein
af fáum konum, sem virkilega hafa
látið að sér kveða á sviði stjórnmála-
fræðinnar. Þeir Brezinsky og Fried-
rich hafa skrifað fræga bók um al-
ræðishyggju, sem telja verður eitt
af höfuðverkum á þessu sviði og
nefnist Totalisarian Dictatorship and
Autocracy. í þessari bók rekja þeir
fimm einkenni, sem þeir segja að
setji mark sitt á alræðisríki. Þó bók
þessi sé ekki nefnd í heimildarlista
Ólafs Björnssonar eða getið í bók
hans, svipar skilgreiningu hans á
hugtakinu alræði mjög til útlistunar
þeirra Friedrichs og Brezinsky. Sama
má segja um bók Hannah Arendt,
Origins of Totalisarianism. Skrásetn-
ing hennar á einkennum alræðisríkj-
anna hefði þó verið góð viðbót við
bók Ólafs Björnssonar.
ítarlegri heimildarlisti.
Önnur ávirðing: Notkun heimilda
í bók Ólafs Björnssonar er mjög á-
bótavant. Þessi leiði óvani setur ekki
einungis mark sitt á bók Ólafs
Björnssonar, heldur einkennir alltof
mörg fræðirit, sem út eru gefin á
íslensku. Það er til dæmis ekki merki
um góð vinnubrögð, að vitna í menn,
máli sínu til stuðnings, án þess að
geta um hvaðan tilvitnunin sé feng-
in. Einnig saknaði ég atriðaorðaskrár
í bók Ólafs. Slík skrá er ómissandi
í bók af þessu tagi. Hún er þeim,
sem vill nota sér bókina, ómetanleg
hjálp. Að lokum tel ég að Ólafur
hefði mátt nefna fleiri bækur en
hann gerir í heimildaskrá sinni. Það
er auðséð af hinum miklu upplýsing-
um og yfirgripsmiklu efnistökum
bókarinnar, að höfundur hefur víða
leitað fanga. Frekari listi um heim-
ildir og ítarefni hefði því síst sakað.
Mikil og góð viðbót.
Þó ég hafi hér í lok þessa spjalls
vikið að nokkrum þeirra atriða, sem
ég tel að betur hafi mátt fara, breytir
það ekki neinu um það, að Alræðis-
hyggja og frjálshyggja er góð bók,
sem höfundur á þakkir skilið fyrir.
Prófessor Ólafur Björnsson hefur
verið öðrum mönnum ódeigari að
halda uppi merki frjálslyndra afla og
sýna, að hann er vel í takt við, sem
farist það vel. Skrif hans í gegnum
árin um hugmyndafræðileg málefni
er að gerast úti í hinum stóra heimi
á meðal frjálslyndra mennta og vís-
indamanna. Bók hans sem hér hefur
verið rætt um er mikil og góð við-
bót við þau skrif hans.
(1) Þegar ég tala um frumspeki hér í
þessu sambandi, á ég einkum við skoðun
Hegels og annarra þeirra, sem byggja
skoðanir sínar á þeim.
(2) Um hið jákvæða og neikvæða frelsi
má lesa um í stórmerkri grein eftir breska
heimspekinginn Isiah Berlin og nefnist
,,Two concepts of liberty" og birtist í
ritgerðasafni hans „Four essays on liberty“.
(3) Tilraun um Manninn eftir Porstein
Gylfason, bls. 65.
(4) Um kenningar Galbraiths má til
dæmis lesa í bók sem gefin hefur verið
út eftir hann og nefnist Iðnríkið nýja.
(5) Brezinsky er sá hinn sami sem nú
gegnir stöðu aðalráðgjafa Bandaríkjastjórn-
ar á sviði utanríkismála. Hann var áður
prófessor í stjórnmálafræði og hefur skrif-
að talsvert af bókum.
23