Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 5
B L I K
3
sem vissu, hvað þeir vildu, væru
ekki eitt í dag og annað á morg-
un, ættu lífsstefnu, lífshugsjón,
sem þeir brygðust ekki, hvað
sem á bjátaði. Hann kvað það
gæfunnarbraut fram eftir veg.
Viljasterkur, stefnufastur æsku-
lýður, sem hlotið hefði gott upp-
eldi, það væri dýrmætasta eign
hverrar þjóðar, sagði borgar-
stjórinn.
Nemendur mínir! Ég beini nú
fyrst og fremst orðum mínum
til ykkar, sem eldri eruð. Oft
hefi ég hugleitt þennan unga
landa okkar. Mér þykir vænt um
hann. Skapgerð hans heillar
mig. Ég hefi oft óskað þess, að
nemendur mínir, hver og einn
einasti, væru gæddir staðfestu
hans og vilja um það að vera
sjálfum sér, æskuhugsjónum
sínum, foreldrum sínum og þjóð
sinni trúir í einu og öllu. — Og
mikil hefur sigurgleði unga ís-
lendingsins verið svona innra
með honum, þegar hann skildi,
hve stórkostlegan sigur hann
hafði unnið á sjálfum sér með
staðfestu sinni og einbeitni.
Annað heillar mig í þessari
litlu frásögu: Manngöfgi borg-
arstjórans, hinn góði skilningur
hans á gildi viljaþols og trúfesti
gagnvart æskuhugsjón sinni og
góðum áformum.
Borgarstjórinn dáði hugrekki
unga Islendingsins og andans
frelsi. En fullkomlega frjáls er-
um við ekki, fyrr en við gerum
hiklaust, það sem við vitum, að
er satt og rétt, hvað sem það
kostar.
Mér finnst eitt megineinkenni
tíðarandans vera undanlátsemin
við það, sem við vitum, að er
satt og rétt, staðfestuleysið.
Margur nú á dögum býsnast yf ir
léttúð æskulýðsins, gjálífi hans
og drykkjuskap. Víst er um það,
að lausung í ástum og áfengis-
neyzla fara oft saman. Hvort
tveggja eru ávextir hins veika
vilja til að standa mót. Þar
lætur tíðum vitið og greindin í
minni pokann, býður lægri hlut,
sökum skorts á hugrekki og
þreki. Þetta er m. a. ástæðan
fyrir því, að alltof margir nem-
endur mínir hafa farið í hund-
ana að meira eða minna leyti
undanfarinn aldarf jórðung,
þrátt fyrir eldheit áform um
reglusemi, staðfestu og gætni,
þegar þeir yfirgáfu skólann og
lögðu von bráðar til atlögu við
lífið sjálft.
Það þarf hvorki eldra fólk né
lífsreyndara en þið eruð, nem-
endur mínir, til þess að skilja
svo mikið af lífinu í kringum
ykkur, og safna reynslu af þeirri
skynjun, að drykkjuskapur og
lausung í ástamálum leiðir að-
eins að einu marki, óhamingju
og niðurrifi á manngildi. Dæm-
in eru deginum ljósari.
Ungar stúlkur hafa um of