Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 89
B L I K
87
]bó að hann hleypti þeim út á
sinuna meðan sól var á lofti og
feæmilega hlýtt í skjóli, gerðu
'þær sér ekkert gagn af henni.
Bóndinn braut heilann um það,
hvernig hann ætti að fá kýrnar
til þess að éta sinuna sér til
kviðfyllis. Loks hugkvæmdist
honum ráðið.
Hann keypti græn gleraugu á
allar beljurnar.
© ★ ©
Hann var einn af þessum
glæsilegu skyttum, sem axla
byssu sína á sunnudögum og í
tómstundum jólanna og halda
við þrótti líkamans og stælingu
með því að aka í bifreið upp í
fjöll og út með sjó og sýna list
sína með því að skjóta á fugla,
sem þeir hitta ekki betur en svo,
að þeir komast burt til þess að
drepast í friði fyrir öllum skytt-
um.
I einum skotleiðangrinum kom
hann á sveitabæ. Konan var að
viðra hjá sér. Út á vegg sá hann
sitja undarlega fugla, sem hon-
um sýndust vera uglur. Aldrei
hafði hann skotið á uglu, hvað
þá helsært slíkan fugl, svo að
hann bar byssu upp að öxl-
inni og skaut. En svo sá hann
hvers kyns var. Það voru bóka-
stoðir bóndans.
© ★ ©
Tobbi er við skál. Hann kem-
ur inn í veiðimannahúsið ask-
vaðandi:
„Mikið bölvað ólán er þetta;
ekki er hægt að þurrka af sér
því að það er komið gat á gólf-
þófann."
Lási: ,,Nú, snúðu honum þá
við, maður og láttu heila borð-
ið snúa upp.“
Tobbi snarast fram til þess að
snúa gólfþófanum við. Kemur
inn aftur með írafári: „Bölvuð
tuskan, hún er þá líka götug
þeim megin.“
Þá hló Lási hjartanlega.
© ★ ©
Hann var ákaflega mikill og
góður matmaður. Hann var upp
með sér af því, hversu hann bar
af öðrum mönnum í þeim sök-
um. Hann hafði mikinn áhuga
á að þjálfa sig í þessari íþrótt
sinni. Ekkert sárnaði honum
jafnmikið og þegar bornar voru
brigður á yfirburði hans á þessu
sviði.
Einu sinni veðjaði hann góðri
varphænu við vantrúaðan vin
sinn, að hann gæti étið heilan
kálf í einu.
Þessa íþrótt átti hann að
fremja í tiltekinni matstofu á
tiltekinni stundu. Þegar hann
kom inn í matstofuna var þar
enginn inni, en á einu borðinu
stóð trog með dálitlu af kjöti í
m. a. einni fuglsbringu.