Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 30

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 30
30 FJARÐARFRETTIR „Er Pétur kominn með einhverngambítá'ann?" 26. febrúar sl. var hafnfirskutn skákáhugamönnum boðið upp á stórkostlega skemmtun, sem ef- laust á eftir að virka sem vítamíns- sprauta á skáklífið í bænum. Þá stóðu Skákfélag Hafnarfjarðar og Sparisjóður Hafnarfjarðar fyrir fjöltefli í félagsálmu íþróttahússins og fengu tékkneska stórmeistarann Vlastimil Hort til að etja kappi við hafnfirska skákmenn. Samtals tefldi Hort 39 skákir í fjölteflinu, vann 30, gerði 5 jafntefli og tapaði 4 skákum. Keppnin hófst klukkan 20.00 á þriðjudagskvöldi, en lauk ekki fyrr en um kl. 2 aðfaranótt miðviku- dags. Meistarinn gekk því stans- laust milli borðanna og tefldi í nærfellt 6 klukkustundir. Áður en keppnin hófst flutti forseti bæjarstjórnar, Árni Grétar Finnsson stutt ávarp og bauð skák- mennina velkomna til leiks. í ávarp- inu rifjaði Árni m.a. upp þann atburð þegar Hort setti heimsmet í fjöltefli á íslandi árið 1977. Þá tefldi kappinn samtals 550 skákir á 24 klukkustundum og 20 mínútum, vann 477, gerði 63 jafntefli, en tapaði aðeins 10 skákum. Þegar Árni hafði lokið máli sínu hófst taflið með því að Hort, sem hafði hvítt á öllum borðum sam- kvæmt venju í fjöltefli, geystist um salinn og lék frant kóngs- og drottn- ingarpeðum á víxl og heilsaði bros- andi öllum keppinautum sínum. Fyrstu leikina lék kappinn mjög hratt enda í flestum tilfellum fylgt þekktum byrjunum, en eftir um það bil 10 leiki fór hann að hægja örlítið á sér og íhuga stöðuna í einstaka skák. Eftir 12. leik (12 hringi um salinn) bað Hort um stól, og töldu nú flest- ir að kappinn væri farinn að þreyt- ast og ætluðu að dreifa stólum um salinn, svo meistarinn gæti tyllt sér við og við. En Hort stöðvaði alla slíka húsgagnaflutninga: „Nei, nei, bara einn stól, undir jakkann11. Að svo mæltu snaraði hann sér úr jakk- anum og hengdi hann á stólbakið. Hann settist aldrei niður allt kvöld- ið en drakk standandi ómælt magn af kaffi sem hugulsamir áhorfend- ur sáu um að láta hann aldrei skorta. Eftir fyrstu 15 leikina fór meist- arinn að staldra við og hugsa sig vel um við nokkur borðanna. Stundum velti hann taflmönnunum lengi milli fingra sér áður en hann mjak- aði þeim úr stað. Framan af hugsaði hann sig áberandi lengi um við borð Péturs Kristbergssonar „Er Pétur kominn með einhvern gambít á'ann?“, heyrðust áhorfendur hvískra og hópur manna safnaðist saman og virti fyrir sér stöðu Péturs, sem vissulega var góð. Seinna í skákinni lék Pétur þó ónákvæmt og eftir spennandi enda- tafl varð hann að láta í minni pokann. Hort þakkaði Pétri sér- staklega fyrir skákina og kvaðst hafa verið heppinn að vinna. í þessa skák hefði hann raunar eytt lengri umhugsunartíma en réttlætanlegt væri í fjöltefli. Þegar þessari skák lauk voru innan við 10 skákir enn í gangi, flestar hinna hafði Hort unnið, m.a. fyrstu 20 skákirnar. Allir stóðu þó í kappanum fram undir miðnætti en urðu þá einn af öðrum að gefast upp. Einn þeirra sem töpuðu snemma var ungur maður sem náð hafði mjög góðri stöðu, þegar hann lék slysalega af sér manni. „Svona leik hefði ég meira að segja skamm- ast mín fyrir í hraðskák", sagði vinurinn um leið og hann þakkaði og pakkaði saman taflinu. Nokkru eftir miðnætti fóru fyrstu mennirnir að hirða stig af meistaranum. Ágúst S. Karlssön, skákmeistari og Ásgeir Jón Jóhannsson húsvörður í Víðistaða- skóla sömdu um jafntefli við kapp- ann í skákum sem verið höfðu í jafnvægi allan tímann. Skömmu síðar tókst Birni Fr. Björnssyni að sigra þegar óverjandi mát blasti við stórmeistaranum. Næstur til að vinna Hort var Ólafur Torfason, sem hafði í rólegheitum byggt upp trausta stöðu sem meistarinn átti ekki svar við. í lokin komu í nokkrum skákum upp spennandi endatöfl, þar sem stórmeistarinn átti víðast hvar lokaorðið. Þó tókst Ævari Stefánssyni að snúa á kapp- ann i einu slíku endatafli og leggja hann að velli. Þeir Jón Magnússon, Olgeir Elíasson og Þröstur Laxdal gerðu það einnig gott og náðu jafn- tefli. í þessarri orrahríð tapaði m.a. yngsti þátttakandinn, Þröstur Árnason, 11 ára, eftir spennandi peðakapphlaup. Rétt eftir kl. 2 gekk Vlastimil Hort að borði síðasta keppandans, sem enn var uppistandandi, Karls M. Jónssonar, og horfði hugsi á stöðu sína á skákborðinu. „Þú vinnur“, sagði svo meistarinn eftir nokkra umhugsun. Síðan seildist hann eftir blaðinu þar sem Karl hafði skráð niður leikina, skrifaði þar úrslit skákarinnar og kvittaði fyrir með fangamarkinu V.H. Þessu frábæra fjöltefli var lokið. Langvinnt lófaklapp braust nú út meðal áhorfenda sem í senn fögn- uðu góðum árangri sinna manna og þökkuðu hinum litríka Vlastimil Hort stórskemmtilega keppni, sem var öllum aðstandendpm til sóma

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.