Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 83
B L I K
81
/■--------->
Gömul
minm
V.___________/
Hugsum okkur, að við félag-
arnir úr G. í. V. frá árunum 1849
—1951 værum saman safnaðir
á einum stað. Hvað mundum við
tala um? Jú, spaugileg atvik og
léttar stundir.
Munið þið?
Hve oft var ekki hlaupið upp
veginn til skólans á síðustu mín-
útu til þess að ná því að fá X
en ekki S við nafnið sitt í nem-
endaskránni.
Á vorin biðum við oft með
óþreyju eftir langþráðri göngu
út í Stórhöfða. Svo einn daginn,
þegar kennurunum fannst við
heldur letileg ásýndum, var á-
-<y—W VIÐURKENNING SKÓLANS
Um nokkurra ára skeið hefir Gagnfrœda-
skólinn viðurkennt fágaða framkomu
nemenda sinna, ástundun, siðþrýði og
dyggð i trúnaðarstarfi i þágu skólastarfs-
ins, með því að gefa þeim, sem til þess
hafa unnið viðurkenningarkort skólans,
sem er þrentað i mörgum litum og hið
fallegasta. Það er 22.5y.15 cm. að stærð.
A kortinu er tekið fram, fyrir hvað nem-
andinn hefir hlotið viðurkenninguna.
Ógjarnan er það afhent fyrr en nemand-
inn hefir lokið námi að fullu i skólanum.
kveðið að viðra skyldi flokkinn.
Skólastjórinn gaf fyrirmæli um
y2 klst. frí til þess að skipta um
föt og skó. Heim var hlaupið í
töluvert léttara skapi. Þegar bú-
ið var að skipta um föt, var kom-
ið við í verzlunum og keypt sér
eitthvað hressandi í nesti. Hálf-
tíminn var liðinn og f erðin skyldi
hafin. Hópurinn flokkaðist nið-
ur og gamanyrðin fuku.
Leiðin út í Stórhöfða fannst
okkur ekki löng að þessu sinni.
Það var ákveðið að gerast úti-
legumenn og smugum við í
fylgsni okkar: Höfðahelli. Þá
urðu strákarnir að sýna karl-
mennsku sína og kanna „ókunn-
ar slóðir“ fyrir „hið veika kyn“.
Að sjálfsögðu heyrðum við ýmis
undarleg hljóð og bergmál af
draugasögum úr öllum áttum.
Þegar komið var innst inn í hell-
inn, settumst við í kring um
kertistýru og hlýddum á mergj-
aða draugasögu af vörum eins
okkar snjöllustu kappa. Hugar-
angist skein úr hver ju andliti og
ekki var laust við, að sumir
skylfu. Mörgum var því hug-
hægra, þegar komið var fram í
hellismunnann og á móti hljóm-
uðu fjörugar raddir frá þeim
söng- og sólelsku.
Nú var skriðið úr fylgsni og
ráðizt með miklum bægslagangi
til niðurgöngu úr Höfðanum.
Skulum við nú leggja við hlust-
irnar og reyna að grípa á lofti