Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 23

Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 23
linni. Bók Ólafs Björnssonar bætir því úr brýnni þörf. Hún er rituð af víðsýni og tæpir á fjölmörgum þeirra atriða, er hæst rísa í hugmyndasögu undanfarinna áratuga. Eins og við er að búast, stiklar hún aðeins á stóru, oft á tíðum, enda ekki til annars ætlast. Þó ég telji að af bók Ólafs Björns- sonar sé mikill fengur, fer því víðs fjarri, að ég telji hana gallalausa. Það sem ég tel einkum mega athuga við hana er tvennt: Skilgreiningar á alræðishugtakinu. í fyrsta lagi sakna ég mjög í bók, þar sem fjallað er um alræðishyggju, nokkurra af þeim höfuðspekingum, sem um þau hafa ritað á síðari árum. Þar vil ég einkum nefna, þá félaga Friedrich og Brezinsky (4) og hins vegar bandaríska stjórnmálafræðing- inn Hannah Arendt, en hún er ein af fáum konum, sem virkilega hafa látið að sér kveða á sviði stjórnmála- fræðinnar. Þeir Brezinsky og Fried- rich hafa skrifað fræga bók um al- ræðishyggju, sem telja verður eitt af höfuðverkum á þessu sviði og nefnist Totalisarian Dictatorship and Autocracy. í þessari bók rekja þeir fimm einkenni, sem þeir segja að setji mark sitt á alræðisríki. Þó bók þessi sé ekki nefnd í heimildarlista Ólafs Björnssonar eða getið í bók hans, svipar skilgreiningu hans á hugtakinu alræði mjög til útlistunar þeirra Friedrichs og Brezinsky. Sama má segja um bók Hannah Arendt, Origins of Totalisarianism. Skrásetn- ing hennar á einkennum alræðisríkj- anna hefði þó verið góð viðbót við bók Ólafs Björnssonar. ítarlegri heimildarlisti. Önnur ávirðing: Notkun heimilda í bók Ólafs Björnssonar er mjög á- bótavant. Þessi leiði óvani setur ekki einungis mark sitt á bók Ólafs Björnssonar, heldur einkennir alltof mörg fræðirit, sem út eru gefin á íslensku. Það er til dæmis ekki merki um góð vinnubrögð, að vitna í menn, máli sínu til stuðnings, án þess að geta um hvaðan tilvitnunin sé feng- in. Einnig saknaði ég atriðaorðaskrár í bók Ólafs. Slík skrá er ómissandi í bók af þessu tagi. Hún er þeim, sem vill nota sér bókina, ómetanleg hjálp. Að lokum tel ég að Ólafur hefði mátt nefna fleiri bækur en hann gerir í heimildaskrá sinni. Það er auðséð af hinum miklu upplýsing- um og yfirgripsmiklu efnistökum bókarinnar, að höfundur hefur víða leitað fanga. Frekari listi um heim- ildir og ítarefni hefði því síst sakað. Mikil og góð viðbót. Þó ég hafi hér í lok þessa spjalls vikið að nokkrum þeirra atriða, sem ég tel að betur hafi mátt fara, breytir það ekki neinu um það, að Alræðis- hyggja og frjálshyggja er góð bók, sem höfundur á þakkir skilið fyrir. Prófessor Ólafur Björnsson hefur verið öðrum mönnum ódeigari að halda uppi merki frjálslyndra afla og sýna, að hann er vel í takt við, sem farist það vel. Skrif hans í gegnum árin um hugmyndafræðileg málefni er að gerast úti í hinum stóra heimi á meðal frjálslyndra mennta og vís- indamanna. Bók hans sem hér hefur verið rætt um er mikil og góð við- bót við þau skrif hans. (1) Þegar ég tala um frumspeki hér í þessu sambandi, á ég einkum við skoðun Hegels og annarra þeirra, sem byggja skoðanir sínar á þeim. (2) Um hið jákvæða og neikvæða frelsi má lesa um í stórmerkri grein eftir breska heimspekinginn Isiah Berlin og nefnist ,,Two concepts of liberty" og birtist í ritgerðasafni hans „Four essays on liberty“. (3) Tilraun um Manninn eftir Porstein Gylfason, bls. 65. (4) Um kenningar Galbraiths má til dæmis lesa í bók sem gefin hefur verið út eftir hann og nefnist Iðnríkið nýja. (5) Brezinsky er sá hinn sami sem nú gegnir stöðu aðalráðgjafa Bandaríkjastjórn- ar á sviði utanríkismála. Hann var áður prófessor í stjórnmálafræði og hefur skrif- að talsvert af bókum. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.