Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 35
Kína: hinn nýi ameríski draumur
„Carter selur hnetur og Carter
selur vini sína“. Þannig hljóSaði eitt
af slagorðunum sem hrópað var í
borgum Taiwan, eftir þau sögulegu
tíðindi að Bandaríkin hefðu tekið
upp stjórnmálasamband við Kína og
sagt upp stjórnmálasambandi sínu
við Taiwan-stjórnina.
Reiðin sem bjó um sig í brjóstum
margra Taiwan-búa var auðskilin.
Taiwan er lítið ríki, svo að segja í
handarkrika Kínverja. Og varla er
hægt að ímynda sér að nokkur tvö
ríki þar sem sama tungumál er talað,
eigi minna sameiginlegt. Annars veg-
ar meginland Kína; vanþróað bænda-
þjóðfélag sem verið hefur undir
stjórn hreintrúar marxista um ára-
tugaskeið. Hins vegar Taiwan, þar
sem vestræn áhrif hafa verið mikil
og kapitalískir framleiðsluhættir
fengið að njóta sín.
Efnahagurinn blómstrar.
Lífskjörin eru líka ólík. Á Taiwan
hefur efnahagsstefna stjórnvalda skil-
að sér í stórfelldum kjarabótum.
Miklu erlendu fjármagni hefur verið
hleypt inn í landið sem valdið hefur
geysilegum uppgangi í efnahagslíf-
inu. Það er álit efnahagssérfræðinga
að á næstunni sé ekkert útlit á að
þetta muni breytast. Spáð er 8,5%
hagvexti á þessu ári og 15% aukn-
ingu á sölu afurða. Erlend fjárfest-
ing í landinu hefur að vísu dregist
nokkuð saman á síðustu árum, en
nú benda allar líkur til þess að það
tnuni breytast í nánustu framtíð.
Taiwan-búar hafa líka haft vit á að
leggja mikið fé í þróaðar iðngreinar,
svo sem alls konar rafeindatæki.
Löngu er vitað, að slíkar iðngreinar
eiga mikla framtíð fyrir sér. Og það
er líka samdóma álit allra efnahags-
sérfræðinga, að miklu mun viturlegra
sé fyrir iðnvæddra þjóð að leggja
áherslu á slíkan léttan iðnað en að
ráðast í miklar fjárfestingar á sviði
þungaiðnaðar. — Enda hefur hið
þekkta fréttatímarit Newsweek eftir
einum efnahagssérfræðingi að:
„Taiwan er að minnsta kosti manns-
aldri á undan Kína“. (1)
Kínverjar komnir skammt á veg.
Efnahagsástandið á meginlandi
Kína er allt annað og verra. Þrátt
fyrir að aðdáendur Maós Tse Tung
dragi upp fagra mynd er það engu
að síður staðreynd, að iðnþróun er
skammt á veg komin. Öll áhersla
hefur verið lögð á landbúnaðarmál
og iðnvæðing sem er forsenda stör-
bættra lífskjara hefur verið látin
sitja á hakanum. Erlent fjármagn
hefur ekki verið nýtt að neinu
marki. Eftir að sambúð Kínverja og
Sovétmanna fór að kólna um 1960
má segja að landið hafi verið meira
og minna lokað fyrir útlendingum.
Ivær meginástæður.
Segja má að ferð Nixons til Kína
hafi kristallað þær breytingar sem
voru að eiga sér stað. Þó hún hafi
aðeins verið liður í þróuninni, er
engu að síður Ijóst að ferðin mun
verða talin marka hverfipunkt í sam-
skiptum Kína og Vesturlanda. Með
henni hófust viðskipti milli hinna
ólíku heimshorna, er síðan hafa auk-
ist stórlega.
Þrátt fyrir að samskipti Kínverja
og Bandaríkjamanna hafa æ síðan
verið að færast meir í eðlilegt horf,
virðast æði mörgum hafa komið það
á óvart, að Bandaríkin tækju upp
stjórnmálasamband við Kínverja og
jafnframt slíta sambandi við Taiwan.
Þegar gleggra er skoðað, held ég að
tvær meginástæður liggi til þess að
Bandaríkin lögðu svo mikið í sölurn-
ar og vildu hafa hraðann á.
Sovésk útþenslustefna.
í fyrsta lagi er það hernaðarlega
hlið málsins. Það er flestum kunn-
ugt, að Sovétríkin hafa stöðugt byggt
upp mikinn hernaðarstyrk við landa-
mæri. Kína. Við landamæri Sovét-
ríkjanna og Mansjúríu, aðaliðnaðar-
héraðs Kínverja, eru til dæmis fjöru-
tíu herfylki. Ef þau yrðu send inn
í landið, gætu þau á fljótlegan og
auðveldan hátt lagt undir sig allar
helstu verksmiðjur í Kína og lamað
þar með efnahagslífið meira og
minna. Ástandið á Indó-Kína skag-
anum vekur líka ugg. Sovétríkin hafa
nú sem stendur öll tögl og hagldir
í Víetnam, sem er lang öflugasta ríki
kommúnista þar. Landið er fjöl-
mennt (þriðja fjölmennasta komm-
únista ríkið í heiminum). Og innrás
Víetnam í Kampútseu nú fyrir
skömmu hefur enn aukið á ítök
Víetnama og þar með Sovétmanna.
Það er því augljóst mál að Kínverjar
hafa af því meira en litlar áhyggjur
hversu áhrif Sovétmanna við landa-
mæri þeirra eru mikil.
Léiegur her.
Þó kínverski herinn sé fjölmenn-
ur, er hann illa búinn vopnum. Tals-
verður hluti vopnabirgðanna er frá
þeim tíma, er allt lék í lyndi milli
Sovétmanna og Kínverja og þarfnast
því átakanlega endurnýjunar við.
Kínverjar hafa líka gert Vesturlanda-
búum það vel Ijóst og kom það
einkar glögglega fram í samninga-
viðræðum Kínverja og Japana.
35