Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 20
18
B L I K
ÞORSTEINN JÓNSSON, Laufási:
Tvennir
Fáir þeirra, sem nú eru á
æskuskeiði, trúa frásögnum um
þá erfiðleika, sem voru á lífsaf-
komu flestra, er tróðu barns-
skóna á landi hér fyrir 60—70
árum. Þar voru Eyjarnar okkar
engin undantekning, því að hér
hafði þá gengið yfir langur og
strangur harðinda- og aflaleys-
iskafli, svo að fólk hafði flúið
landið í stórhópum í leit að betri
lífskjörum en þeim, sem fóstur-
jörðin gat veitt.
Á þessum árum var ekkert
farið að rofa fyrir þeirri stór-
r--------------------n
Þorsteinn Jónsson,
fyrrv. skipstjóri, frá
Laufási i Eyjum, hef-
ur ritað þessa grein
handa ársritinu að
beiðni okkar. Kunn-
um við honum beztu
þakkir fyrir.
V____________________j
kostlegu atvinnu- og efnahags-
byltingu, sem síðan hefur átt sér
stað. Þeirri framvindu virðist
lítil takmörk sett, ef athafnaþrá
og athafnafrelsi manna er ekki
of þröngur stakkur skorinn.
Með því að þekkja til hlítar á-
standið eins og það var í lok síð-
ustu aldar, geta menn fyrst
myndað sér réttar skoðanir um
þann árangur, sem þegar hefur
tímar
sama að segja um félagslífið eins og
í fyrra (Blik 1954).
Ferðalag.
Að loknu landsprófi fóru fullnað-
arprófsnemendur í ferðalag til
landsins, eins og jafnan hin síðari
árin. Foringi fararinnar var Sigfús
J. Johnsen kennari. Ferðast var um
Þjórsárdal og víðar um Suðurlands-
undirlendið.
Gestir í skólanum.
Ólafur Ólafsson kristniboði og
Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellu-
landi heimsóttu skólann á skólaár-
inu, fluttu þar ræður og sýndu
kvikmyndir.
Sýning skólans.
9. maí var opnuð hin árlega al-
menna sýning skólans á handavinnu
pilta og stúlkna, teikningum o. fl.
Sýningin var í 4 deildum að þessu
sinni:
1. deild: Handavinna stúlkna og
pilta.
2. deild: Teikningar nemenda.
3. deild: Náttúrugripasafn skólans.
4. deild: Byggðarsafn bæjarins var
sýnt almenningi í fyrsta sinni.
Sýninguna sótti um 760 manns,
þrátt fyrir afleitt veður sýningar-
daginn, 11 vindstig með rigningu.
Skólauppsögn fór fram 19. maí.
Vestmannaeyjum, 15. júlí 1954.
Þorsteinn Þ Viglundsson.