Stefnir - 01.02.1979, Page 53

Stefnir - 01.02.1979, Page 53
nema það sem samrýmist hans eigin hugmyndum og skoðunum. Ég hef sett niður fjögur atriði sem ég tel verð íhugunar og meðal þeirra sem almenningur gagnrýnir helst í sambandi við blöðin. Ég á þar við hlutdrægni, ónákvæmni, nei- kvæðar fréttir og æsifréttamennsku. Þá sleppi ég atriðum eins og áhrifum blaða á glæpi, hleypidómum blaða- manna, lítilli áherslu á landsbyggða- fréttir og þannig mætti eflaust lengi telja. Að síðustu mun ég fjalla ör- lítið um hina svokölluðu rannsókn- arblaðamennsku sem sumum þykir hætt við að snúist upp í ofsóknar- blaðamennsku. Grunntónn alls þessa er þó að mínu mati sá, að frelsi fylg- ir ábyrgð. Hlutdrægni — hlutleysi: Hvað er fréttnæmt? Þessari grundvallarspurn- ingu verða ritstjórar og blaðamenn að svara á hverjum degi og raunar oft á dag. Við þetta mat hlýtur að reyna á þekkingu þeirra á áhuga al- mennings — eða öllu heldur reynir á það sem þeir halda að almenningur hafi áhuga á eða þörf fyrir að vita. Þetta er því fyrst og fremst spurn- ing um hæfni. Sú spurning á sífellt eftir að verða meira og meira krefj- andi þegar fram í sækir um menntun og þekkingu. Hlutverk blaðanna sem upplýsingamiðils krefst þess af blaða- mönnum að þeir vegi og meti, greini hismið frá kjarnanum. Þeir verða að hafa þekkingu á þjóðfélaginu og stofnunum þess. Enn finnast í blöð- unum hleypidómar, fordómar og til- finningaleg afstaða blaðamanna og því ber að útrýma. Blaðanna bíður mikið hlutverk í samfélagi framtíð- arinnar. Því hlutverki verða blöðin að valda og það gera þau aðeins með hæfu starfsfólki. En til þess að fá hæft og vel menntað starfsfólk verð- ur að greiða því fullnægjandi laun. Stjórnendur blaða og raunar annarra fjölmiðla verða að átta sig á þessu kalli tímans. Ónákvæmni: Hraðinn á frétta- stofunum veldur því óneitanlega og óhjákvæmilega að villur slæðast í fréttir. Oft er þar um prentvillur að fmða en einnig annarskonar villur, nafnabrengl eða beinlínis rangar upp- lýsingar. Þýðingarvillur koma og fyr- lr í erlendum greinum, misjafnlega stórvægilegar. Allt slíkt hlýtur að koma niður á áliti blaða, en þau bregðast misjafnlega við. Sum blöðin viðurkenna ekki villur og birta helst engar leiðréttingar. Til gamans má geta þess að The New York Times birtir nær daglega dálk þar sem eru leiðréttingar á mistökum gærdagsins. Fréttamenn verða að forðast mis- tök og sannreyna „staðreyndir“ sín- ar. Þeir verða að gæta nákvæmni í meðferð upplýsinga og umfram allt gæta sannsögli „hafa það fremur er sannara reynist". Neikvæðar fréttir: Sendiboðar sem færðu konungum sínum ill tíðindi hér áður fyrr gátu átt von á því að missa höfuðið vegna vonsku kon- ungsins. Segja má að blöðin nú á tímum í hlutverki sendiboðans og almenningur í hlutverki konungsins. Fólk var þannig búið að fá ógeð á styrjaldarvafstrinu í Víetnam og blóðfréttunum þanðan löngu áður en stríðinu þar lauk og skelltu jafn- vel sumir skuldinni á fjölmiðlana! Sömu sögu er að segja af hungurs- neyð og öðrum mannlegum þján- ingum. Glæpafréttir fá mikið rúm, morðum og óhugnanlegum slysum er lýst út í ystu æsar. Stór hópur fólks hefur andúð á þessu og fjöl- miðlar eru gagnrýndir. Samt er það skylda fjölmiðlanna að upplýsa hörm- ungar, ekki síður en hið jákvæða og góða. Það væri fölsun á staðreynd- um lífsins, að leyfa fólki að komast gegnum veru sína hér á jörðu án vitneskju um allt hið vonda. Hins- vegar þarf ekki að segja nákvæmlega allt. Lítið dæmi er, að frétt um eggja- skort, sem var reyndar á misskiln- ingi byggð, olli miklum eggjaskorti! Fréttamenn verða að gæta hófsemi. Um neikvæðar fréttir er það hins- vegar almennt að segja, að eina ráðið til að forðast þær er, að hætta að lesa blöð og slökkva fyrir útvarp og sjónvarp. Æsifréttamennska (Sensational- ismi): Áskrifendakeppni dagblað- anna sem birtist í freistandi happ- drættum og getraunum á sér hlið- stæðu í Bandarískri blaðamennsku. En það sem hér gerist árið 1978 átti sér fyrst stað þar vestra fyrir hundr- að árum. Það var þegar stórblöðin voru fyrir alvöru að „helga sér“ markað. Blaðakóngar eins og Joseph Pulitzer, William Randolph Hearst og James Gordon Bennett beittu hverri þeirri auglýsingabrellu sem þeim frekast var unnt í stríðinu um kaupendurna. Markmiðið var að vekja athygli á „hressilegu“ blaði með spennandi framhaldsefni. Blöð þeirra birtu nákvæmar lýsingar úr Spænsk-Ameríska stríðinu og sendu blaðamenn út af örkinni til að hnekkja „meti“ söguhetju Jules Verne í „Umhverfis jörðina á 80 dögum“. Frægasta og eflaust sögu- legasta brellan var þó er James Gor- don Bennett hugkvæmdist að senda einn þekktasta blaðamann sinn, Henry Morton Stanley, til að leita uppi landkönnuðinn David Living- stone í myrkviðum frumskóga Afríku árið 1869. Sjá menn ekki skyldleik- ann við „Vísisrallið“ og „sjórall Dagblaðsins“ ? í kjölfar auglýsinga- stríðs amerísku blaðanna á síðustu öld var uppfundið niðrandi lýsingar- orð: „gul blaðamennska“. Upphaf þessa skammaryrðis var teiknimynda- hetjan „Guli pjakkurinn” („The Yellow Kid“) ein fyrsta teiknimynda- serían sem náði almennum vinsæld- um. Hearst reyndi að kaupa höfund- inn Richard Outcault frá Pulitzer og þótti bramboltið dæmigert fyrir hið vonda í blaðamennskunni. Rannsóknarblaðamennska — Of- sóknarhlaðamennska: Rannsóknar- blaðamennska á sér nokkra hefð í Bandaríkjunum. Á ritstjórnarskrif- stofum stórblaðanna þar í landi starfa menn með sérþekkingu á á- kveðnum sviðum. Þeir eru sérfræð- ingar í vísindum, læknisfræði, stjórn- málum, fjármálum, utanríkismálum og verkalýðsmálum, svo nokkuð sé nefnt. í gegnum þekkingu sína hafa þeir öðlast sambönd og heimildir, sem eru þeim lífsnauðsyn við frétta- öflunina. Úr röðum þessara blaða- manna koma hinir svokölluðu rann- sóknarblaðamenn. Slíkir blaðamenn koma með uppljóstranir sem eru fjarri venjulegum blaðamanni. Vinnuaðferðir þeirra eru markvissar og með þolinmæði kafa þeir undir yfirborð hlutanna án fums eða hræðslu við hótanir áhrifamanna. Órökstuddar fullyrðingar og há- stemdar lýsingar byggðar á eigin til- finningum eiga ekkert skylt við þessa tegund blaðamennsku. Árásir á einstaklinga og stofnanir sem 53

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.