Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 5

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 5
FJARÐARFRÉTTIR 5 Svipmynd af síðasta basar kvenfélags FríkirkjunnanÞví miður drengir mínir, þið komuð of seint. Allt uppselt . .-J „ÖFLUM FJÁR TIL KIRKJUSTARFSINS“ Við brugðum okkur á basar Kvenfélags fríkirkjusafnaðarins og náðum þar tali af Rut Guðmunds- dóttur sem var þar við störf ásamt fjölda annarra kvenna. „Jú, jú, það er búið að vera mikið að gera. Þið hefðuð átt að vera hér svona klukkutíma fyrr og þá hefð- uð þið séð hve margt glæsilegt var hér að fá. Nú er mest allt farið. Það er alltaf mikið starf hjá kvenfélaginu og allt það fé sem við öflum rennur með einum eða öðrum hætti til kirkjustarfsins. Við aðstoðum við barnastarfið og sjáum um alla ræstingu kirkjunnar, að sjálfsögðu allt í sjálfboðavinnu. Þá höfum við einnig gefið ýmsa gripi til kirkjunnar, og við söfnuð- um fyrir steindu gluggunum í kirkjunni." Og þar með var Rut þotin í afgreiðslu. Rut hefur starfað mjög mikið í kvenfélagi safnaðarins og m.a. verið formaður hans í 14 ár. Núverandi formaður kvenfélags fríkirkjunnar er Ásrún Sigurbjarts- dóttir. Frá vinstri: Sigurður Kristjánsson, kirkjuvörður, Jón Ól. Bjarna- son, sóknarnefndarmaður, Þóra Guðmundsdóttir, organisti, Sigurður Kristinsson, formaður sóknarnefndar og sr. Einar Eyjólfs- son, prestur Frikirkjusafnaðarins. Frá vinstri: Stefán Stefánsson, Sigurður Kristjánsson og Gísli Guðmundsson eiga mörg handtökin í því starfi sem unnið er innan Fríkirkjusafnaðarins. KENTUCKY FRIED CHICKEN Glæsilegur og rúmgóöur kjúklingastaður í alfaraleið. Engin bið! Skjót afgreiðsla. jfentucky fried Chicken HJALLAHRAUN 15 - HAFNARFIRÐI SÍMI 50828 SÖLUTURNINN HRINGBRAUT 14 Páskaegg og konfekt 15% afsláttur á páskaeggjum. IS SHAKE Gos, sælgæti Brauð og kökur Allar mjólkurvörur Nýlenduvörur OPIÐ: Virka daga: frá kl. 9.00 - 23.30 Um helgar: frá kl. 10.00 - 23.30

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.