Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 21
B L I K
19
náðst í efnalegum þroska þjóð-
arinnar.
Ymsar greinar atvinnulífsins,
sem fyrir aldamótin síðustu
þótti sjálfsagt að hagnýta til
fullnustu, eru nú horfnar eða að
hverfa í gleymskunnar djúp
nieð þeirri kynslóð, er nú hefur
runnið sitt skeið.
Fyrir síðustu aldamót mátti
oft á sumrum sjá hópa af fólki,
körlum, konum og unglingum,
við heyskap víða um Heimaklett.
Vilborgarstaðajarðirnar, átta að
tölu, áttu þau hlunnindi, sem
Heimakletti fylgdu, en það voru
fuglatekja, hagaganga, slægjur,
þang- og sölvatekja á innri og
ytri eyrinni (Hörgaeyri) og
hvannarótatekjur í Dufþekju,
sem jafnvel kvenfólk tók þátt
í, en þær voru þó að mestu lagð-
ar niður um 1890.
Hver af hinum átta fyrnefndu
jörðum átti sína sérstöku
slægjubletti, sem voru Hákollar,
Hetta, Þuríðarnef, Lágukollar
og Slakkinn ofan og vestan til
við Dönskutó. Svo áttu þrjár
jarðirnar Slægjurnar svo
nefndu, sem er hin stóra brekka
ofan frá Grasnefi umhverfis
Einbúa og niður á hjargbrún.
Þess skal getið, að f jórir fyrst-
nefndu staðirnir mega teljast
allgóðir og hættulitlir við sjálf-
an sláttinn og raksturinn.
Slægjurnar, en þó sérstaklega
Slakkinn, var stórhættulegur,
Þorsteinn Jónsson
þar sem brattinn er mjög mikill,
ekkert viðnám meðfram bjarg-
brúninni, en 120—200 metra
standberg í sjó niður, svo að
ekki var að efa, hver afdrifin
yrðu, ef mönnum skrikaði illa
fótur við störf sín.
Þó að slátturinn og þurrkun
heysins væri háð miklum erfið-
leikum og hættum, keyrði þó
fyrst um þverbak, þegar koma
skyldi heyinu heim.
Faðir minn fékk ábúðarrétt
á einni Vilborgarstaðajörðinni
um 1890. Þeirri jörð tilheyrði
versti slæjubletturinn upp af
Dönskutó. Þó að ég væri ekki