Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 66
G4
B L I K
OSKAR ÞOR SIGURÐSSON:
Lítio brot af langri sögu
„Ég trúi því, að Guð hafi sent
okkur inn í þennan glaða heim,
til þess að við gætum notið lífs-
ins. Það eru ekki auðæfi, sem
veita okkur hamingju og ekki
heldur sörplægnin eða starfsem-
in eingöngu. Þið stigið skref í
rétta átt, ef þið kappkostið að
gera ykkur hraust og sterk, með-
an þið eruð ung, svo að þið getið
orðið að liði á fullorðinsárunum
og um leið notið lífsins“. (Úr
síðasta ávarpi Baden Powell).
★
Fyrir 17 árum, veturinn 1938,
vaknaði áhugi nokkurra pilta úr
Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum og efsta bekk
Barnaskólans, fyrir æskulýðsfé-
lagsskap, sem Baden Powel
(1857—1941) stofnaði árið 1907
og nefndi skátahreyfingu.
Hreyfing þessi hafði átt hugi
fjölmargra íslenzkra pilta og
stúlkna um aldarf jórðungs-
skeið, veitt nýjum straumum,
hollum og heillandi, inn í tóm-
stundalíf þeirra og leiki, þegar
saga skátafélagsskaparins hefst
hér í Eyjum. Að vísu voru hér
starfandi skátafélög á árunum
1925—’26 (sjá Blik 1954) en
starfsemi þeirra lagðist niður
eftir skamma hríð.
I fljótu bragði virðist, sem
ekkert samband sé að finna á
milli þessara fyrstu félaga og
þess, sem síðar kom, en þó er
vissulega sá möguleiki fyrir
hendi, að einhver hinna 25 pilta,
sem að stofnun „Faxa“ stóðu,
hafi heyrt talað um fyrra félag-
ið og orðið fyrir áhrifum úr
þeirri átt, enda þótt mér hafi
ekki tekizt að grafa það upp, en
hitt er algjörlega útilokað, að
nokkur piltanna muni af eigin
raun eftir fyrri félögunum, þar
sem hinir elztu þeirra voru á 15.
aldursári.
Hinsvegar virðist mér allt