Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 4
2
B L I K
Þorsteinn Þ. Viglundsson
Mundu ekki borgarstjórinn og
frú hans þykkjast við það, ef
hann hafnaði hinum freyðandi
góðgjörðum? Mundi hann sjálf-
ur verða talinn minni maður af
þeim sökum? Mundi hann, full-
trúi íslenzku þjóðarinnar í
gestaboðinu, verða álitinn henni
til vansæmdar, ef hann hafnaði
gjörsamlega hinum „gullnu
veigurn"?
Þessar hugsanir höfguðu huga
hans og orkuðu á lund hans,
meðan gestirnir röðuðu sér að
veizluborðunum.
Ungi Islendingurinn varð nú
í skyndi að gera upp við sjálfan
sig vandasaman reikning, gera
upp við samvizku sína.
Eins og eldingu sló niður í
huga hans orðum Lúthers. —
Á úrslitastundinni miklu hafði
hetjan Lúther sagt, að það væri
háskasamlegt að breyta gegn
samvizku sinni. Nú var æsku-
maðurinn íslenzki staðráðinn í
að gera það heldur ekki.
Þegar undir borð var setzt,
tjáði hinn ungi landi okkar gest-
gjöfum sínum með þeirri
kurteisi og hógværð, sem hann
átti til, að hann neytti ekki á-
fengra drykkja, hefði aldrei
gert það.
Borgarstjórinn brást alúðlega
við þeirri tjáningu hins fróm-
lundaða æskumanns. Kvaðst
hann kunna að meta bindindi,
þó að hann neytti sjálfur víns.
Síðar í gestaboðinu flutti
borgarstjórinn stutta ræðu fyr-
ir minni íslands. Fór hann
nokkrum orðum um afspurn
sína af íslenzku þjóðinni, bók-
menntum hennar, sögu og sjálf-
stæðisbaráttu. Hann drap í
ræðu sinni á dvöl íslenzkra
æskumanna erlendis við nám og
annað, sem auka mætti þeim
manngildi og hæfni til þess síð-
ar að skipa betur sitt rúm í at-
orkusömu þjóðlífi hér heima.
Síðast ræddi hann um sín litlu
kynni af þessum unga íslend-
ingi og tjáði gestunum algjöra
höfnun hans um neyzlu áfengra
drykkja. Þannig kvaðst borgar-
stjórinn vilja þekkja unga menn.
Hans eigin þjóð kvað hann allt-
of fátæka af ungum mönnum,