Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 77
BLIK
75
Herjólfsdal og sökktu bænum.
(Þjóðsögur J.Á. II. 81).
En hvort sem Herjólfur karl
var góður eða vondur, hefði það
verið æskilegt fyrir Vestmanna-
eyjaklaustur að geta sannað, að
engir hafi þar ævilangt heiðnir
búið. Og kristnir voru hinir her-
teknu írar, sem komu þar fyrst-
ir og vígðu eyjarnar með blóði
sínu. — Merkilegt, hve arfsögn-
in frá veganda þeirra er skiln-
ingsrík í þeirra garð, hefnir
Hjörleifs án þess að áfellast þá.
Samkvæmt þessu hefur e. t. v.
litlu munað, hvor bústaðurinn
átti minni heiðni fólgna í for-
tíð sinni, Eyjarnar eða kirkju-
bær á Síðu. Og ólíkt meiri var
auðs- og matfangavon fyrir
klaustur í eyjunum en á Síðu.
Við bætist, að erlendis var mjög
sótzt eftir því að einangra
klaustrin í eyjum.
Eftir þennan samanburð
finnst mér sannað mál, að eitt-
hvað annað en munur á helgi
staðanna ýtti klaustrinu frá
Vestmannaeyjum í Kirkjubæ á
Síðu. Og þetta eitthvað var dóm-
kirkjusmíðin, sem Klængur
biskup, eftirmaður Magnúsar
biskups, hóf í Skálholti þegar
eftir komu sína til stólsins.
Svo stórfengleg og dýr var
sú kirkjugerð, ,,að svo þótti
skynsömum mönnum sem öll
lausafé þyrfti til að leggja, þau
er til staðarins lágu . .. . “ segir
höfundur Hungurvöku, sem
mundi þetta vel. Tekjurnar af
Vestmannaeyjum voru eigi lítil-
vægur skerfur til kostnaðar-
greiðslu og til að fæða vinnu-
flokka, sem að dómkirkjusmíð
unnu. Það verður ekki skýrar
sagt en Hungurvaka segir, að
Klængi og ráðunautum hans hef-
ur þótt ófært með öllu að afsala
sér Vestmannaeyjum til klaust-
urs þar. Þess vegna var það,
að Bjarnhéðinn í Kirkjubæ og
Þorkell Geirason björguðu máli
með því að gefa jarðir sínar til
að stofna austur milli Sanda
fyrstu klaustur biskupsdæmis-
ins, en þriðja kom vestur í Flat-
ey.
Þannig lauk klaustursögu
Vestmannaeyja, á dögum
Klængs. Rúmri öld síðar, 1280,
þegar kirkjur eyjanna voru
orðnar 2 eða 3, gaf Staða-Árni
eina þeirra Kirkjubæjarkirkju,
klaustri Mikjáls erkiengils í
Björgvin, og fylgdi dálítil jarð-
eign. Ágirnd konungs á eyjunum
hefur orðið mikil á 14. öld, eftir
því sem útvegur óx, enda kom
að því, að hann náði þeim, e. t. v.
þó eigi fyrr en á dögum Árna
biskups milda, sem var minni
gæfumaður en glæsimenni.
Nú má hverjum finnast eins
og vill, hvort betra var að
byggja musteri í Skálholti eða
klaustur í Eyjum.
=SSSF=