Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 67
B L I K
65
benda til þess, er ég hefi reynt
að grafast fyrir það, hvaðan
piltarnir hafi orðið fyrir skáta-
áhrifum, að einn hinna ungu
pilta hafi komizt yfir Skátabók
og drukkið í sig efni hennar, og
síðan hafi bókin gengið á milli
í kunningjahópnum. Einnig má
benda á það, að einn piltanna
var aðkomandi, og eigi er frá-
leitt að ætla, að hann hafi varp-
að nýju ljósi á skátaáhugann og
borið með sér ferskan ilm frá
fullþroska skátafélagi.
Öllum ber þó saman um það,
að aðalþátturinn í félagsstofn-
uninni sé tengdur Jóni 0. Jóns-
syni, fulltrúa Slysavarnarfélags
Islands, en hann kom til Eyja á
vegum Gagnfræðaskólans og
kenndi þar hjálp í viðlögum. Til
hans leituðu piltarnir um aðstoð
og tók hann þeim mjög vel, sem
vænta mátti, en hann hafði
starfað í skátafél. Reykjavíkur
um fjölda ára. Ég hygg, að
stofnun skátafélags í Vest-
mannaeyjum hefði dregizt um
langt árabil, hefði ekki félagið
einmitt verið stofnað á þessum
tíma, því að í hönd fóru breyttir
tímar, heimsstyrjaldarárin, og
var þá mikilsvirði fyrir allan
æskulýð Eyjanna að eiga full-
þroskað félag við sitt hæfi, sem
hefði það á stefnuskrá sinni að
efla heilbrigða leiki og hreysti
og stuðla eftir mætti að reglu-
semi meðlima sinna. Verður því
Óskar Þór SigurÖsson
piltunum seint fullþakkað eða
forsjóninni fyrir að senda þeim
reyndan og hæfan leiðbeinanda,
svo að þessir dagdraumar yrðu
að veruleika.
Flest af því, sem skeði þessi
vetrarkvöld, annaðhvort uppi í
Gagnfræðaskóla, sem þá var að
Breiðabliki, niður á Hótel Berg,
eða á götum úti, er nú næstum
gleymt; brot af þessum minn-
ingum er þó enn að finna í hug-
um þessara pilta, sem nú eru
orðnir fullorðnir menn, og nokk-
uð á gömlum gulnuðum blöðum.
I lítilli bók er fyrstu fundar-
gerðina að finna; til gamans
skulum við líta á hana. Þar seg-
ir m. a.:
„Fimmtudaginn 22. febrúar
1938 var haldinn stofnfundur