Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 13
B L I K
11
lagt mikla rækt við það að hafa
áhrif til góðs á dagfar nemend-
anna. í starfi skólans hefir ætíð
borið mjög á bindindisstarfi.
Nemendum hefir verið sýnt
fram á tjón það, er stafað getur
af hættulegum og skaðlegum
venjum.
Sérstakur og afar mikilsverð-
ur þáttur í starfi skólans eru
„hugvekjurnar“, sem skóla-
stjóri og kennarar skólans hafa
flutt þrisvar til fjórum sinnum
í mánuði. Er þá tekinn tími af
hinni daglegu stundaskrá til
þess að benda nemendum á það,
sem miður fer í fari þeirra og
viðurkenna það, er vel er gert af
þeirra hálfu. Hygg ég, að hægt
sé með sanni að segja, að skól-
inn hafi ætíð lagt mikla áherzlu
á það að rækja sem bezt hið tví-
þætta hlutverk góðrar uppeldls-
stofnunar.
Skólinn hefir ætíð reynt að
sjá nemendum sínum fyrir holl-
um skemmtunum, og verður það
verk aldrei ofmetið. Gleðskapur
og gáski býr í hverju barni og
hverjum unglingi. Og fái ekki
gleðin og gáskinn hæfilega út-
rás, nýtur unglingurinn sín ekki
til fulls. Á málfundum skólans
hefir líka margur lagt grund-
völlinn að því að geta látið í
ljós skoðanir sínar eða varið
málstað sinn á opinberum um-
ræðufundum.
Starf Gagnfræðaskólans er
einn þáttur í sögu almennrar
menntunar hér á landi. Hann
hefir sótt fram á sigurbraut
sinni sí og æ. Eins og starf allra
slíkra skóla hefir starf hans ver-
ið nátengt æsku héraðsins. Þar
sem hann er, á æskan öruggan
griðastað og ber að þakka
skólastj. Þorsteini Þ. Víg-
lundssyni ötult starf í þágu
skálans frá upphafi. Sérstaklega
hefir hann barizt fyrir því, að
skólinn fengi viðunanlegt hús-
næði. Sá draumur er nú að ræt-
ast, og vonandi verður bygging
skólahússins lokið á næstu
tveimur árum. Verður hann þá
eitt af musterum menntagyðj-
unnar hér á landi, sem veglegust
eru. Er það sómi Vestmannaey-
ingum og til farsældar um ó-
komin ár að hafa lagt fram fé
til þess að skapa ungu kynslóð-
inni þau skilyrði til menntunar
og þroska, sem skólabyggingin
hefir í för með sér.
Sem fyrrverandi nemandi
skólans óska ég honum allra
heilla á ókomnum árum. Ég
óska þess, að starf það, er þar
fer fram, mæti skilningi og vel-
vilja.
Megi hann sem lengst starfa
að velferðarmálum æskunnar í
þessu fagra byggðarlagi.
s. F.