Blik - 01.04.1955, Page 70

Blik - 01.04.1955, Page 70
68 B L I K rekja alla þætti fléttunnar, fylgja hverjum þræði frá upp- hafi til enda. Eins og ég drap á áðan, er sagan í hugum fjölmargra pilta og stúlkna og nokkuð á gulnuð- um blöðum. Ég hafði hugsað mér að fletta upp í þessum gömlu bókum og lífga hin þögulu orð, með því að gefa gömlum skátum orðið nokkra stund. Vafalaust hefur það komið ein- kennilega fyrir sjónir, lesandi góður, að ég skuli kalla þessar bækur gamlar. En vissulega eru þær gamlar og forneskjulegar í hugum okkar skátanna. Allir höfum við einhversstaðar lagt orð í belg og margt barnalegt kemur fyrir sjónir okkar. Það, sem eitt sinn var heilagur vís- dómur, er nú hversdagslegt hjal, en sleppum því. Þó ætla ég að leyfa mér að skjóta hér inn í, að fleiri félög ættu að varðveita vel gjörðabækur sínar. I annál félagsins rekst ég á 15. júlí 1941. Þá var farin fyrsta róðrarferð Faxa. Friðrik Har- aldsson, þáverandi deildarfor- ingi, segir m.a. svo frá þessari ferð: „Það var 15. júlí 1941, að 35 skátar voru mættir á Skansin- um, hinu forna virki við hafnar- mynnið í Vestmannaeyjum. Allir htu til veðurs og spáðu auðvitað vel, því að nú átti að fara í fyrstu róðrarferðina. Ásamt skátunum var mættur Runólfur Jóhannsson, skipasmiður. Átti hann að stjórna ferðinni og kenna okkur siði og venjur á róðrarskipi. Var nú skipt í tvo hópa, 20 drengir fóru inn á Eiði — hinir 15 tóku bátinn á Skans- inum. Ákveðið var að fara aust- ur og suður með Heimaey, í svonefnda Stakkabót. Þegar við komum á móts við Hauga, fáum við skvamp á móti og er ekki laust við ágjöf. Ekki Ieið á löngu, þar til sumir tóku að fölna ískyggilega mikið og jafnvel að færa Ægi fórnir .... Á heimleiðinni sáum við, hvar tollbáturinn kemur á móti okk- ur, og sjáum við ekki betur, en hann sé fullur af vopnuðum her- mönnum. Þegar nær dregur, snýr hann skyndilega við. Þegar heim kom, fengum við að vita, að einn af borgurum bæjarins hafði um morguninn ekið í hif- reið sinni suður á Eyjuna og séð bátana í Stakkabótinni, og gat hann ekki ímyndað sér annað, en hér væru skipbrotsmenn og Myndirnar á siðunni til hœgri: Að ofan: Hœstu tré i Eyjum. Reynitré við Hilmis- götu, 7,45 m. há. Þessi tré gróðursetti Þorsteinn Þ. Viglundson vorið 1950. Eru pau þvi jafnaldrar Gagnfræðaskólans. Að neðan: Eyjaskátar hafa legið við i Elliðaey 1—2 sólarhringa á hverju sumri i nokkur ár. Myndin sýnir v/b Gísla John- sen þar sem hann liggur við Elliðaey, og skátar flytja félaga sina og farangm upp i eyna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.