Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 70
68
B L I K
rekja alla þætti fléttunnar,
fylgja hverjum þræði frá upp-
hafi til enda.
Eins og ég drap á áðan, er
sagan í hugum fjölmargra pilta
og stúlkna og nokkuð á gulnuð-
um blöðum. Ég hafði hugsað
mér að fletta upp í þessum
gömlu bókum og lífga hin þögulu
orð, með því að gefa gömlum
skátum orðið nokkra stund.
Vafalaust hefur það komið ein-
kennilega fyrir sjónir, lesandi
góður, að ég skuli kalla þessar
bækur gamlar. En vissulega eru
þær gamlar og forneskjulegar í
hugum okkar skátanna. Allir
höfum við einhversstaðar lagt
orð í belg og margt barnalegt
kemur fyrir sjónir okkar. Það,
sem eitt sinn var heilagur vís-
dómur, er nú hversdagslegt hjal,
en sleppum því. Þó ætla ég að
leyfa mér að skjóta hér inn í, að
fleiri félög ættu að varðveita vel
gjörðabækur sínar.
I annál félagsins rekst ég á
15. júlí 1941. Þá var farin fyrsta
róðrarferð Faxa. Friðrik Har-
aldsson, þáverandi deildarfor-
ingi, segir m.a. svo frá þessari
ferð:
„Það var 15. júlí 1941, að 35
skátar voru mættir á Skansin-
um, hinu forna virki við hafnar-
mynnið í Vestmannaeyjum. Allir
htu til veðurs og spáðu auðvitað
vel, því að nú átti að fara í
fyrstu róðrarferðina. Ásamt
skátunum var mættur Runólfur
Jóhannsson, skipasmiður. Átti
hann að stjórna ferðinni og
kenna okkur siði og venjur á
róðrarskipi. Var nú skipt í tvo
hópa, 20 drengir fóru inn á Eiði
— hinir 15 tóku bátinn á Skans-
inum. Ákveðið var að fara aust-
ur og suður með Heimaey, í
svonefnda Stakkabót.
Þegar við komum á móts við
Hauga, fáum við skvamp á móti
og er ekki laust við ágjöf. Ekki
Ieið á löngu, þar til sumir tóku
að fölna ískyggilega mikið og
jafnvel að færa Ægi fórnir ....
Á heimleiðinni sáum við, hvar
tollbáturinn kemur á móti okk-
ur, og sjáum við ekki betur, en
hann sé fullur af vopnuðum her-
mönnum. Þegar nær dregur,
snýr hann skyndilega við. Þegar
heim kom, fengum við að vita,
að einn af borgurum bæjarins
hafði um morguninn ekið í hif-
reið sinni suður á Eyjuna og séð
bátana í Stakkabótinni, og gat
hann ekki ímyndað sér annað,
en hér væru skipbrotsmenn og
Myndirnar á siðunni til hœgri: Að ofan:
Hœstu tré i Eyjum. Reynitré við Hilmis-
götu, 7,45 m. há. Þessi tré gróðursetti
Þorsteinn Þ. Viglundson vorið 1950. Eru
pau þvi jafnaldrar Gagnfræðaskólans.
Að neðan: Eyjaskátar hafa legið við i
Elliðaey 1—2 sólarhringa á hverju sumri i
nokkur ár. Myndin sýnir v/b Gísla John-
sen þar sem hann liggur við Elliðaey, og
skátar flytja félaga sina og farangm upp
i eyna.