Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 9
BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON:
Hugleiðing við
lestur merkrar bókar
*
Ritstjóri Stefnis hefur farið þess
á leit við mig, að ég ritaði umsögn
um bók Ólafs Björnssonar „Frjáls-
hyggja og alræðishyggja". Þess var
óskað, að skrifað væri frá sjónarhóli
þess, sem hefur verið þátttakandi í
almennu stjórnmálastarfi um nokk-
urt árabil og að umsögnin beindist
þá ekki sízt að þeim köflum bókar-
innar, sem fjalla um íslenzk stjórn-
mál. Mér er það bæði ljúft og skylt
að verða við þessum tilmælum, en
tek fram, að greinarkorn þetta verð-
ur fyrst og fremst nokkrar hugleið-
ingar í tilefni af lestri bókarinnar.
í formála að bókinni getur höf-
undur þess, að það kynni að lyfta
stjórnmálaumræðum hér á landi á
nokkru hærra stig en nú tíðkast, að
ræða nokkuð merkingu þeirra orða,
sem mest eru notuð sem vígorð á
vettvangi stjórnmálanna. I samræmi
við það er nokkrum hluta bókar-
innar varið til að gera grein fyrir
ýmsum hugtökum, sem mikið ber á
góma og hver hefur upp eftir öðrum
í hinni daglegu stjórnmálaumræðu.
Er mikill fengur að þessum skilgrein-
ingum, sem settar eru fram á ljósan
og skýran hátt.
Sé litið á bókina í heild er það
eitt megineinkenni hennar, hve glögg
og skýr hún er. Það er mjög fáum
gefið að fjalla í rituðu máli um hag-
fræðileg efni á þann hátt, að auð-
skilið er hverjum manni. Þetta tekst
Ólafur Björnssyni í þessari bók sinni
eins og reyndar oft áður. Þessi bók
er því kærkomin á íslenzkan markað
og er þess að vænta að almenningur
notfæri sér það góða tækifæri, sem
bókin gefur, til að fræðast um ýmis
grundvallaratriði, sem stjórnmála-
baráttan snýst um. Öllum þeim, sem
við stjórnmál fást, ætti bókin að vera
skyldulesning.
Þó að höfundur sé prófessor í hag-
fræði fjallar bókin um víðara svið
en hagfræði í þrengri merkingu. Hún
er skilgreining á stjórnmálastefnum,
sem taka mið af fleiru en hagkerfinu
einu saman. I formála segir höfund-
ur: „Með því að leggja megináherzlu
á ágreininginn um það, hvort hag-
kerfið eigi að byggja á einkaframtaki
eða opinberum áætlunarbúskap, þeg-
ar mismunandi stjórnmálastefnur eru
skilgreindar, er að mínum dómi ein-
blínt of mikið á hina efnahagslegu
hlið þjóðfélagsins og eignarréttar-
skipulagið. Það sem meginmáli skipt-
ir er það, hvort einstaklingurinn fái
sjálfur að setja sér sín markmið, ekki
eingöngu á sviði efnahagsmála, held-
ur og á öðrum sviðum, og fram-
fylgja þeim innan þeirra takmarka,
sem setja verður athafnafrelsi manna
vegna tillits til samborgara þeirra,
eða hvort það er talið hlutverk ríkis-
valdsins að ákveða þessi markmið
og knýja borgarana til þess að fram-
fylgja þeim“.
Hér er hreyft mjög mikilvægu
atriði, sem snertir mjög stefnumótun
Sjálfstæðisflokksins og nánari skil-
greiningu og útfærslu á því, sem við
flokksmenn í daglegu tali nefnum
Sjálfstæðisstefnuna. Allt er breyting-
um háð og þess vegna er mikil nauð-
syn á því að Sjálfstæðismenn endur-
meti grundvallarstefnu sína með
ofangreind sjónarmið að leiðarljósi.
Eldri skilgreiningar á grundvallar-
stefnu Sjálfstæðisflokksins mótast
e. t. v. um of af því, hvernig hag-
kerfið eigi að vera, en ekki er litið
nægilega til annarra þátta þjóðlífs-
ins, þar sem frelsi einstaklinganna
9